Fótbolti

Spilaði fyrsta landsleikinn af 120 á móti Íslandi en berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rustu Recber í marki tyrkneska landsliðsins á Laugardalsvellinum í október 1995. Þetta var hans tólfti landsleikur en hann átti eftir að spila 108 landsleiki og í sautján ár til viðbótar með landsliði Tyrkja.
Rustu Recber í marki tyrkneska landsliðsins á Laugardalsvellinum í október 1995. Þetta var hans tólfti landsleikur en hann átti eftir að spila 108 landsleiki og í sautján ár til viðbótar með landsliði Tyrkja. Getty/Mark Thompson

Rustu Recber, leikjahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi, er í lífshættu á sjúkrahúsi eftir að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum.

„Við erum enn í áfalli yfir því hversu skyndilega og fljótt hann þróaði með sér einkennin,“ sagði eiginkona hans Isil Recber á Instagram.

Isil Recber og tvö börn þeirra eru ekki með COVID-19 en þau voru send í próf eftir að Rustu Recber veiktist.

Rustu Recber er 46 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna árið 2012. Hann spilaði lengstum í Tyrklandi en fór til Barcelona árið 2003 en meiddist rétt fyrir tímabil. Það fór svo að hann náði ekki að slá Victor Valdes út úr liðinu og hrokafull ummæli hjálpuðu honum ekki mikið. Hann fór í framhaldinu aftur til Tyrklands.

Rustu Recber spilaði um 300 leiki fyrir Fenerbahce, fyrst 1993-2003 en svo aftur 2004-06 en lék síðustu fimm árin með Besiktas.

Rustu Recber var markvörður Tyrkja þegfar þeir komust í undanúrslitin á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002.Recber lék alls 120 landsleiki fyrir Tyrki frá 12. október 1994 til 26. maí 2012.

Fyrsti landsleikurinn hans var einmitt á móti Íslandi í Istanbul 12. október 1994. Rustu Recber kom þá inn á sem varamaður fyrir Engin Ipekoglu á 86. mínútu leiksins. Tyrkir unnu leikinn 5-0 en Birkir Kristinsson, markvörður Íslands, fór meiddur af velli strax á þriðju mínútu leiksins.

Rustu Recber lék einnig með tyrkneska landsliðinu á Laugardalsvelli 11. október 1995 og hélt þá marki sínu hreinu í markalausu jafntefli.

Bæði Barcelona og Fenerbahce sendu Rustu Recber batakveðju eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×