Sameinuðu þjóðirnar óttast hungursneyð vegna faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 19:10 David Beasley, yfirmaður Matvælaáæltunar Sameinuðu þjóðanna, óttast að hungursneyð gæti herjað á fjölda vanþróaðra ríkja vegna kórónuveirufaraldursins. EPA/SALVATORE DI NOLFI Heimurinn gæti séð fram á útbreidda hungursneyð vegna kórónuveirufaraldursins. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðin gæti orðið sú versta í manna minnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. David Beasley, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand. Nýjustu tölur sýna fram á að fjöldi þeirra sem þjáist af hungri gæti aukist úr 135 milljónum í meira en 250 milljónir manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru íbúar tíu landa sem eru stríðshrjáð, eru í efnahagskreppu eða finna hvað mest fyrir loftslagsbreytingum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Jemen, Austur-Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður Súdan, Súdan, Sýrland, Nígería og Haítí. Í mörgum þessum löndum ríkir þegar hungursneyð, þar á meðal í Suður Súdan, þar sem 61% þjóðarinnar varð fyrir áhrifum matvælaskorts árið 2019. Þá var þegar gert ráð fyrir að mörg ríki í Austur Afríku og Suður Asíu myndu finna fyrir matvælaskorti vegna mikilla þurrka og versta engisprettufaraldurs síðari tíma. Beasley sagði á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ríki heimsins þyrftu að bregðast við hratt og örugglega. „Við gætum séð fram á mörg tilfelli alvarlegra hungursneyða á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Sannleikurinn er sá að tíminn vinnur ekki með okkur.“ Þá bætti hann við: „Ég trúi því að ef við notum þekkingu okkar og úrræði þá getum við sameinað krafta okkar til að tryggja að Covid-19 faraldurinn verði ekki bæði mannlegt og matvælalegt neyðarástand.“ Arif Husain, einn helsti hagfræðingur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sagði að efnahagsáhrif faraldursins myndu leika milljónir grátt sem þegar „hanga á bláþræði.“ „Þetta er högg fyrir milljónir til viðbótar sem geta aðeins borðað ef þeir fá laun,“ sagði hann í yfirlýsingu. Hann kallaði einnig eftir því að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að fólk sem þegar er fjárhagslega óstöðugt yrði úti. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Heimurinn gæti séð fram á útbreidda hungursneyð vegna kórónuveirufaraldursins. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðin gæti orðið sú versta í manna minnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. David Beasley, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand. Nýjustu tölur sýna fram á að fjöldi þeirra sem þjáist af hungri gæti aukist úr 135 milljónum í meira en 250 milljónir manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru íbúar tíu landa sem eru stríðshrjáð, eru í efnahagskreppu eða finna hvað mest fyrir loftslagsbreytingum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Jemen, Austur-Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður Súdan, Súdan, Sýrland, Nígería og Haítí. Í mörgum þessum löndum ríkir þegar hungursneyð, þar á meðal í Suður Súdan, þar sem 61% þjóðarinnar varð fyrir áhrifum matvælaskorts árið 2019. Þá var þegar gert ráð fyrir að mörg ríki í Austur Afríku og Suður Asíu myndu finna fyrir matvælaskorti vegna mikilla þurrka og versta engisprettufaraldurs síðari tíma. Beasley sagði á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ríki heimsins þyrftu að bregðast við hratt og örugglega. „Við gætum séð fram á mörg tilfelli alvarlegra hungursneyða á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Sannleikurinn er sá að tíminn vinnur ekki með okkur.“ Þá bætti hann við: „Ég trúi því að ef við notum þekkingu okkar og úrræði þá getum við sameinað krafta okkar til að tryggja að Covid-19 faraldurinn verði ekki bæði mannlegt og matvælalegt neyðarástand.“ Arif Husain, einn helsti hagfræðingur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sagði að efnahagsáhrif faraldursins myndu leika milljónir grátt sem þegar „hanga á bláþræði.“ „Þetta er högg fyrir milljónir til viðbótar sem geta aðeins borðað ef þeir fá laun,“ sagði hann í yfirlýsingu. Hann kallaði einnig eftir því að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að fólk sem þegar er fjárhagslega óstöðugt yrði úti.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira