Meiri átroðningur í Strætó eftir að ferðum var fækkað vegna faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 11:46 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Ekki kemur til greina að bjóða notendum Strætó á höfuðborgarsvæðinu að frysta kort sín samhliða þjónustuskerðingu. Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru en farþegum hefur fækkað mikið að undanförnu. Frá og með deginum í dag munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og venjulega. Sjá einnig: Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það ekki vera til skoðunar að koma til móts við farþega vegna þessa, til að mynda með því að stöðva áskriftir. Hann segir vera gert ráð fyrir því að um sé að ræða mjög tímabundið ástand. „Við svo sem tökum daglega stöðuna en við erum allavega ekki eins og staðan er í dag með þetta upp á teikniborðinu.“ Meiri átroðningur eftir fækkun ferða Jóhannes kannast við ábendingar þess efnis að mun fleiri séu í vögnunum eftir að ferðum var fækkað sem geri fólki erfiðara fyrir að virða fjarlægðarmörk. „Já, við höfðum allavega heyrt af nokkrum tilvikum í morgun og við settum reyndar aukavagna á nokkrar brottfarir en við munum líklega hafa vagn í standby á nokkrum stöðum til að reyna að koma enn meira í veg fyrir þetta.“ Hann hafnar því að þessi breyting hafi að einhverju leyti unnið gegn markmiðum þeirra um sóttvarnir eða tilmælum frá yfirvöldum. „Það held ég ekki, almennt er verið að höfða til skynsemi fólks í þessum tilmælum og það hafa verið skilaboðin svo að þau eru ekkert breytt.“ Geta ekki talið í vagnanna „Við höfum náttúrulega bara almennt í þessu ástandi verið að höfða til fólks alveg á sama hátt og almannavarnir, að það passi bara upp á þetta sjálft.“ Hann segir bílstjóra ekki hafa tök á því að telja inn í vagnanna þegar svona er. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að bílstjórar Strætó myndu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti. „Við auðvitað reynum að bregðast við og á morgun munum við setja kannski fleiri aukavagna ef að slíkt kemur upp en almennt erum við bara að höfða til samvisku fólks um að það passi upp á fjarlægðarmörk og samgöngutakmörk.“ Strætó Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Ekki kemur til greina að bjóða notendum Strætó á höfuðborgarsvæðinu að frysta kort sín samhliða þjónustuskerðingu. Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru en farþegum hefur fækkað mikið að undanförnu. Frá og með deginum í dag munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og venjulega. Sjá einnig: Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það ekki vera til skoðunar að koma til móts við farþega vegna þessa, til að mynda með því að stöðva áskriftir. Hann segir vera gert ráð fyrir því að um sé að ræða mjög tímabundið ástand. „Við svo sem tökum daglega stöðuna en við erum allavega ekki eins og staðan er í dag með þetta upp á teikniborðinu.“ Meiri átroðningur eftir fækkun ferða Jóhannes kannast við ábendingar þess efnis að mun fleiri séu í vögnunum eftir að ferðum var fækkað sem geri fólki erfiðara fyrir að virða fjarlægðarmörk. „Já, við höfðum allavega heyrt af nokkrum tilvikum í morgun og við settum reyndar aukavagna á nokkrar brottfarir en við munum líklega hafa vagn í standby á nokkrum stöðum til að reyna að koma enn meira í veg fyrir þetta.“ Hann hafnar því að þessi breyting hafi að einhverju leyti unnið gegn markmiðum þeirra um sóttvarnir eða tilmælum frá yfirvöldum. „Það held ég ekki, almennt er verið að höfða til skynsemi fólks í þessum tilmælum og það hafa verið skilaboðin svo að þau eru ekkert breytt.“ Geta ekki talið í vagnanna „Við höfum náttúrulega bara almennt í þessu ástandi verið að höfða til fólks alveg á sama hátt og almannavarnir, að það passi bara upp á þetta sjálft.“ Hann segir bílstjóra ekki hafa tök á því að telja inn í vagnanna þegar svona er. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að bílstjórar Strætó myndu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti. „Við auðvitað reynum að bregðast við og á morgun munum við setja kannski fleiri aukavagna ef að slíkt kemur upp en almennt erum við bara að höfða til samvisku fólks um að það passi upp á fjarlægðarmörk og samgöngutakmörk.“
Strætó Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27
Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50