Fótbolti

Carrag­her valdi lið tíma­bilsins í enska boltanum: Ekkert pláss fyrir Alis­son né Firmino

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamie Carragher hefur gert það gott sem sparkspekingur á Sky Sports eftir ferilinn.
Jamie Carragher hefur gert það gott sem sparkspekingur á Sky Sports eftir ferilinn. vísir/getty

Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports, ákvað að nýta hléið sem er í enska boltanum þessar vikurnar vegna kórónuveirunnar til þess að velja úrvalslið tímabilsins hingað til en liðin eiga níu til tíu leiki eftir á leiktíðinni.

Það var eðlilega mikið um leikmenn Liverpool í liðinu enda liðið á toppi deildarinnar með öruggt forskot og titilinn vísan, það er að segja ef tímabilið verður klárað á einhvern hátt. Sjö leikmenn Liverpool eru í liðinu.

Carragher sagði ekki fyrir svo löngu að Roberto Firmino væri mikilvægasti hlekkurinn í liði Liverpool en það er ekkert pláss fyrir hann í liðinu. Það er heldur ekkert pláss fyrir markvörðurinn Alisson.

Dean Henderson, markvörður Sheffield United, er í markinu og aðrir leikmenn fyrir utan leikmenn toppliðsins eru þeir Kevin de Bruyene, Jack Grealish og Sergio Aguero. Liðið í heild má sjá hér að neðan.

Úrvarslið Carragher:

Dean Henderson

Trent Alexander-Arnold

Joe Gomez

Virgil Van Dijk

Andy Robertson

Kevin de Bruyne

Jordan Henderson

Jack Grealish

Mo Salah

Sergio Aguero

Sadio Mane




Fleiri fréttir

Sjá meira


×