Verð olíu hríðfellur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 21:43 Olíuframleiðendur Vestanhafs eiga í miklum vandræðum þessa dagana. AP/Paul Sancya Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim. Staðan er sérstaklega slæm hjá olíufélögum í Bandaríkjunum þar sem birgðatankar eru að fyllast. Kostnaður við bandaríska olíu, sem afhenda á í júní, lækkaði um nærri því helming í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í gær varð verðmæti olíu sem afhenda á í næsta mánuði neikvætt í fyrsta sinn. Það þýddi að þeir sem áttu olíu greiddu öðrum fyrir að taka við henni. Verðmæti þeirrar olíu endaði þó í um níu dölum á tunnuna í dag. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta ástand mun vara út næsta mánuðinn. Verðmæti olíu sem afhenda á í júní muni sömuleiðis hríðfalla. Sjá eining: Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð Brent olíu féll sömuleiðis um nærri því fjórðung í dag og fór undir tuttugu dali á tunnuna í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Á hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að haldi þróunin áfram gæti hún haft veruleg áhrif á olíuverð hér á landi. Sjá einnig: Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur leitt til mun minni eftirspurnar eftir olíu og hafa birgðir verið að safnast upp. Á sama tíma hafa yfirvöld Sádi-Arabíu og Rússlands átt í verðstríði og hafa ríkin dælt olíu á markaði þar sem nóg var af olíu fyrir. Ríkin hafa þó komist að samkomulagi um að draga verulega úr framleiðslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim. Staðan er sérstaklega slæm hjá olíufélögum í Bandaríkjunum þar sem birgðatankar eru að fyllast. Kostnaður við bandaríska olíu, sem afhenda á í júní, lækkaði um nærri því helming í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í gær varð verðmæti olíu sem afhenda á í næsta mánuði neikvætt í fyrsta sinn. Það þýddi að þeir sem áttu olíu greiddu öðrum fyrir að taka við henni. Verðmæti þeirrar olíu endaði þó í um níu dölum á tunnuna í dag. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta ástand mun vara út næsta mánuðinn. Verðmæti olíu sem afhenda á í júní muni sömuleiðis hríðfalla. Sjá eining: Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð Brent olíu féll sömuleiðis um nærri því fjórðung í dag og fór undir tuttugu dali á tunnuna í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Á hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að haldi þróunin áfram gæti hún haft veruleg áhrif á olíuverð hér á landi. Sjá einnig: Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur leitt til mun minni eftirspurnar eftir olíu og hafa birgðir verið að safnast upp. Á sama tíma hafa yfirvöld Sádi-Arabíu og Rússlands átt í verðstríði og hafa ríkin dælt olíu á markaði þar sem nóg var af olíu fyrir. Ríkin hafa þó komist að samkomulagi um að draga verulega úr framleiðslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32
Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29