Segir ferðaþjónustufyrirtæki ekki geta staðið undir uppsagnarfresti Sylvía Hall skrifar 20. apríl 2020 10:33 Sextán starfsmenn starfa nú hjá Mountaineers of Iceland samanborið við fjörutíu þegar mest var. Eigandi fyrirtækisins segir engin verkefni vera eftir fyrir starfsmenn. Vísir/Birgir Herbert Hauksson, eigandi Mountaineers of Iceland, er á sama máli og aðrir í ferðaþjónustu og segir stöðuna afar erfiða. Hlutabótaleið stjórnvalda hafi nýst þeim sem fyrsta útspil en meira þurfi að koma til. Herbert var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er hætt við því að ef við stýrum okkur ekki niður með hjálp stjórnvalda heldur förum stjórnlaust niður, þá verði bara ferðaþjónustan gjaldþrota eins og hún leggur sig,“ segir Herbert um stöðuna. Það sé ljóst að ferðaþjónustan muni eiga erfitt uppdráttar næstu mánuði en það sé mikilvægt að hafa einhverja stjórn á þróuninni. Hann segir stjórnvöld geta styrkt ferðaþjónustuna með því að leggja niður þriggja mánaða regluna varðandi uppsagnarfrest, því fyrirtækin geti ekki staðið undir því að greiða launakostnað þegar tekjur eru engar. Það myndi hjálpa að launþegar gætu farið beint á atvinnuleysisbætur, leitað að öðrum störfum í millitíðinni og fengið svo starf á ný þegar ferðaþjónustan væri búin að ná vopnum sínum aftur. „Þetta mun taka okkur einhvern tíma en ef við stýrum þessu sjálf, þá reikna ég með því – ef landlæknir og Icelandair munu ná að opna landið í haust, þá munu fyrstu fyrirtækin komast af stað í október og önnur kæmu svo á eftir næstu tvö til þrjú árin.“ Hann myndi helst vilja að engin ferðaþjónustufyrirtæki færu í gjaldþrot og segir mögulegt að komast hjá því. Ef fyrirtækin færu í þrot væri erfitt að snúa aftur þar sem eignir yrðu að engu. Sextán starfsmenn eftir Herbert segir það rétt að um tíma hafi verið töluverður hagnaður af ferðaþjónustufyrirtækjum, en þau hafi þurft að svara aukinni eftirspurn. Þá voru þau einnig að slást við sterkt gengi krónunnar sem hafði áhrif á samkeppnishæfni og þurftu því að beita sér sérstaklega í markaðsmálum. „Við gátum náttúrulega ekki hækkað verðin til þess að svara auknum kostnaði, því það hefði þýtt það að við gætum ekki náð erlendum ferðamönnum hingað. Landið væri allt of dýrt.“ Hann segir Mountaineers vera fjölskyldufyrirtæki sem hafi tekið á móti um 55 þúsund manns á ári, eða um 150 til 200 manns á dag. Ferðaþjónustan hafi verið sterk um tíma og skilað miklu í þjóðarbúið. „Það er hægt að segja það að hver maður eyði í kringum 500 þúsund hér á landi í hótel, mat og slíkt. Þetta eru í kringum 27 milljarðar sem við náum að draga hingað til landsins. Þetta eru gífurlegir peningar en núna er bara núll.“ Fjörutíu manns störfuðu hjá fyrirtækinu þegar mest var en nú hefur starfsmönnum fækkað töluvert. Herbert segir sextán eða sautján starfsmenn vera eftir, og minnihluti þeirra hafi verkefni eins og er enda ekkert um ferðamenn. „[Það er] engin innkoma en það hafa svona þrír til fjórir verkefni. Hinir hafa ekki verkefni.“ Hefði viljað sjá stjórnvöld hafa meira samband Herbert gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur í stöðuuppfærslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Aðspurður hvað hann hefði viljað sjá forsætisráðherra gera betur segir hann hana mega vera sýnilegri, sem og stjórnvöld yfir höfuð. „Ég hefði viljað sjá hana meira. Ég hefði viljað sjá hana meira í fjölmiðlum og svona hvað væri í gangi, hvað stjórnmálamenn sæju fyrir sér í þessu. Þeir mættu líka hafa meira samband við atvinnulífið, við ferðaþjónustufyrirtækin – taka bara upp símann og hringja í framkvæmdastjórana og spyrja hvernig þetta sé í raun og veru.“ Hann er þó ánægð með Bjarna Benediktsson og hans tíð sem fjármálaráðherra. Bjarni hafi farið sparlega í fjárfestingar og ekki eytt peningum í „óþarfa“. Gengið sé þó mikið áhyggjuefni og hafi verið það lengi, en nú sé útlitið mun svartara en áður. Þeir hafi því komið skilaboðum sínum á framfæri í gegnum SAF. „Við erum meðlimir í Samtökum ferðaþjónustunnar og við höfum komið viðhorfum okkar fram þar og þeir hafa svo komið þeim áleiðis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 Allar bókanir hafa þurrkast út og sumarið lítur illa út Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. 19. apríl 2020 18:34 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Herbert Hauksson, eigandi Mountaineers of Iceland, er á sama máli og aðrir í ferðaþjónustu og segir stöðuna afar erfiða. Hlutabótaleið stjórnvalda hafi nýst þeim sem fyrsta útspil en meira þurfi að koma til. Herbert var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er hætt við því að ef við stýrum okkur ekki niður með hjálp stjórnvalda heldur förum stjórnlaust niður, þá verði bara ferðaþjónustan gjaldþrota eins og hún leggur sig,“ segir Herbert um stöðuna. Það sé ljóst að ferðaþjónustan muni eiga erfitt uppdráttar næstu mánuði en það sé mikilvægt að hafa einhverja stjórn á þróuninni. Hann segir stjórnvöld geta styrkt ferðaþjónustuna með því að leggja niður þriggja mánaða regluna varðandi uppsagnarfrest, því fyrirtækin geti ekki staðið undir því að greiða launakostnað þegar tekjur eru engar. Það myndi hjálpa að launþegar gætu farið beint á atvinnuleysisbætur, leitað að öðrum störfum í millitíðinni og fengið svo starf á ný þegar ferðaþjónustan væri búin að ná vopnum sínum aftur. „Þetta mun taka okkur einhvern tíma en ef við stýrum þessu sjálf, þá reikna ég með því – ef landlæknir og Icelandair munu ná að opna landið í haust, þá munu fyrstu fyrirtækin komast af stað í október og önnur kæmu svo á eftir næstu tvö til þrjú árin.“ Hann myndi helst vilja að engin ferðaþjónustufyrirtæki færu í gjaldþrot og segir mögulegt að komast hjá því. Ef fyrirtækin færu í þrot væri erfitt að snúa aftur þar sem eignir yrðu að engu. Sextán starfsmenn eftir Herbert segir það rétt að um tíma hafi verið töluverður hagnaður af ferðaþjónustufyrirtækjum, en þau hafi þurft að svara aukinni eftirspurn. Þá voru þau einnig að slást við sterkt gengi krónunnar sem hafði áhrif á samkeppnishæfni og þurftu því að beita sér sérstaklega í markaðsmálum. „Við gátum náttúrulega ekki hækkað verðin til þess að svara auknum kostnaði, því það hefði þýtt það að við gætum ekki náð erlendum ferðamönnum hingað. Landið væri allt of dýrt.“ Hann segir Mountaineers vera fjölskyldufyrirtæki sem hafi tekið á móti um 55 þúsund manns á ári, eða um 150 til 200 manns á dag. Ferðaþjónustan hafi verið sterk um tíma og skilað miklu í þjóðarbúið. „Það er hægt að segja það að hver maður eyði í kringum 500 þúsund hér á landi í hótel, mat og slíkt. Þetta eru í kringum 27 milljarðar sem við náum að draga hingað til landsins. Þetta eru gífurlegir peningar en núna er bara núll.“ Fjörutíu manns störfuðu hjá fyrirtækinu þegar mest var en nú hefur starfsmönnum fækkað töluvert. Herbert segir sextán eða sautján starfsmenn vera eftir, og minnihluti þeirra hafi verkefni eins og er enda ekkert um ferðamenn. „[Það er] engin innkoma en það hafa svona þrír til fjórir verkefni. Hinir hafa ekki verkefni.“ Hefði viljað sjá stjórnvöld hafa meira samband Herbert gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur í stöðuuppfærslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Aðspurður hvað hann hefði viljað sjá forsætisráðherra gera betur segir hann hana mega vera sýnilegri, sem og stjórnvöld yfir höfuð. „Ég hefði viljað sjá hana meira. Ég hefði viljað sjá hana meira í fjölmiðlum og svona hvað væri í gangi, hvað stjórnmálamenn sæju fyrir sér í þessu. Þeir mættu líka hafa meira samband við atvinnulífið, við ferðaþjónustufyrirtækin – taka bara upp símann og hringja í framkvæmdastjórana og spyrja hvernig þetta sé í raun og veru.“ Hann er þó ánægð með Bjarna Benediktsson og hans tíð sem fjármálaráðherra. Bjarni hafi farið sparlega í fjárfestingar og ekki eytt peningum í „óþarfa“. Gengið sé þó mikið áhyggjuefni og hafi verið það lengi, en nú sé útlitið mun svartara en áður. Þeir hafi því komið skilaboðum sínum á framfæri í gegnum SAF. „Við erum meðlimir í Samtökum ferðaþjónustunnar og við höfum komið viðhorfum okkar fram þar og þeir hafa svo komið þeim áleiðis.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08 Allar bókanir hafa þurrkast út og sumarið lítur illa út Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. 19. apríl 2020 18:34 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 19. apríl 2020 16:08
Allar bókanir hafa þurrkast út og sumarið lítur illa út Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. 19. apríl 2020 18:34
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36