Fyrrum NFL-leikmaður er nú læknir í fremstu röð í baráttunni við COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 10:45 Myron Rolle þegar hann var leikmaður Tennessee Titans liðsins í NFL-deildinni. Getty/Grant Halverson Myron Rolle, er lærður taugaskurðlæknir, og er nú á sínu þriðja starfsári á Massachusetts General Hospital í Boston borg. Staðan er hins vegar sú núna að flestir eru komnir með COVID-19 sjúkdóminn á verkefnalistann sinn. „Taugaskurðlækningadeildinni okkar hefur verið breytt í deild fulla af COVID-19 sjúklingum. Það er mikið að gera hjá okkur öllum,“ sagði Myron Rolle í viðtali við ESPN. Leikmenn NFL-deildarinnar eru ekki þekktir fyrir að fórna sæti í deildinni fyrir læknisnám og því hefur saga Myron Rolle vakið talsverða athygli. As a third-year neurosurgery resident, Myron Rolle is teaming up against his toughest opponent yet: coronavirus. https://t.co/0fEa6uy2IP— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 29, 2020 Myron Rolle var stjörnuleikmaður hjá Florida State háskólanum og sló í gegn sem öryggismaður (safety) í vörninni. Rolle dreymdi um að vera valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins i NFL-deildinni en hann átti sér líka annan draum. Rolle sleppti lokatímabilinu hjá Florida State og fór í staðinn á Rhodes skólastyrk við Oxford háskólann þar sem hann eyddi öllu lokaárinu í háskóla. NFL-liðið Tennessee Titans valdi hann samt í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2010 og hann spilaði síðan í þrjú tímabil í NFL-deildinni, fyrst frá 2010 til 2011 með Tennessee Titans og svo með Pittsburgh Steelers árið 2012. Former Titans DB Myron Rolle left the NFL to attend medical school back in 2013.Now, Rolle is a neurosurgery resident who is seeing the impact COVID-19 is having on the healthcare industry. pic.twitter.com/hGj9B8mJva— ESPN (@espn) March 28, 2020 Hann tók síðan þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna árið 2013, þá 27 ára gamall og snéri sér í staðinn að læknisnáminu. „Fótboltinn er samt enn í blóðinu. Ég vakna enn á morgnanna og hugsa mér að skurðstofan sé eins og fótboltaleikur. Þar er sýningartími og maður þarf að standa sig. Ég þarf að gera það sem fólk þarfnast af mér því fólk treystir á okkur núna,“ sagði Myron Rolle. „Þetta er tíminn fyrir okkur að hjálpa veiku fólki. Það hvetur mig áfram til að halda áfram að keyra mig áfram á hverjum degi,“ sagði Myron Rolle. NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Myron Rolle, er lærður taugaskurðlæknir, og er nú á sínu þriðja starfsári á Massachusetts General Hospital í Boston borg. Staðan er hins vegar sú núna að flestir eru komnir með COVID-19 sjúkdóminn á verkefnalistann sinn. „Taugaskurðlækningadeildinni okkar hefur verið breytt í deild fulla af COVID-19 sjúklingum. Það er mikið að gera hjá okkur öllum,“ sagði Myron Rolle í viðtali við ESPN. Leikmenn NFL-deildarinnar eru ekki þekktir fyrir að fórna sæti í deildinni fyrir læknisnám og því hefur saga Myron Rolle vakið talsverða athygli. As a third-year neurosurgery resident, Myron Rolle is teaming up against his toughest opponent yet: coronavirus. https://t.co/0fEa6uy2IP— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 29, 2020 Myron Rolle var stjörnuleikmaður hjá Florida State háskólanum og sló í gegn sem öryggismaður (safety) í vörninni. Rolle dreymdi um að vera valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins i NFL-deildinni en hann átti sér líka annan draum. Rolle sleppti lokatímabilinu hjá Florida State og fór í staðinn á Rhodes skólastyrk við Oxford háskólann þar sem hann eyddi öllu lokaárinu í háskóla. NFL-liðið Tennessee Titans valdi hann samt í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2010 og hann spilaði síðan í þrjú tímabil í NFL-deildinni, fyrst frá 2010 til 2011 með Tennessee Titans og svo með Pittsburgh Steelers árið 2012. Former Titans DB Myron Rolle left the NFL to attend medical school back in 2013.Now, Rolle is a neurosurgery resident who is seeing the impact COVID-19 is having on the healthcare industry. pic.twitter.com/hGj9B8mJva— ESPN (@espn) March 28, 2020 Hann tók síðan þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna árið 2013, þá 27 ára gamall og snéri sér í staðinn að læknisnáminu. „Fótboltinn er samt enn í blóðinu. Ég vakna enn á morgnanna og hugsa mér að skurðstofan sé eins og fótboltaleikur. Þar er sýningartími og maður þarf að standa sig. Ég þarf að gera það sem fólk þarfnast af mér því fólk treystir á okkur núna,“ sagði Myron Rolle. „Þetta er tíminn fyrir okkur að hjálpa veiku fólki. Það hvetur mig áfram til að halda áfram að keyra mig áfram á hverjum degi,“ sagði Myron Rolle.
NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira