ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 18:10 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Egill Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. Sömuleiðis kallar ASÍ eftir ítarlegri útfærslu á aðgerðunum. Í tilkynningu frá ASÍ segir Drífa Snædal, forseti sambandsins, að forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar hafi kosið að þróa tillögur til aðgerða við þessum fordæmalausu aðstæðum, í samtali við sjálft sig. „Reyndin er hins vegar sú að þekkingin og reynslan liggur hjá verkalýðshreyfingunni og aðeins með samtali og samvinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærðargráðu sem við nú stöndum frammi fyrir. Krafa okkar um samráð snýr að þessu,“ segir Drífa. Í tilkynningunni segir einnig að enn á ný beini stjórnvöld stuðningi sínum ekki að fólki heldur að fyrirtækjum. Þau geti sótt sér fjármuni í vasa almennings eftir óljósum reglum og óháð því hvort þau viðhaldi störfum, fari eftir kjarasamningum eða standi skil á framlagi sínu til samfélagsins. ASÍ styður tillögur um stuðning við einyrkja og um atvinnuuppbyggingu í gegnum innlenda matvælaframleiðslu, nýsköpun, rannsóknir og listir og menningu en segir þær fjarri því að mæta þeim mikla vanda sem blasi við vinnumarkaði. „Tillögur sem lúta sérstaklega að námsmönnum, bæði um sumarstörf og sumarnám, eru mikilvægar til að tryggja afkomuöryggi námsmanna sem þeirra njóta. Álagsgreiðslur til framlínustarfsfólks innan heilbrigðiskerfisins koma að einhverju leyti til móts við þann hóp fólks sem hefur lagt líf sitt í hættu í baráttunni við Covid-19. Verkalýðshreyfingin á þó að koma að útfærslu slíkra aðgerða og hún á ekki að vera eingöngu á hendi stjórnenda einstaka heilbrigðisstofnana,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Þar segir einnig að félagslegar aðgerðir sem lúta að fötluðu fólki og fjölskyldum fatlaðra barna, börnum af erlendum uppruna og öldruðum séu jákvæðar. Þær geti orðið til þess að milda langtímaáhrif kreppunnar. Þá segir í tilkynningu ASÍ að með aðgerðunum sé ekki leitast við að tryggja afkomuöryggi þeirra hópa sem hafi fallið á milli skips og bryggju í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þar eigi við einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma, óléttar konur og foreldra sem hafi misst úr vinnu vegna takmarkaðs leikskóla- og skólastarfs. „Þótt komið sé til móts við lítil fyrirtæki, sem er vel, er sá stuðningur ekki skilyrtur við að störfum sé viðhaldið. Ekki liggur fyrir útfærsla á tillögum um skattaafslætti í formi frestunar á skattgreiðslum til fyrirtækja en miðað við þær upplýsingar sem fram eru komnar eru engar kvaðir settar á fyrirtæki sem njóta slíkrar fyrirgreiðslu. ASÍ áréttar fyrri áherslur sínar um að stuðningur við fyrirtæki skuli skilyrtur því að störfum sé viðhaldið og grundvallarréttindi launafólks séu virt. Fyrirtæki eiga að sýna fram á að þau hafi nýtt eigin bjargir áður en þau sækja í sameiginlega sjóði og fyrirtæki sem svindla á úrræðum stjórnvalda eiga að sæta viðurlögum.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. Sömuleiðis kallar ASÍ eftir ítarlegri útfærslu á aðgerðunum. Í tilkynningu frá ASÍ segir Drífa Snædal, forseti sambandsins, að forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar hafi kosið að þróa tillögur til aðgerða við þessum fordæmalausu aðstæðum, í samtali við sjálft sig. „Reyndin er hins vegar sú að þekkingin og reynslan liggur hjá verkalýðshreyfingunni og aðeins með samtali og samvinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærðargráðu sem við nú stöndum frammi fyrir. Krafa okkar um samráð snýr að þessu,“ segir Drífa. Í tilkynningunni segir einnig að enn á ný beini stjórnvöld stuðningi sínum ekki að fólki heldur að fyrirtækjum. Þau geti sótt sér fjármuni í vasa almennings eftir óljósum reglum og óháð því hvort þau viðhaldi störfum, fari eftir kjarasamningum eða standi skil á framlagi sínu til samfélagsins. ASÍ styður tillögur um stuðning við einyrkja og um atvinnuuppbyggingu í gegnum innlenda matvælaframleiðslu, nýsköpun, rannsóknir og listir og menningu en segir þær fjarri því að mæta þeim mikla vanda sem blasi við vinnumarkaði. „Tillögur sem lúta sérstaklega að námsmönnum, bæði um sumarstörf og sumarnám, eru mikilvægar til að tryggja afkomuöryggi námsmanna sem þeirra njóta. Álagsgreiðslur til framlínustarfsfólks innan heilbrigðiskerfisins koma að einhverju leyti til móts við þann hóp fólks sem hefur lagt líf sitt í hættu í baráttunni við Covid-19. Verkalýðshreyfingin á þó að koma að útfærslu slíkra aðgerða og hún á ekki að vera eingöngu á hendi stjórnenda einstaka heilbrigðisstofnana,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Þar segir einnig að félagslegar aðgerðir sem lúta að fötluðu fólki og fjölskyldum fatlaðra barna, börnum af erlendum uppruna og öldruðum séu jákvæðar. Þær geti orðið til þess að milda langtímaáhrif kreppunnar. Þá segir í tilkynningu ASÍ að með aðgerðunum sé ekki leitast við að tryggja afkomuöryggi þeirra hópa sem hafi fallið á milli skips og bryggju í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þar eigi við einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma, óléttar konur og foreldra sem hafi misst úr vinnu vegna takmarkaðs leikskóla- og skólastarfs. „Þótt komið sé til móts við lítil fyrirtæki, sem er vel, er sá stuðningur ekki skilyrtur við að störfum sé viðhaldið. Ekki liggur fyrir útfærsla á tillögum um skattaafslætti í formi frestunar á skattgreiðslum til fyrirtækja en miðað við þær upplýsingar sem fram eru komnar eru engar kvaðir settar á fyrirtæki sem njóta slíkrar fyrirgreiðslu. ASÍ áréttar fyrri áherslur sínar um að stuðningur við fyrirtæki skuli skilyrtur því að störfum sé viðhaldið og grundvallarréttindi launafólks séu virt. Fyrirtæki eiga að sýna fram á að þau hafi nýtt eigin bjargir áður en þau sækja í sameiginlega sjóði og fyrirtæki sem svindla á úrræðum stjórnvalda eiga að sæta viðurlögum.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28
Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12