Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2020 12:07 Fimm frumvörp koma til annararr og þriðju umræðu á Alþingi í dag og þingsályktun til annarar umræðu og lokaafgreiðslu. Vísir/vilhelm Stefnt er að því að afgreiða sex stjórnarfrumvörp um auknar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið frá Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan skorar á stjórnarmeirihlutann að styðja tillögur hennar um rúmlega tvöföldun á framlögum til fjárfestinga á þessu ári. Alþingi kom saman til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða sex stjórnarfrumvörp að lokinni nefndarvinnu. Þar munar mest um bandorminn svo kallaða þar sem kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum til stuðnings við fyrirtæki og heimili, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á þessu ári og frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna allar til úrbóta og skorar á stjórnarflokkana að styðja þær.vísir/vilhelm Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak var gert ráð fyrir 15 milljörðum en meirihluti nefndarinnar hækkar framlögin í 20 milljarða. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar saman að tillögum sem myndu auka framlögin um 30 milljarða að sögn forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi tillögurnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúin til að leyfa sínu þingliði, þingliði meirihlutans, að styðja þessar breytingartillögur séu þær mönnum að skapi. Mun hæstvirtur forsætisráðherra að minnsta kosti gefa sínum þingflokki leyfi til að styðja við þessar breytingartillögur sem horfa mjög til úrbóta," sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagði þingmenn nú sem áður aðeins bundna af samvisku sinni í atkvæðagreiðslum um mál og þakkaði stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hefði sýnt í nefndum þingsins við afgreiðslu mála. Hlustað hafi verið eftir tillögum hennar þar engu síður en meirihlutans. „Og um það vil ég segj að við erum núna stödd í lok marsmánaðar 2020 og ég hef lagt á það áherslu að það sem við erum að leggja í fjárfestingar núna geti nýst á þessu ári," sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sögðu tillögur stjórnarandstöðunnar einnig miða við þetta. Halldóra sagði aðgerðir stjórnvalda flestar bundnar við steynsteypu og saknaði framlaga til græna hagkerfisins og atvinnusköpunar fyrir konur. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði að gera þyrfti meira heldur en minna núna strax. Forsætisráðherra þakkar stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hafi sýnt við afgreiðslu mála í nefndum. Hlustað sé eftir sjónarmiðum hennar eins og annarra og boðar fleiri aðgerðir.Vísir/Frikki „Þess vegna brýni ég hæstvirtan forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar til þess að taka í þá útréttu hönd sem er hér frá minnihlutanum. Það er ríkur vilji hér í þessum sal að gera það sem gera þar," sagði Þorsteinn. „Við erum mjög meðvituð um að það munað öllum líkindum þurfa að framlengja hlutabótaleiðina. Við þurfum að sjálfsögðu líka að meta hvernig hún hefur reynst. Við erum meðvituð umað þetta er einn áfangi í dag og það mun meira koma til og það skiptir máli hvað hver og einn hefur verið að segja í þessum sal," sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Stefnt er að því að afgreiða sex stjórnarfrumvörp um auknar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið frá Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan skorar á stjórnarmeirihlutann að styðja tillögur hennar um rúmlega tvöföldun á framlögum til fjárfestinga á þessu ári. Alþingi kom saman til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða sex stjórnarfrumvörp að lokinni nefndarvinnu. Þar munar mest um bandorminn svo kallaða þar sem kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum til stuðnings við fyrirtæki og heimili, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á þessu ári og frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna allar til úrbóta og skorar á stjórnarflokkana að styðja þær.vísir/vilhelm Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak var gert ráð fyrir 15 milljörðum en meirihluti nefndarinnar hækkar framlögin í 20 milljarða. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar saman að tillögum sem myndu auka framlögin um 30 milljarða að sögn forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi tillögurnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúin til að leyfa sínu þingliði, þingliði meirihlutans, að styðja þessar breytingartillögur séu þær mönnum að skapi. Mun hæstvirtur forsætisráðherra að minnsta kosti gefa sínum þingflokki leyfi til að styðja við þessar breytingartillögur sem horfa mjög til úrbóta," sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagði þingmenn nú sem áður aðeins bundna af samvisku sinni í atkvæðagreiðslum um mál og þakkaði stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hefði sýnt í nefndum þingsins við afgreiðslu mála. Hlustað hafi verið eftir tillögum hennar þar engu síður en meirihlutans. „Og um það vil ég segj að við erum núna stödd í lok marsmánaðar 2020 og ég hef lagt á það áherslu að það sem við erum að leggja í fjárfestingar núna geti nýst á þessu ári," sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sögðu tillögur stjórnarandstöðunnar einnig miða við þetta. Halldóra sagði aðgerðir stjórnvalda flestar bundnar við steynsteypu og saknaði framlaga til græna hagkerfisins og atvinnusköpunar fyrir konur. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði að gera þyrfti meira heldur en minna núna strax. Forsætisráðherra þakkar stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hafi sýnt við afgreiðslu mála í nefndum. Hlustað sé eftir sjónarmiðum hennar eins og annarra og boðar fleiri aðgerðir.Vísir/Frikki „Þess vegna brýni ég hæstvirtan forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar til þess að taka í þá útréttu hönd sem er hér frá minnihlutanum. Það er ríkur vilji hér í þessum sal að gera það sem gera þar," sagði Þorsteinn. „Við erum mjög meðvituð um að það munað öllum líkindum þurfa að framlengja hlutabótaleiðina. Við þurfum að sjálfsögðu líka að meta hvernig hún hefur reynst. Við erum meðvituð umað þetta er einn áfangi í dag og það mun meira koma til og það skiptir máli hvað hver og einn hefur verið að segja í þessum sal," sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira