Mönnun gæti orðið hindrandi þáttur þegar tekist verður á við álag á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 21:31 Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Spár gera ráð fyrir átján inniliggjandi sjúklingum þegar mest verður. Forstjóri Landspítalans segir að aðstaða verði ekki hindrandi þáttur á deildinni, heldur mönnun. Í heildina eru einmitt átján rúm á gjörgæsludeild spítalans, en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að svigrúm til að opna fleiri rúm sé fyrir hendi. „Við erum í grunninn með sex rúm á gjörgæslunni í Fossvogi. Við höfum nú bætt við það og erum með átján rúm, og erum að nota tíu af þeim nú þegar. Síðan þegar því lýkur þá höfum við svigrúm til að opna fleiri rúm, bæði í Fossvogi og á Hringbraut.“ Hann segir að búnaður og aðstaða verði ekki takmarkandi þáttur í því að takast á við gjörgæsluinnlagnir vegna COVID-19. Mönnun deildarinnar geti hins vegar orðið það. „Við höfum í raun unnið með sviðsmyndir sem eru mun svartari en það svartasta sem hefur verið að koma fram núna. Við sjáum í gegn um þetta en auðvitað verður það heilmikil áskorun. Við reiðum okkur mjög á framlag heilbrigðisstarfsfólks sem kemur annars staðar frá,“ segir Páll og minnir á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, sem fólk með heilbrigðismenntun getur skráð sig í og verið þannig til taks ef kalla þarf út aukinn mannskap til að bregðast við manneklu í kerfinu. „Ég veit að sumir eru kannski hikandi eftir að hafa verið lengi frá því að vinna á spítala eða í heilbrigðiskerfinu, fólk sem er með heilbrigðismenntun. Við erum með svona skyndinámskeið til þess að undirbúa fólk svo það geti stokkið inn í hringiðuna sem fyrst.“ Fylgjast vel með sjúklingum á Landakoti Sex smit hafa komið upp í sjúklingum á öldrunarlækningadeild spítalans á Landakoti. Um er að ræða eldra fólk sem er þar af leiðandi í sérstökum áhættuhópi með tilliti til COVID-19. „Þetta fólk er allt enn inniliggjandi á Landakoti, er þar í einangrun á deild sem er lokuð. Þeirra heilsa er bara þokkaleg, en auðvitað þarf að fylgjast náið með þessum einstaklingum og tryggja að þeirra heilsa verði sem best.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Spár gera ráð fyrir átján inniliggjandi sjúklingum þegar mest verður. Forstjóri Landspítalans segir að aðstaða verði ekki hindrandi þáttur á deildinni, heldur mönnun. Í heildina eru einmitt átján rúm á gjörgæsludeild spítalans, en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að svigrúm til að opna fleiri rúm sé fyrir hendi. „Við erum í grunninn með sex rúm á gjörgæslunni í Fossvogi. Við höfum nú bætt við það og erum með átján rúm, og erum að nota tíu af þeim nú þegar. Síðan þegar því lýkur þá höfum við svigrúm til að opna fleiri rúm, bæði í Fossvogi og á Hringbraut.“ Hann segir að búnaður og aðstaða verði ekki takmarkandi þáttur í því að takast á við gjörgæsluinnlagnir vegna COVID-19. Mönnun deildarinnar geti hins vegar orðið það. „Við höfum í raun unnið með sviðsmyndir sem eru mun svartari en það svartasta sem hefur verið að koma fram núna. Við sjáum í gegn um þetta en auðvitað verður það heilmikil áskorun. Við reiðum okkur mjög á framlag heilbrigðisstarfsfólks sem kemur annars staðar frá,“ segir Páll og minnir á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, sem fólk með heilbrigðismenntun getur skráð sig í og verið þannig til taks ef kalla þarf út aukinn mannskap til að bregðast við manneklu í kerfinu. „Ég veit að sumir eru kannski hikandi eftir að hafa verið lengi frá því að vinna á spítala eða í heilbrigðiskerfinu, fólk sem er með heilbrigðismenntun. Við erum með svona skyndinámskeið til þess að undirbúa fólk svo það geti stokkið inn í hringiðuna sem fyrst.“ Fylgjast vel með sjúklingum á Landakoti Sex smit hafa komið upp í sjúklingum á öldrunarlækningadeild spítalans á Landakoti. Um er að ræða eldra fólk sem er þar af leiðandi í sérstökum áhættuhópi með tilliti til COVID-19. „Þetta fólk er allt enn inniliggjandi á Landakoti, er þar í einangrun á deild sem er lokuð. Þeirra heilsa er bara þokkaleg, en auðvitað þarf að fylgjast náið með þessum einstaklingum og tryggja að þeirra heilsa verði sem best.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira