Átta á gjörgæslu og fjórar nýjar innlagnir Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. mars 2020 11:58 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á COVID-19 göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. Í gær voru staðfest COVID smit 963. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 900 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-19 göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það hefur bæst aðeins í eins og við var búist. Núna eru til meðferðar á göngudeildinni um 900 sjúklingar, þar af um 60 börn sem barnaspítalinn sinnir. Það hafa verið fjórar innlagnir síðasta sólarhringinn frá okkur og bráðamóttökunni,“ segir Ragnar Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eru á gjörgæslu vegna veirunnar en það voru sex í gær. „Það voru átta innlagðir á gjörgæsludeildina núna í morgun“ Ragnar segir að flestir af þeim 900 sjúklingum sem sinnt er á göngudeildinni séu með dæmigerð COVID-19 einkenni. „Efri og/eða neðri öndunarfærasýking, með hitaslæðing, jafnvel yfir 38 stiga hita. Hósti og hálssærindi. Sumir með andþyngsli. Svo getur borið á öllu öðru. Vöðva- og beinverkjum, höfuðverk, kviðverkjum og ógleði. Við leitum sérstaklega á degi hverjum, þá hringjum við í alla. Í dag verða hringd 400 símtöl til þeirra sem eru heima núna. Við munum skima þá fyrir alvarlegum einkennum.“ Fólk sé þannig skimað fyrir alvarlegri einkennum. “Ef ber einhverju slíku, þá köllum við þá inn til okkar á göngudeildina og sjáum hvernig við getum bætt ástandið.“ Hann býst við því að það fjölgi vel í hópi smitaðra á næstu dögum. „Við gerum ráð fyrir hinu versta hér Við búumst við því að það bætist dag frá degi í þennan faraldur og erum undirbúin fyrir það.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. Í gær voru staðfest COVID smit 963. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 900 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-19 göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það hefur bæst aðeins í eins og við var búist. Núna eru til meðferðar á göngudeildinni um 900 sjúklingar, þar af um 60 börn sem barnaspítalinn sinnir. Það hafa verið fjórar innlagnir síðasta sólarhringinn frá okkur og bráðamóttökunni,“ segir Ragnar Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eru á gjörgæslu vegna veirunnar en það voru sex í gær. „Það voru átta innlagðir á gjörgæsludeildina núna í morgun“ Ragnar segir að flestir af þeim 900 sjúklingum sem sinnt er á göngudeildinni séu með dæmigerð COVID-19 einkenni. „Efri og/eða neðri öndunarfærasýking, með hitaslæðing, jafnvel yfir 38 stiga hita. Hósti og hálssærindi. Sumir með andþyngsli. Svo getur borið á öllu öðru. Vöðva- og beinverkjum, höfuðverk, kviðverkjum og ógleði. Við leitum sérstaklega á degi hverjum, þá hringjum við í alla. Í dag verða hringd 400 símtöl til þeirra sem eru heima núna. Við munum skima þá fyrir alvarlegum einkennum.“ Fólk sé þannig skimað fyrir alvarlegri einkennum. “Ef ber einhverju slíku, þá köllum við þá inn til okkar á göngudeildina og sjáum hvernig við getum bætt ástandið.“ Hann býst við því að það fjölgi vel í hópi smitaðra á næstu dögum. „Við gerum ráð fyrir hinu versta hér Við búumst við því að það bætist dag frá degi í þennan faraldur og erum undirbúin fyrir það.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira