Víðtæk jafnréttissjónarmið Sævar Þór Jónsson skrifar 30. mars 2020 16:30 Eitt af stærstu framfarasporum sem við höfum tekið á undanförnum áratugum er að reyna að tryggja jöfn hlutföll kynjanna við opinberar ráðningar og á fleiri sviðum. Við höfum séð það undanfarin ár að litið er í ríkari mæli til kynjahlutfalla þegar kemur að ráðningum og skipunum í mikilvæg störf og stöður í þjóðfélaginu. Þegar hæfi og færni viðkomandi sleppir, sem er alltaf grundvallar útgangspunkturinn við ráðningar, þá koma önnur veigamikil viðmið, eins og kynjahlutföll og jafnrétti, til skoðunar. Í öðrum lýðræðisríkjum sem vilja kenna sig við mannréttindi hafa þessi sjónarmið verið tekin í víðara samhengi, sérstaklega þegar kemur að skipunum í opinberar stöður. Í einhverjum mæli hefur það aukist að litið sé til jafnréttis í víðtækum skilningi. Í þessu samhengi er mikilvægt að skilja hvaða tilgangi reglur um kynjakvóta þjóna og mikilvægi þess að fjölbreytt sjónarmið komist að. Einsleitni innan starfsstétta hefur verið talinn líklegri til að ala af sér ógagnsæi, óheilbrigða starfshætti og jafnvel spillingu. Ef við lítum til jafnréttis í víðtækjum skilningi þá er ekki bara hlutfall kynja sem getur haft áhrif heldur einnig aðrir þættir eins og t.d. kynhneigð. Hér horfi ég eingöngu til kynja og kynhneigðar sem ég tel geta skipta máli þegar kemur að öðrum veigamiklum viðmiðum við opinberar ráðningar og skipanir, öðrum en hæfi og færni þeirra sem í hlut eiga. Í þessu samhengi er kynjakvótinn útilokandi og getur í raun gefið ranga mynd af umsækjendum. Ímynda má sér dæmi þar sem tveir umsækjendur koma til greina að sitthvoru kyni og bæði eru metin jafnhæf. Þá ber að ráða umsækjandann af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsstétt. En hvað ef hinn umsækjandinn er t.d. samkynhneigður, tilheyrir sá umsækjandi þá ekki minnihlutahóp umfram hefðbundin kynjasjónarmið sem skv. jafnréttissjónarmiðum nútímans ætti að taka tillit til. Ég tel rétt að árétta að undir þetta falla ekki skoðanir, eins og trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir, heldur er hér verið að ræða málefni tengd viðtæku janfrétti. Með því þrönga sjónarhorni sem við búum við í þessum efnum í dag er verið að útiloka ákveðna breidd í ráðningaferlinu og ekki litið til sjónarmiða sem eiga rétt á sér og falla undir jafnrétti í víðtækum skilningi. Í lýðræðis samfélögum skiptir máli að minnihlutinn hafi rödd og að við séum með sem mestu breidd í ábyrgðarstöðum fyrir hið opinbera enda getur það skipt máli við úrlausn og framvindu ýmissa mála sem þarf að leysa úr. Þetta skilja allir sem vilja enda ljóst að einsleitni er samfélaginu ekki til góðs. Líkt og það skiptir okkur máli að hafa jöfn hlutföll kynja á flestum sviðum þá þarf líka að horfa til annarra þátta eins til að tryggja að sú breidd nái út á öll svið samfélags okkar og að fjölbreytni ríki við stjórnun samfélags okkar. Hugmyndafræði þessi er ekki ný og hafa stofnanir t.d. í Bandaríkjunum tekið mun víðari nálgun í viðmiðum við ákvörðun um stöðuveitingar, þ.m.t. kynhneigð og kynþáttar svo dæmi sé tekið. Stjórnmálaflokkar mættu einnig taka þetta til sin og sýna gott fordæmi, of mikil einsleitni innan stjórnmálaflokka getur líka haft neikvæð áhrif og jafnvel staðið því í vegi að málefni fái réttmæta umræðu. Það er staðreynd að hefðbundin kynjaviðmið eru ekki nóg til að tryggja réttindi allra að jöfnum möguleikum þegar kemur að stöðuveitingum. Hér er undirritaður eingöngu að vekja athygli á umræðu um að útvíkka nálgun við mat á ráðningum í opinbera stöður enda þarf hið opinbera að sýna gott fordæmi þegar kemur að gefa flestum tækifæri og tryggja jafnrétti í víðum skilningi. Höfundur er lögmaður/MBA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu framfarasporum sem við höfum tekið á undanförnum áratugum er að reyna að tryggja jöfn hlutföll kynjanna við opinberar ráðningar og á fleiri sviðum. Við höfum séð það undanfarin ár að litið er í ríkari mæli til kynjahlutfalla þegar kemur að ráðningum og skipunum í mikilvæg störf og stöður í þjóðfélaginu. Þegar hæfi og færni viðkomandi sleppir, sem er alltaf grundvallar útgangspunkturinn við ráðningar, þá koma önnur veigamikil viðmið, eins og kynjahlutföll og jafnrétti, til skoðunar. Í öðrum lýðræðisríkjum sem vilja kenna sig við mannréttindi hafa þessi sjónarmið verið tekin í víðara samhengi, sérstaklega þegar kemur að skipunum í opinberar stöður. Í einhverjum mæli hefur það aukist að litið sé til jafnréttis í víðtækum skilningi. Í þessu samhengi er mikilvægt að skilja hvaða tilgangi reglur um kynjakvóta þjóna og mikilvægi þess að fjölbreytt sjónarmið komist að. Einsleitni innan starfsstétta hefur verið talinn líklegri til að ala af sér ógagnsæi, óheilbrigða starfshætti og jafnvel spillingu. Ef við lítum til jafnréttis í víðtækjum skilningi þá er ekki bara hlutfall kynja sem getur haft áhrif heldur einnig aðrir þættir eins og t.d. kynhneigð. Hér horfi ég eingöngu til kynja og kynhneigðar sem ég tel geta skipta máli þegar kemur að öðrum veigamiklum viðmiðum við opinberar ráðningar og skipanir, öðrum en hæfi og færni þeirra sem í hlut eiga. Í þessu samhengi er kynjakvótinn útilokandi og getur í raun gefið ranga mynd af umsækjendum. Ímynda má sér dæmi þar sem tveir umsækjendur koma til greina að sitthvoru kyni og bæði eru metin jafnhæf. Þá ber að ráða umsækjandann af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsstétt. En hvað ef hinn umsækjandinn er t.d. samkynhneigður, tilheyrir sá umsækjandi þá ekki minnihlutahóp umfram hefðbundin kynjasjónarmið sem skv. jafnréttissjónarmiðum nútímans ætti að taka tillit til. Ég tel rétt að árétta að undir þetta falla ekki skoðanir, eins og trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir, heldur er hér verið að ræða málefni tengd viðtæku janfrétti. Með því þrönga sjónarhorni sem við búum við í þessum efnum í dag er verið að útiloka ákveðna breidd í ráðningaferlinu og ekki litið til sjónarmiða sem eiga rétt á sér og falla undir jafnrétti í víðtækum skilningi. Í lýðræðis samfélögum skiptir máli að minnihlutinn hafi rödd og að við séum með sem mestu breidd í ábyrgðarstöðum fyrir hið opinbera enda getur það skipt máli við úrlausn og framvindu ýmissa mála sem þarf að leysa úr. Þetta skilja allir sem vilja enda ljóst að einsleitni er samfélaginu ekki til góðs. Líkt og það skiptir okkur máli að hafa jöfn hlutföll kynja á flestum sviðum þá þarf líka að horfa til annarra þátta eins til að tryggja að sú breidd nái út á öll svið samfélags okkar og að fjölbreytni ríki við stjórnun samfélags okkar. Hugmyndafræði þessi er ekki ný og hafa stofnanir t.d. í Bandaríkjunum tekið mun víðari nálgun í viðmiðum við ákvörðun um stöðuveitingar, þ.m.t. kynhneigð og kynþáttar svo dæmi sé tekið. Stjórnmálaflokkar mættu einnig taka þetta til sin og sýna gott fordæmi, of mikil einsleitni innan stjórnmálaflokka getur líka haft neikvæð áhrif og jafnvel staðið því í vegi að málefni fái réttmæta umræðu. Það er staðreynd að hefðbundin kynjaviðmið eru ekki nóg til að tryggja réttindi allra að jöfnum möguleikum þegar kemur að stöðuveitingum. Hér er undirritaður eingöngu að vekja athygli á umræðu um að útvíkka nálgun við mat á ráðningum í opinbera stöður enda þarf hið opinbera að sýna gott fordæmi þegar kemur að gefa flestum tækifæri og tryggja jafnrétti í víðum skilningi. Höfundur er lögmaður/MBA
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun