Guðjón Valur: Menn fara ekki fyrst í 41 árs skúffuna þegar þeir leita sér að leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 08:30 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki með Paris Saint Germain í frönsku deildinni í vetur. Getty/Catherine Steenkeste Guðjón Valur Sigurðsson lék með franska stórliðinu Paris Saint Germain í vetur en eins og í öðrum deildum í Evrópu þá var leikjum frestað vegna útbreiðslu COVID-19. Samningur Guðjóns Vals og franska liðsins rennur út í sumar. Guðjón Valur tók þá ákvörðun fyrir tólf dögum að fara til Íslands og hefur verið í sóttkví síðan. „Þannig að opinberlega máttum við ekki fara en á bak við tjöldin skildu þeir okkur vel. Þannig að það var í rauninni ekkert sagt við okkur nema hugsið þið vel um ykkur, reynið að vera í formi og við látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við gamla herbergisfélaga sinn Einar Örn Jónsson hjá Rúv. Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur árið 1979 og heldur því upp á 41 árs afmælið sitt í ágúst. Hann ætlaði ekki að hætta í handbolta í sumar en veit núna ekkert hvað tekur við hjá honum. „Það er ekki gripið fyrst í 41 árs skúffuna held ég til þess að leita sér að nýjum leikmönnum. Þetta er bara staðreyndin hjá mér. Það eina sem ég hefði verið til í að gera er að ég hefði viljað klára þetta tímabil á einhvern hátt,“ sagði Guðjón Valur í fyrrnefndu viðtali. Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku sumarið 2001 og hefðu náð því að leika í tuttugu ár í atvinnumennsku hefði hann spilað 2020-21 tímabilið. Guðjón Valur hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi og með bestu liðum heims eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. „Það er svona fótunum kippt undan öllum en það er náttúrulega ekki bara okkur heldur bara liggur við heilu samfélögunum. En ef þetta endar svona þá er það bara þannig og maður getur ekkert í rauninni gert í því nema að taka það jákvæða sem maður hafði og vera þakklátur fyrir ferilinn sem maður hafði ef þetta endar svona.“ segir Guðjón Valur í viðtalinu við Einar Örn sem sjá má með því að smella hér. Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lék með franska stórliðinu Paris Saint Germain í vetur en eins og í öðrum deildum í Evrópu þá var leikjum frestað vegna útbreiðslu COVID-19. Samningur Guðjóns Vals og franska liðsins rennur út í sumar. Guðjón Valur tók þá ákvörðun fyrir tólf dögum að fara til Íslands og hefur verið í sóttkví síðan. „Þannig að opinberlega máttum við ekki fara en á bak við tjöldin skildu þeir okkur vel. Þannig að það var í rauninni ekkert sagt við okkur nema hugsið þið vel um ykkur, reynið að vera í formi og við látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við gamla herbergisfélaga sinn Einar Örn Jónsson hjá Rúv. Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur árið 1979 og heldur því upp á 41 árs afmælið sitt í ágúst. Hann ætlaði ekki að hætta í handbolta í sumar en veit núna ekkert hvað tekur við hjá honum. „Það er ekki gripið fyrst í 41 árs skúffuna held ég til þess að leita sér að nýjum leikmönnum. Þetta er bara staðreyndin hjá mér. Það eina sem ég hefði verið til í að gera er að ég hefði viljað klára þetta tímabil á einhvern hátt,“ sagði Guðjón Valur í fyrrnefndu viðtali. Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku sumarið 2001 og hefðu náð því að leika í tuttugu ár í atvinnumennsku hefði hann spilað 2020-21 tímabilið. Guðjón Valur hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi og með bestu liðum heims eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. „Það er svona fótunum kippt undan öllum en það er náttúrulega ekki bara okkur heldur bara liggur við heilu samfélögunum. En ef þetta endar svona þá er það bara þannig og maður getur ekkert í rauninni gert í því nema að taka það jákvæða sem maður hafði og vera þakklátur fyrir ferilinn sem maður hafði ef þetta endar svona.“ segir Guðjón Valur í viðtalinu við Einar Örn sem sjá má með því að smella hér.
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira