350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 18:14 Ríkisstjórnin kynnti í dag annan aðgerðapakka vegna kórónuveirunnar en þar er meðal annars gert rá fyrir 350 milljóna króna framlagi til einkarekinna fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Stuðningurinn er hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við áhrifum sem gætir víða í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Þetta er nokkuð í takt við fjölmiðlafrumvarpið sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti á Alþingi í desember síðastliðnum en þar var þó gert ráð fyrir 400 milljónum króna í málaflokkinn. „Sannarlega hefði maður vilja sjá hærri upphæðir en það er bara gott að þetta er komið af stað og vonandi kemur svo frumvarpið og það verði samþykkt þannig að þetta verði eitthvað sambærilegt fyrirkomulag til frambúðar til að styrkja upplýsingakerfið í landinu, það er algjörlega nauðsynlegt,“ segir Hjálmar. Frumvarpið felur í sér að fjölmiðlar geti fengið endurgreiddan hluta rekstrarkostnaðar á hverju ári. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámerki 18% af kostnaði sem til fellur við fjölmiðlun en er endurgreiðsla þó takmörkuð við 50 milljónir ár hvert. Þá er það skilyrði að sé um prentmiðil að ræða skuli hann gefinn út minnst 48 sinnum á ári hverju en það útilokar flesta héraðsmiðla. Það hefur verið harðlega gagnrýnt og gagnrýndi meðal annars Samkeppniseftirlitið frumvarpið þar sem ein af forsendum virkrar samkeppni er að jafnræði ríki á milli keppinauta. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Stuðningurinn er hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við áhrifum sem gætir víða í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Þetta er nokkuð í takt við fjölmiðlafrumvarpið sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti á Alþingi í desember síðastliðnum en þar var þó gert ráð fyrir 400 milljónum króna í málaflokkinn. „Sannarlega hefði maður vilja sjá hærri upphæðir en það er bara gott að þetta er komið af stað og vonandi kemur svo frumvarpið og það verði samþykkt þannig að þetta verði eitthvað sambærilegt fyrirkomulag til frambúðar til að styrkja upplýsingakerfið í landinu, það er algjörlega nauðsynlegt,“ segir Hjálmar. Frumvarpið felur í sér að fjölmiðlar geti fengið endurgreiddan hluta rekstrarkostnaðar á hverju ári. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámerki 18% af kostnaði sem til fellur við fjölmiðlun en er endurgreiðsla þó takmörkuð við 50 milljónir ár hvert. Þá er það skilyrði að sé um prentmiðil að ræða skuli hann gefinn út minnst 48 sinnum á ári hverju en það útilokar flesta héraðsmiðla. Það hefur verið harðlega gagnrýnt og gagnrýndi meðal annars Samkeppniseftirlitið frumvarpið þar sem ein af forsendum virkrar samkeppni er að jafnræði ríki á milli keppinauta.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42
Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10