Aðstandendur fá ekki að fylgja með í keisaraskurð Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 15:45 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítalans á upplýsingafundi almannavarna 31. mars 2020. Lögreglan Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans ákvað í dag að taka fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á skurðstofu í keisaraskurð vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir fæðingarþjónustu segir að íþyngjandi aðgerðir sem þessar séu nauðsynlegar til að vernda viðkvæma starfsemi spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greindi frá því að tekin hefði verið ákvörðun í hádeginu um að leyfa aðstandendum ekki lengur að fylgja konum í keisaraskurð á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ekki standi til að breyta fyrirkomulagi varðandi hefðbundnar fæðingar að sinni en áfram er brýnt fyrir aðstandendum að koma ekki á spítalanna hafi þeir minnstu einkenni veikinda. „Það eru að minnsta kosti átta starfsmenn sem þurfa að vera viðstaddir á skurðstofunni og í miklu návígi við konuna og aðstandanda ef hann er viðstaddur,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítalans, nánar um ástæður ákvörðunarinnar varðandi keisaraskurð. Maki eða aðstandandi fái að koma einn að heimsækja konu og barn þegar hún er komin aftur á deildina. Smitaðar konur noti maska þegar þær gefa barni brjóst Áður hefur verið gripið til þess að takmarka komu maka eða aðstandenda að sónarskoðun og á göngudeildir. Hulda segir að ekki standi til að breyta þeim aðgerðum að svo stöddu en þær séu í stöðugri endurskoðun á grundvelli ástandsins hverju sinni, hér og erlendis. „Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að vernda starfsemina. Þess vegna höfum við þurft að vera með þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Hulda. Alma Möller, landlæknir, tók fram á upplýsingafundinum að því hafi verið beint til forstjóra heilbrigðistofnana og stóru sjúkrahúsanna að samræma leiðbeiningar sínar fyrir fæðingadeildir. Hulda ítrekaði það sem sóttvarna- og landlæknir hafa áður sagt að þungaðar konur virðist ekki í meiri hættu vegna COVID-19-smits en aðrir, hvorki hvað varðar líkur á að smitast né alvarleika veikinda. Til að verja starfsemi spítalans sé mælt með því að konur sem eru komnar fram yfir 36 viku meðgöngu haldi sig sem mest heima við og viðhafi alla þá smitgát sem almennt er mælt með, þar á meðal að takmarka umgengni við annað fólk. Varðandi konur sem eru með barn á brjósti og smitast af COVID-19 sagði Hulda að þær ættu að taka sérstakt tillit til smitgátar, þvo sér vel um hendur og vera helst með maska þegar þær gefa barni brjóst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans ákvað í dag að taka fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á skurðstofu í keisaraskurð vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir fæðingarþjónustu segir að íþyngjandi aðgerðir sem þessar séu nauðsynlegar til að vernda viðkvæma starfsemi spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greindi frá því að tekin hefði verið ákvörðun í hádeginu um að leyfa aðstandendum ekki lengur að fylgja konum í keisaraskurð á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ekki standi til að breyta fyrirkomulagi varðandi hefðbundnar fæðingar að sinni en áfram er brýnt fyrir aðstandendum að koma ekki á spítalanna hafi þeir minnstu einkenni veikinda. „Það eru að minnsta kosti átta starfsmenn sem þurfa að vera viðstaddir á skurðstofunni og í miklu návígi við konuna og aðstandanda ef hann er viðstaddur,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítalans, nánar um ástæður ákvörðunarinnar varðandi keisaraskurð. Maki eða aðstandandi fái að koma einn að heimsækja konu og barn þegar hún er komin aftur á deildina. Smitaðar konur noti maska þegar þær gefa barni brjóst Áður hefur verið gripið til þess að takmarka komu maka eða aðstandenda að sónarskoðun og á göngudeildir. Hulda segir að ekki standi til að breyta þeim aðgerðum að svo stöddu en þær séu í stöðugri endurskoðun á grundvelli ástandsins hverju sinni, hér og erlendis. „Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að vernda starfsemina. Þess vegna höfum við þurft að vera með þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Hulda. Alma Möller, landlæknir, tók fram á upplýsingafundinum að því hafi verið beint til forstjóra heilbrigðistofnana og stóru sjúkrahúsanna að samræma leiðbeiningar sínar fyrir fæðingadeildir. Hulda ítrekaði það sem sóttvarna- og landlæknir hafa áður sagt að þungaðar konur virðist ekki í meiri hættu vegna COVID-19-smits en aðrir, hvorki hvað varðar líkur á að smitast né alvarleika veikinda. Til að verja starfsemi spítalans sé mælt með því að konur sem eru komnar fram yfir 36 viku meðgöngu haldi sig sem mest heima við og viðhafi alla þá smitgát sem almennt er mælt með, þar á meðal að takmarka umgengni við annað fólk. Varðandi konur sem eru með barn á brjósti og smitast af COVID-19 sagði Hulda að þær ættu að taka sérstakt tillit til smitgátar, þvo sér vel um hendur og vera helst með maska þegar þær gefa barni brjóst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15
Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54
Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00