Segir Fram-liðið í ár eitt það sterkasta sem hann hefur þjálfað Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 22:00 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Stefán hefur verið einn sigursælasti þjálfari íslenska kvennahandboltans undanfarin ár; bæði hjá Val og Fram. Framstúlkur voru efstar í Olís-deild kvenna er Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og var þeim úthlutað deildarmeistaratitlinum. Þær höfðu þegar orðið bikarmeistarar og voru líklegastar til að vinna alla titlana sem í boði voru. Stefán var í setti Seinni bylgjunnar í gær ásamt keppinaut sínum hjá Val, Ágústi Jóhannssyni. „Þetta er fyrsti deildarmeistaratitillinn sem ég vinn með Fram. Við erum mjög ánægðar með hann því við spiluðum heilt yfir mjög vel. Það er ekki oft sem ég hef þjálfað lið sem er jafn sterkt varnar- og sóknarlega eins og við vorum með í ár. Við unnum flesta leiki stórt og við eigum þennan titil skilið finnst mér. Við erum með 18-20 manna hóp og vorum með ungt lið í Grill 66 og það vinnur með níu stiga forskot á FH. Það er líka virkilega vel gert. Þetta tímabil hjá Fram er virkilega gott,“ sagði Stefán. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um tímabilið Hann segir að það sé ekkert mikil svekkelsi að úrslitakeppnin hafi ekki verið klárað vegna kórónuveirunnar en hann er þó nokkuð ósáttur að deildarkeppnin sjálf hafi ekki verið kláruð. „Það kemur samkomubann 13. mars og við áttum að spila við Stjörnuna 11. mars. Við hefðum viljað fá að spila þann leik. Það er mesta svekkelsið. Annað skilur maður mjög vel.“ Stefán segir að allt hafi smollið í ár og breiddin hafi verið góð. „Við vorum með besta mannskapinn í ár. Við vorum með gott lið fyrir en svo fengum við þrjá mjög sterka leikmenn úr mjólkurbænum. Þær styrktu okkur mikið og það var meiri samkeppni. Æfingarnar voru mjög góðar og það skilaði sér í þessum leikjum. Það er ótrúleg forréttindi að vera með svona mikla breidd eins og ég hafði í vetur,“ en hefði Fram rúllað yfir úrslitakeppnina? „Það hefði verið fáránlegt að segja já því þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum en við hefðum átt góða möguleika.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Stefán hefur verið einn sigursælasti þjálfari íslenska kvennahandboltans undanfarin ár; bæði hjá Val og Fram. Framstúlkur voru efstar í Olís-deild kvenna er Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og var þeim úthlutað deildarmeistaratitlinum. Þær höfðu þegar orðið bikarmeistarar og voru líklegastar til að vinna alla titlana sem í boði voru. Stefán var í setti Seinni bylgjunnar í gær ásamt keppinaut sínum hjá Val, Ágústi Jóhannssyni. „Þetta er fyrsti deildarmeistaratitillinn sem ég vinn með Fram. Við erum mjög ánægðar með hann því við spiluðum heilt yfir mjög vel. Það er ekki oft sem ég hef þjálfað lið sem er jafn sterkt varnar- og sóknarlega eins og við vorum með í ár. Við unnum flesta leiki stórt og við eigum þennan titil skilið finnst mér. Við erum með 18-20 manna hóp og vorum með ungt lið í Grill 66 og það vinnur með níu stiga forskot á FH. Það er líka virkilega vel gert. Þetta tímabil hjá Fram er virkilega gott,“ sagði Stefán. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um tímabilið Hann segir að það sé ekkert mikil svekkelsi að úrslitakeppnin hafi ekki verið klárað vegna kórónuveirunnar en hann er þó nokkuð ósáttur að deildarkeppnin sjálf hafi ekki verið kláruð. „Það kemur samkomubann 13. mars og við áttum að spila við Stjörnuna 11. mars. Við hefðum viljað fá að spila þann leik. Það er mesta svekkelsið. Annað skilur maður mjög vel.“ Stefán segir að allt hafi smollið í ár og breiddin hafi verið góð. „Við vorum með besta mannskapinn í ár. Við vorum með gott lið fyrir en svo fengum við þrjá mjög sterka leikmenn úr mjólkurbænum. Þær styrktu okkur mikið og það var meiri samkeppni. Æfingarnar voru mjög góðar og það skilaði sér í þessum leikjum. Það er ótrúleg forréttindi að vera með svona mikla breidd eins og ég hafði í vetur,“ en hefði Fram rúllað yfir úrslitakeppnina? „Það hefði verið fáránlegt að segja já því þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum en við hefðum átt góða möguleika.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira