Engin merki um að ónæmissvar eða veikindi séu ólík milli L- og S-afbrigða kórónuveirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2020 18:29 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Vísir/Vilhelm Þegar fregnir fóru að berast af kórónuveirunni leið ekki langur tími þar til greint var frá því að hún hefði stökkbreyst. Annars vegar var S-afbrigði veirunnar og L-afbrigði veirunnar. S-afbrigðið átti að vera vægara afbrigðið, það er að segja að þeir sem smituðust af því áttu ekki að veikjast eins mikið og þeir sem smituðust af L-afbrigðinu. Í framhaldinu vöknuðu spurningar um hvort þeir sem hefðu náð sér eftir að hafa smitast af S-afbrigðinu gætu í framhaldinu smitast af L-afbrigðinu og öfugt. Við þessu er ekki fullnægjandi svar. Hins vegar er ekkert hingað til sem bendir til þess að hægt sé að sýkjast aftur af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Óljóst hvort hægt er að skipta veirunni í tvo flokka Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður á upplýsingafundi almannavarna í gær hvort möguleiki væri á því að smitast af báðum afbrigðum veirunnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. „Það er kannski óljóst hvort það er hægt að skipta veirunni upp í þessa tvo flokka,“ svaraði Þórólfur og bætti við: „Hún hefur greinilega meiri breytileika í sér en bara L og S. Hvað það þýðir nákvæmlega er ekki vitað.“ Þá sé heldur ekki vitað nákvæmlega hvort ónæmi gegn einni tegund af þessari veiru, ef hægt er að skilgreina hana þannig, valdi ónæmi gegn annarri að sögn Þórólfs. „Þetta á eftir að skýrast betur en það virðist ekki vera eins og Kína og á þeim stöðum þar sem faraldurinn er genginn yfir, allavega enn sem komið er, það er allavega ekki kominn annar faraldur til dæmis. Þetta bara vitum við ekki nákvæmlega hvernig verður,“ sagði Þórólfur. Mikil gagnrýni á þessa „uppgötvun" Undir þetta tekur Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem ritaði grein á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svaraði spurningunni hvort hægt sé að smitast tvisvar af kórónuveirunni? Jón Magnús segir í samtali við Vísi að vísindamenn við Peking-háskólann í Kína, Xialou Tang og kollegar hans, hefðu rannsakað erfðamengi veirunni úr 103 sýnum og fundið tvær algengar stökkbreytingar og skilgreindu út frá því tvö afbrigði: L og S. „Hins vegar hefur mikil gagnrýni komið fram eftir að greinin birtist og, í stuttu máli, eru ekki næg gögn til staðar sem styðja að um mismunandi afbrigði sé að ræða,“ segir Jón Magnús. Hann bendir á að munurinn á milli veiranna felist í einum tilteknum stað í erfðamenginu með óljósa þýðingu. „Það eru engin gögn sem sýna að munurinn á milli „afbrigðanna“ breyti nokkru varðandi dreifingu, enn síður einkenni og alvarleika veikinda. Það er að sama skapi engin merki um að ónæmi sé mismunandi milli þessara „afbrigða”,“ segir Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Þegar fregnir fóru að berast af kórónuveirunni leið ekki langur tími þar til greint var frá því að hún hefði stökkbreyst. Annars vegar var S-afbrigði veirunnar og L-afbrigði veirunnar. S-afbrigðið átti að vera vægara afbrigðið, það er að segja að þeir sem smituðust af því áttu ekki að veikjast eins mikið og þeir sem smituðust af L-afbrigðinu. Í framhaldinu vöknuðu spurningar um hvort þeir sem hefðu náð sér eftir að hafa smitast af S-afbrigðinu gætu í framhaldinu smitast af L-afbrigðinu og öfugt. Við þessu er ekki fullnægjandi svar. Hins vegar er ekkert hingað til sem bendir til þess að hægt sé að sýkjast aftur af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Óljóst hvort hægt er að skipta veirunni í tvo flokka Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður á upplýsingafundi almannavarna í gær hvort möguleiki væri á því að smitast af báðum afbrigðum veirunnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. „Það er kannski óljóst hvort það er hægt að skipta veirunni upp í þessa tvo flokka,“ svaraði Þórólfur og bætti við: „Hún hefur greinilega meiri breytileika í sér en bara L og S. Hvað það þýðir nákvæmlega er ekki vitað.“ Þá sé heldur ekki vitað nákvæmlega hvort ónæmi gegn einni tegund af þessari veiru, ef hægt er að skilgreina hana þannig, valdi ónæmi gegn annarri að sögn Þórólfs. „Þetta á eftir að skýrast betur en það virðist ekki vera eins og Kína og á þeim stöðum þar sem faraldurinn er genginn yfir, allavega enn sem komið er, það er allavega ekki kominn annar faraldur til dæmis. Þetta bara vitum við ekki nákvæmlega hvernig verður,“ sagði Þórólfur. Mikil gagnrýni á þessa „uppgötvun" Undir þetta tekur Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem ritaði grein á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svaraði spurningunni hvort hægt sé að smitast tvisvar af kórónuveirunni? Jón Magnús segir í samtali við Vísi að vísindamenn við Peking-háskólann í Kína, Xialou Tang og kollegar hans, hefðu rannsakað erfðamengi veirunni úr 103 sýnum og fundið tvær algengar stökkbreytingar og skilgreindu út frá því tvö afbrigði: L og S. „Hins vegar hefur mikil gagnrýni komið fram eftir að greinin birtist og, í stuttu máli, eru ekki næg gögn til staðar sem styðja að um mismunandi afbrigði sé að ræða,“ segir Jón Magnús. Hann bendir á að munurinn á milli veiranna felist í einum tilteknum stað í erfðamenginu með óljósa þýðingu. „Það eru engin gögn sem sýna að munurinn á milli „afbrigðanna“ breyti nokkru varðandi dreifingu, enn síður einkenni og alvarleika veikinda. Það er að sama skapi engin merki um að ónæmi sé mismunandi milli þessara „afbrigða”,“ segir Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira