Frjáls fjölmiðlun í húfi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. apríl 2020 16:00 Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í því að veita stjórnvöldum aðhald. Ekki síst á erfiðum tímum eins og nú, þar sem tímabundin inngrip í almenn mannréttindi eru meðal viðbragða við Covid-19. Fyrirliggjandi skuldsetning ríkissjóðs í tengslum við neyðaraðstoðina og aðgerðirnar sjálfar fá heldur ekki hefðbundna umfjöllun á Alþingi. Allt er upp í loft og þeim fjölgar dæmunum erlendis frá þar sem ýmsar gagnrýniverðar stjórnvaldsaðgerðir fljóta í gegn í skjóli Covid-19 þokunnar sem umlykur allt. Í einstaka ríkjum er ástandið svo slæmt að lýðræðið sjálft á í vök að verjast. Á þessum fordæmalausum tímum búa einkareknir fjölmiðlar við erfiðara rekstrarumhverfi en nokkru sinni áður. Á sama tíma búum við svo hér á landi að rekstrarleg framtíð þeirra er í höndum stjórnvalda, sem hefur það sem er af kjörtímabilinu mistekist að ná saman um nauðsynlegar aðgerðir til að styðja við rekstur fjölmiðla. Þannig hefur fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra setið fast í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis það sem af er ári, og ákveðnir stjórnarþingmenn hafa lýst því yfir að þeir styðji málið ekki. Gott og vel, þá þarf annars konar aðstoð koma til ef við viljum búa hér áfram við frjálsa fjölmiðlun. Og við hljótum öll að vilja það! Efnahagsleg áhrif Covid-19 koma illa við einkarekna fjölmiðla, enda hrun í auglýsingatekjum það síðasta sem þeir máttu við.Einstaka ráðherrar hafa verið með hálfkveðnar vísur síðustu vikur um að nú sé aðstoðin alveg að koma. En ekkert hefur gerst. Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Það er nægileg áskorun fyrir fjölmiðla að veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald á tímum sem þessum. Það er ekki hægt að bjóða einkareknum fjölmiðlum upp á að sinna því aðhaldshlutverki á sama tíma og þessi sömu stjórnvöld geta með einu pennastriki ráðið örlögum þeirra. Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar er boðaður á morgun. Það verða mjög alvarleg tíðindi ef einkareknum fjölmiðlum verður ekki rétt nauðsynlegt hjálparhönd þar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Fjölmiðlar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í því að veita stjórnvöldum aðhald. Ekki síst á erfiðum tímum eins og nú, þar sem tímabundin inngrip í almenn mannréttindi eru meðal viðbragða við Covid-19. Fyrirliggjandi skuldsetning ríkissjóðs í tengslum við neyðaraðstoðina og aðgerðirnar sjálfar fá heldur ekki hefðbundna umfjöllun á Alþingi. Allt er upp í loft og þeim fjölgar dæmunum erlendis frá þar sem ýmsar gagnrýniverðar stjórnvaldsaðgerðir fljóta í gegn í skjóli Covid-19 þokunnar sem umlykur allt. Í einstaka ríkjum er ástandið svo slæmt að lýðræðið sjálft á í vök að verjast. Á þessum fordæmalausum tímum búa einkareknir fjölmiðlar við erfiðara rekstrarumhverfi en nokkru sinni áður. Á sama tíma búum við svo hér á landi að rekstrarleg framtíð þeirra er í höndum stjórnvalda, sem hefur það sem er af kjörtímabilinu mistekist að ná saman um nauðsynlegar aðgerðir til að styðja við rekstur fjölmiðla. Þannig hefur fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra setið fast í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis það sem af er ári, og ákveðnir stjórnarþingmenn hafa lýst því yfir að þeir styðji málið ekki. Gott og vel, þá þarf annars konar aðstoð koma til ef við viljum búa hér áfram við frjálsa fjölmiðlun. Og við hljótum öll að vilja það! Efnahagsleg áhrif Covid-19 koma illa við einkarekna fjölmiðla, enda hrun í auglýsingatekjum það síðasta sem þeir máttu við.Einstaka ráðherrar hafa verið með hálfkveðnar vísur síðustu vikur um að nú sé aðstoðin alveg að koma. En ekkert hefur gerst. Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Það er nægileg áskorun fyrir fjölmiðla að veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald á tímum sem þessum. Það er ekki hægt að bjóða einkareknum fjölmiðlum upp á að sinna því aðhaldshlutverki á sama tíma og þessi sömu stjórnvöld geta með einu pennastriki ráðið örlögum þeirra. Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar er boðaður á morgun. Það verða mjög alvarleg tíðindi ef einkareknum fjölmiðlum verður ekki rétt nauðsynlegt hjálparhönd þar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun