Bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur Birgir Olgeirsson og Andri Eysteinsson skrifa 29. mars 2020 13:56 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki sem munu njóta skjóls frá skattgreiðendum verður bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur. Um er að ræða tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd en formaður hennar segir um sanngirnismál að ræða. Í aðgerðapakka ríkisstjórnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf lofuðu stjórnvöld að ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað. Ábyrgðin nær einnig til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið að minnsta kosti 40 prósenta tekjumissi. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú gert breytingu á þessari tillögu. „Þau fyrirtæki sem koma til með að fá ríkisábyrgð á hluta af lánum sínum mega ekki greiða eigendum sínum arð eða kaupa eigin hlutabréf sem er auðvitað ein aðferð við arðútgreiðslu. Þetta var talið nauðsynlegt, eðlilegt og sanngjarnt að þegar að menn eru að fá skjól frá skattgreiðendum í formi ríkisábyrgðar að þá haldi menn að minnsta kosti í sér þegar kemur að arðgreiðslum,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þá er einnig önnur mikilvæg breyting lögð til. „Það verður sérstök eftirlitsnefnd sem verður skipuð. Hún getur kallað eftir upplýsingum frá viðskiptabönkum um allt er viðkemur lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja og ríkisábyrgðir til þeirra. Sex mánaða fresti á að gefa ráðherra skýrslu um framkvæmdina, ráðherra leggur þá skýrsluna fyrir Alþingi til umfjöllunar.“ Óli Björn segir það mikilvægt svo öll fyrirtæki sitji við sama borð. Öll fyrirtæki sitji við sama borð og þau séu höndluð með sama hætti. Vegna þess að það er hvorki sjálfgefið né sjálfsagt að veita fyrirtækjum ríkisábyrgð en þetta eru óvenjulegar aðstæður og það er talið nauðsynlegt. Þá er fullkomnlega eðlilegt að það sé fylgst með framkvæmdinni og það er fullkomlega eðlilegt að settar séu skorður við það hvernig eigendur fyritækja haga sér, þar með að þeim sé bannað að greiða sjálfum sér arð á meðan þeir eru er í skjóli okkar hinna, skattgreiðenda ríkissjóðs,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Fyrirtæki sem munu njóta skjóls frá skattgreiðendum verður bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur. Um er að ræða tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd en formaður hennar segir um sanngirnismál að ræða. Í aðgerðapakka ríkisstjórnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf lofuðu stjórnvöld að ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað. Ábyrgðin nær einnig til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið að minnsta kosti 40 prósenta tekjumissi. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú gert breytingu á þessari tillögu. „Þau fyrirtæki sem koma til með að fá ríkisábyrgð á hluta af lánum sínum mega ekki greiða eigendum sínum arð eða kaupa eigin hlutabréf sem er auðvitað ein aðferð við arðútgreiðslu. Þetta var talið nauðsynlegt, eðlilegt og sanngjarnt að þegar að menn eru að fá skjól frá skattgreiðendum í formi ríkisábyrgðar að þá haldi menn að minnsta kosti í sér þegar kemur að arðgreiðslum,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þá er einnig önnur mikilvæg breyting lögð til. „Það verður sérstök eftirlitsnefnd sem verður skipuð. Hún getur kallað eftir upplýsingum frá viðskiptabönkum um allt er viðkemur lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja og ríkisábyrgðir til þeirra. Sex mánaða fresti á að gefa ráðherra skýrslu um framkvæmdina, ráðherra leggur þá skýrsluna fyrir Alþingi til umfjöllunar.“ Óli Björn segir það mikilvægt svo öll fyrirtæki sitji við sama borð. Öll fyrirtæki sitji við sama borð og þau séu höndluð með sama hætti. Vegna þess að það er hvorki sjálfgefið né sjálfsagt að veita fyrirtækjum ríkisábyrgð en þetta eru óvenjulegar aðstæður og það er talið nauðsynlegt. Þá er fullkomnlega eðlilegt að það sé fylgst með framkvæmdinni og það er fullkomlega eðlilegt að settar séu skorður við það hvernig eigendur fyritækja haga sér, þar með að þeim sé bannað að greiða sjálfum sér arð á meðan þeir eru er í skjóli okkar hinna, skattgreiðenda ríkissjóðs,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira