Mannlaus miðbær ber merki samkomubannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 21:05 Miðbærinn er svo gott sem mannlaus um þessar mundir. Vísir/Vihelm Frá því að samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 var sett á hér á landi hefur samfélagið allt tekið miklum breytingum, á stuttum tíma. Samkomubannið var sett á um miðjan mars og miðaðist þá við samkomur fleiri en 100. Það hefur nú verið hert og samkomur fleiri en 20 eru nú óleyfilegar. Þá verður fólk að gæta að tveggja metra reglunni svokölluðu. Verslanir kappkosta nú við að virða fjöldatakmarkanir, tryggja að fólk haldi sig í minnst tveggja metra fjarlægð við næsta mann og bjóða upp á spritt, einnota hanska og annað sem dregið getur úr líkum á smiti. Veitingastaðir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á heimsendingarþjónustu sem ekki var í boði áður. Nú eru ísbúðir jafnvel farnar að senda bragðarefi heim að dyrum. Sannarlega fordæmalausir tímar. Fáir ferðamenn sjást á ferli hér á landi um þessar mundir, enda hefur faraldur kórónuveirunnar raskað millilandasamgöngum verulega, auk þess sem mörg ríki heims hafa gefið út ferðaviðvaranir eða hreinlega bannað ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Þá hefur fjöldi fólks dregið verulega úr ferðum sínum, lengri sem styttri. Margir vinna nú heiman frá sér og fara ekki út nema til þess að versla inn nauðsynjar og sinna öðrum mikilvægum erindum. Þetta sést vel á myndum sem ljósmyndarar Vísis hafa tekið í miðbæ Reykjavíkur síðustu daga. Miðbænum, sem venjulega iðar af lífi og er yfirfullur af ferðamönnum og öðru fólki, yrði nú best lýst sem draugabæ. Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan. Venjulega má sjá þó nokkurn fjölda ferðamanna við Hallgrímskirkju. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir nú.Vísir/Sigurjón Það eru fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Ef vel er að gáð má sjá nákvæmlega einn (1) mann á gangi niður Skólavörðustíg.Vísir/Sigurjón Lítil umferð hefur verið um götur bæjarins upp á síðkastið.Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Frá því að samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 var sett á hér á landi hefur samfélagið allt tekið miklum breytingum, á stuttum tíma. Samkomubannið var sett á um miðjan mars og miðaðist þá við samkomur fleiri en 100. Það hefur nú verið hert og samkomur fleiri en 20 eru nú óleyfilegar. Þá verður fólk að gæta að tveggja metra reglunni svokölluðu. Verslanir kappkosta nú við að virða fjöldatakmarkanir, tryggja að fólk haldi sig í minnst tveggja metra fjarlægð við næsta mann og bjóða upp á spritt, einnota hanska og annað sem dregið getur úr líkum á smiti. Veitingastaðir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á heimsendingarþjónustu sem ekki var í boði áður. Nú eru ísbúðir jafnvel farnar að senda bragðarefi heim að dyrum. Sannarlega fordæmalausir tímar. Fáir ferðamenn sjást á ferli hér á landi um þessar mundir, enda hefur faraldur kórónuveirunnar raskað millilandasamgöngum verulega, auk þess sem mörg ríki heims hafa gefið út ferðaviðvaranir eða hreinlega bannað ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Þá hefur fjöldi fólks dregið verulega úr ferðum sínum, lengri sem styttri. Margir vinna nú heiman frá sér og fara ekki út nema til þess að versla inn nauðsynjar og sinna öðrum mikilvægum erindum. Þetta sést vel á myndum sem ljósmyndarar Vísis hafa tekið í miðbæ Reykjavíkur síðustu daga. Miðbænum, sem venjulega iðar af lífi og er yfirfullur af ferðamönnum og öðru fólki, yrði nú best lýst sem draugabæ. Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan. Venjulega má sjá þó nokkurn fjölda ferðamanna við Hallgrímskirkju. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir nú.Vísir/Sigurjón Það eru fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Ef vel er að gáð má sjá nákvæmlega einn (1) mann á gangi niður Skólavörðustíg.Vísir/Sigurjón Lítil umferð hefur verið um götur bæjarins upp á síðkastið.Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira