Hver eru áhrif Covid-19 á konur? Stella Samúelsdóttir skrifar 30. mars 2020 14:00 Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. Neyð hefur nefnilega ólík áhrif á ólíka hópa, kvenna og karla. Það er staðreynd að í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum um allan heim. Á meðan Covid-19 faraldurinn gekk sem harðast um Kína og útgöngubann ríkti, þrefölduðust tilkynningar vegna heimilisofbeldis á fjölda lögreglustöðva þar í landi og tölur frá Frakklandi sýna nú þegar 30% aukningu á tilkynningum. Á heimsvísu sinna konur 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að verja þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn,. Á íslandi eru 85% heilbrigðisstarfsfólks konur, sem nú eru í framvarðasveit við að bjarga mannslífum. Reynslan af fyrri farsóttum (Ebóla og Zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru mun útsettari fyrir sýkingum. Faraldurinn hefur mun meiri áhrif á tekjur kvenna en karla. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða verst úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. UN Women stendur vörð um réttindi kvenna og stúlkna ekki síst á tímum kreppu, í neyð og þegar heimsfaraldrar geysa, líkt og nú. Í yfirlýsingu sinni, minnir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women stjórnvöld ríkja heims á að setja upp kynjagleraugun, þrátt fyrir tímapressu og hröð handtök. „Takið mið af þörfum kvenna og stúlkna í viðbragðsáætlunum. Tryggið að fjármagn ríkisstjórna til aðgerða vegna Covid-19 feli í sér aukið fjármagn til kvennaathvarfa og kvennasamtaka svo þau séu í stakk búin til að taka á móti fleiri konum sem flýja heimilisofbeldi. Komið í veg fyrir tekjuskerðingu og tryggið réttindi kvenna á vinnumarkaði og vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta og á ótryggum starfssamningum og því verst út settar fyrir uppsögnum.“ Stjórnvöld ríkja heims eru í þessum skrifuðu orðum að bregðast við útbreiðslu og áhrifum Covid-19 faraldursins. Við vitum að stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki byggja á kynjaðri nálgun skila einfaldlega minni árangri í þágu okkar allra. Um leið og við hjá UN Women á Íslandi fögnum þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram, þá viljum við hvetja þau sérstaklega til að safna kynjuðum gögnum á meðan faraldrinum stendur, að viðbragðsáætlanir hafi sjónarmið allra kvenna að leiðarljósi, að fjármagni sé veitt til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og til að bregðast við því, að kyn – og frjósemisþjónusta til kvenna skerðist ekki og að sérstakt tillit sé tekið til þarfa jaðarsettra kvenna í íslensku samfélagi, þá sérstaklega fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst að það fjárfestingarátak sem hið opinbera ræðst í til að byggja upp samfélagið, fari ekki einvörðungu í karllægari atvinnugreinar heldur styrki líka atvinnugreinar sem eru bornar uppi af konum. Þau sem vilja leggja verkefnum UN Women lið tengdum Covid-19 er bent á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. Neyð hefur nefnilega ólík áhrif á ólíka hópa, kvenna og karla. Það er staðreynd að í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum um allan heim. Á meðan Covid-19 faraldurinn gekk sem harðast um Kína og útgöngubann ríkti, þrefölduðust tilkynningar vegna heimilisofbeldis á fjölda lögreglustöðva þar í landi og tölur frá Frakklandi sýna nú þegar 30% aukningu á tilkynningum. Á heimsvísu sinna konur 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að verja þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn,. Á íslandi eru 85% heilbrigðisstarfsfólks konur, sem nú eru í framvarðasveit við að bjarga mannslífum. Reynslan af fyrri farsóttum (Ebóla og Zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru mun útsettari fyrir sýkingum. Faraldurinn hefur mun meiri áhrif á tekjur kvenna en karla. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða verst úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. UN Women stendur vörð um réttindi kvenna og stúlkna ekki síst á tímum kreppu, í neyð og þegar heimsfaraldrar geysa, líkt og nú. Í yfirlýsingu sinni, minnir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women stjórnvöld ríkja heims á að setja upp kynjagleraugun, þrátt fyrir tímapressu og hröð handtök. „Takið mið af þörfum kvenna og stúlkna í viðbragðsáætlunum. Tryggið að fjármagn ríkisstjórna til aðgerða vegna Covid-19 feli í sér aukið fjármagn til kvennaathvarfa og kvennasamtaka svo þau séu í stakk búin til að taka á móti fleiri konum sem flýja heimilisofbeldi. Komið í veg fyrir tekjuskerðingu og tryggið réttindi kvenna á vinnumarkaði og vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta og á ótryggum starfssamningum og því verst út settar fyrir uppsögnum.“ Stjórnvöld ríkja heims eru í þessum skrifuðu orðum að bregðast við útbreiðslu og áhrifum Covid-19 faraldursins. Við vitum að stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki byggja á kynjaðri nálgun skila einfaldlega minni árangri í þágu okkar allra. Um leið og við hjá UN Women á Íslandi fögnum þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram, þá viljum við hvetja þau sérstaklega til að safna kynjuðum gögnum á meðan faraldrinum stendur, að viðbragðsáætlanir hafi sjónarmið allra kvenna að leiðarljósi, að fjármagni sé veitt til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og til að bregðast við því, að kyn – og frjósemisþjónusta til kvenna skerðist ekki og að sérstakt tillit sé tekið til þarfa jaðarsettra kvenna í íslensku samfélagi, þá sérstaklega fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst að það fjárfestingarátak sem hið opinbera ræðst í til að byggja upp samfélagið, fari ekki einvörðungu í karllægari atvinnugreinar heldur styrki líka atvinnugreinar sem eru bornar uppi af konum. Þau sem vilja leggja verkefnum UN Women lið tengdum Covid-19 er bent á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun