Segir að það sé ekki slæmt fyrir landsliðið að leikmenn séu að koma heim og spila Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 08:00 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í Olís-deild kvenna segir að það sé ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta að sterkir leikmenn séu að snúa heim úr atvinnumennsku og spila hér heima. Birna Berg Haraldsdóttir ákvað á dögunum að snúa aftur heim og samdi við ÍBV en háværar raddir hafa verið um að fleiri leikmenn muni snúa heim. Nokkrir komu heim á síðasta tímabili og eru ansi margir leikmenn íslenska landsliðsins nú að spila hér á Íslandi. Henry Birgir Gunnarsson velti upp þeirri spurningu í Seinni bylgjunni sem fór fram á mánudagskvöldið hvort að þetta væri ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið en hinn margfaldi meistari Stefán var ósammála: „Ég er ósammála þér. Vegna þess að þegar 2011 þegar A-landslið kvenna nær sínum besta árangri þá vinnum við Svartfjallaland og Þýskaland. Þá var tveir þriðju af liðinu að spila hér heima. Þá var Valur og Fram að mætast í úrslitum og það voru hörkueinvígi,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Ég held að það sé gott fyrir leikmenn að fara út en þú þarft að passa þig á hvaða umhverfi þú ferð í, hvaða þjálfara og hvort þú færð að spila. Það er ekkert slæmt að vera hérna heima. Hér eru mörg lið með góða þjálfara og deildin er að styrkjast. Mér finnst þessi bestu lið okkar vera nokkuð góð.“ Ágúst Jóhannsson sem var einnig í settinu skildi afstöðu kollega síns og sagði að umhverfið skipti öllu máli. „Þetta er gott sjónarmið hjá Stebba. Ég hef alltaf sagt að við eigum að fá sem flesta leikmenn út og spila í sterkum deildum en auðvitað er þetta þannig að þú mátt ekki fara eitthvert bara. Það á alveg eins við karlamegin. Þetta snýst um umhverfið og að þær séu í hlutverkum. Við getum tekið Rut, Karen, Örnu Sif, Þórey Rósu sem hafa verið að spila á hæsta „leveli“ út í heimi og hafa skilað frábæru hlutverki fyrir landsliðin okkar. Svo eru fullt af leikmönnum sem hafa ekki farið út og spilað bara hérna heima en samt skilað frábæru verki fyrir landsliðið. Þetta snýst um umgjörðina og það er í góðum málum hjá mörgum félögum.“ Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um landsliðið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í Olís-deild kvenna segir að það sé ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta að sterkir leikmenn séu að snúa heim úr atvinnumennsku og spila hér heima. Birna Berg Haraldsdóttir ákvað á dögunum að snúa aftur heim og samdi við ÍBV en háværar raddir hafa verið um að fleiri leikmenn muni snúa heim. Nokkrir komu heim á síðasta tímabili og eru ansi margir leikmenn íslenska landsliðsins nú að spila hér á Íslandi. Henry Birgir Gunnarsson velti upp þeirri spurningu í Seinni bylgjunni sem fór fram á mánudagskvöldið hvort að þetta væri ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið en hinn margfaldi meistari Stefán var ósammála: „Ég er ósammála þér. Vegna þess að þegar 2011 þegar A-landslið kvenna nær sínum besta árangri þá vinnum við Svartfjallaland og Þýskaland. Þá var tveir þriðju af liðinu að spila hér heima. Þá var Valur og Fram að mætast í úrslitum og það voru hörkueinvígi,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Ég held að það sé gott fyrir leikmenn að fara út en þú þarft að passa þig á hvaða umhverfi þú ferð í, hvaða þjálfara og hvort þú færð að spila. Það er ekkert slæmt að vera hérna heima. Hér eru mörg lið með góða þjálfara og deildin er að styrkjast. Mér finnst þessi bestu lið okkar vera nokkuð góð.“ Ágúst Jóhannsson sem var einnig í settinu skildi afstöðu kollega síns og sagði að umhverfið skipti öllu máli. „Þetta er gott sjónarmið hjá Stebba. Ég hef alltaf sagt að við eigum að fá sem flesta leikmenn út og spila í sterkum deildum en auðvitað er þetta þannig að þú mátt ekki fara eitthvert bara. Það á alveg eins við karlamegin. Þetta snýst um umhverfið og að þær séu í hlutverkum. Við getum tekið Rut, Karen, Örnu Sif, Þórey Rósu sem hafa verið að spila á hæsta „leveli“ út í heimi og hafa skilað frábæru hlutverki fyrir landsliðin okkar. Svo eru fullt af leikmönnum sem hafa ekki farið út og spilað bara hérna heima en samt skilað frábæru verki fyrir landsliðið. Þetta snýst um umgjörðina og það er í góðum málum hjá mörgum félögum.“ Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um landsliðið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira