Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2020 12:07 Fimm frumvörp koma til annararr og þriðju umræðu á Alþingi í dag og þingsályktun til annarar umræðu og lokaafgreiðslu. Vísir/vilhelm Stefnt er að því að afgreiða sex stjórnarfrumvörp um auknar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið frá Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan skorar á stjórnarmeirihlutann að styðja tillögur hennar um rúmlega tvöföldun á framlögum til fjárfestinga á þessu ári. Alþingi kom saman til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða sex stjórnarfrumvörp að lokinni nefndarvinnu. Þar munar mest um bandorminn svo kallaða þar sem kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum til stuðnings við fyrirtæki og heimili, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á þessu ári og frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna allar til úrbóta og skorar á stjórnarflokkana að styðja þær.vísir/vilhelm Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak var gert ráð fyrir 15 milljörðum en meirihluti nefndarinnar hækkar framlögin í 20 milljarða. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar saman að tillögum sem myndu auka framlögin um 30 milljarða að sögn forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi tillögurnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúin til að leyfa sínu þingliði, þingliði meirihlutans, að styðja þessar breytingartillögur séu þær mönnum að skapi. Mun hæstvirtur forsætisráðherra að minnsta kosti gefa sínum þingflokki leyfi til að styðja við þessar breytingartillögur sem horfa mjög til úrbóta," sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagði þingmenn nú sem áður aðeins bundna af samvisku sinni í atkvæðagreiðslum um mál og þakkaði stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hefði sýnt í nefndum þingsins við afgreiðslu mála. Hlustað hafi verið eftir tillögum hennar þar engu síður en meirihlutans. „Og um það vil ég segj að við erum núna stödd í lok marsmánaðar 2020 og ég hef lagt á það áherslu að það sem við erum að leggja í fjárfestingar núna geti nýst á þessu ári," sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sögðu tillögur stjórnarandstöðunnar einnig miða við þetta. Halldóra sagði aðgerðir stjórnvalda flestar bundnar við steynsteypu og saknaði framlaga til græna hagkerfisins og atvinnusköpunar fyrir konur. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði að gera þyrfti meira heldur en minna núna strax. Forsætisráðherra þakkar stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hafi sýnt við afgreiðslu mála í nefndum. Hlustað sé eftir sjónarmiðum hennar eins og annarra og boðar fleiri aðgerðir.Vísir/Frikki „Þess vegna brýni ég hæstvirtan forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar til þess að taka í þá útréttu hönd sem er hér frá minnihlutanum. Það er ríkur vilji hér í þessum sal að gera það sem gera þar," sagði Þorsteinn. „Við erum mjög meðvituð um að það munað öllum líkindum þurfa að framlengja hlutabótaleiðina. Við þurfum að sjálfsögðu líka að meta hvernig hún hefur reynst. Við erum meðvituð umað þetta er einn áfangi í dag og það mun meira koma til og það skiptir máli hvað hver og einn hefur verið að segja í þessum sal," sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stefnt er að því að afgreiða sex stjórnarfrumvörp um auknar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið frá Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan skorar á stjórnarmeirihlutann að styðja tillögur hennar um rúmlega tvöföldun á framlögum til fjárfestinga á þessu ári. Alþingi kom saman til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða sex stjórnarfrumvörp að lokinni nefndarvinnu. Þar munar mest um bandorminn svo kallaða þar sem kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum til stuðnings við fyrirtæki og heimili, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á þessu ári og frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna allar til úrbóta og skorar á stjórnarflokkana að styðja þær.vísir/vilhelm Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak var gert ráð fyrir 15 milljörðum en meirihluti nefndarinnar hækkar framlögin í 20 milljarða. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar saman að tillögum sem myndu auka framlögin um 30 milljarða að sögn forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi tillögurnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúin til að leyfa sínu þingliði, þingliði meirihlutans, að styðja þessar breytingartillögur séu þær mönnum að skapi. Mun hæstvirtur forsætisráðherra að minnsta kosti gefa sínum þingflokki leyfi til að styðja við þessar breytingartillögur sem horfa mjög til úrbóta," sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagði þingmenn nú sem áður aðeins bundna af samvisku sinni í atkvæðagreiðslum um mál og þakkaði stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hefði sýnt í nefndum þingsins við afgreiðslu mála. Hlustað hafi verið eftir tillögum hennar þar engu síður en meirihlutans. „Og um það vil ég segj að við erum núna stödd í lok marsmánaðar 2020 og ég hef lagt á það áherslu að það sem við erum að leggja í fjárfestingar núna geti nýst á þessu ári," sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sögðu tillögur stjórnarandstöðunnar einnig miða við þetta. Halldóra sagði aðgerðir stjórnvalda flestar bundnar við steynsteypu og saknaði framlaga til græna hagkerfisins og atvinnusköpunar fyrir konur. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði að gera þyrfti meira heldur en minna núna strax. Forsætisráðherra þakkar stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hafi sýnt við afgreiðslu mála í nefndum. Hlustað sé eftir sjónarmiðum hennar eins og annarra og boðar fleiri aðgerðir.Vísir/Frikki „Þess vegna brýni ég hæstvirtan forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar til þess að taka í þá útréttu hönd sem er hér frá minnihlutanum. Það er ríkur vilji hér í þessum sal að gera það sem gera þar," sagði Þorsteinn. „Við erum mjög meðvituð um að það munað öllum líkindum þurfa að framlengja hlutabótaleiðina. Við þurfum að sjálfsögðu líka að meta hvernig hún hefur reynst. Við erum meðvituð umað þetta er einn áfangi í dag og það mun meira koma til og það skiptir máli hvað hver og einn hefur verið að segja í þessum sal," sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira