Guðjón: Menn héldu að ég væri búinn að tapa glórunni að gera fótboltamann úr honum Anton Ingi Leifsson skrifar 1. apríl 2020 13:00 Guðjón Þórðarson hefur átt glæstan feril sem þjálfari. vísir/daníel Guðjón Þórðarson var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en eitt verkefni Guðjóns í þættinum var að velja draumalið sitt úr þeim leikmönnum sem hann þjálfaði á Íslandi. Annar miðvörðurinn var Ólafur Adolfsson. Guðjón náði í hann fyrir tímabilið 1992 og lék hann með Skagamönnum næstu sex tímabil við góðan orðstír. Ólafur lék einnig 21 landsleik og skoraði eitt mark. „Þegar ég var með KA þá fór ég og spilaði æfingarleik við Tindastól og þar var einn maður sem gerði Erlingi Kristjánssyni lífið leitt. Það var nú ekki á hverjum degi sem Erlingur Kristjánsson þurfti að hafa fyrir því en þarna var einhver Ólafur Adolfsson sem var norður á Sauðárkróki. Hann gerði Erlingi lífið leitt,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Um haustið ákvað ég að sækja þetta tröll og menn á Skaganum héldu að ég væri loksins búinn að tapa glórunni að gera fótboltamann úr honum en Óli varð feykilega öflugur hafsent. Hann var landsliðsmaður, sterkur varnarmaður og mikill leiðtogi.“ „Hann er ekki bara búinn að vera í fótboltanum heldur einnig í bæjarpólítíkinni og láta til sín taka. Hann er orðinn gegnheill Skagamaður og þetta er eitt af því besta sem ég gerði í fótboltanum var að ná í hann til Skagans.“ Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um Ólaf Adolfsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Guðjón Þórðarson var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en eitt verkefni Guðjóns í þættinum var að velja draumalið sitt úr þeim leikmönnum sem hann þjálfaði á Íslandi. Annar miðvörðurinn var Ólafur Adolfsson. Guðjón náði í hann fyrir tímabilið 1992 og lék hann með Skagamönnum næstu sex tímabil við góðan orðstír. Ólafur lék einnig 21 landsleik og skoraði eitt mark. „Þegar ég var með KA þá fór ég og spilaði æfingarleik við Tindastól og þar var einn maður sem gerði Erlingi Kristjánssyni lífið leitt. Það var nú ekki á hverjum degi sem Erlingur Kristjánsson þurfti að hafa fyrir því en þarna var einhver Ólafur Adolfsson sem var norður á Sauðárkróki. Hann gerði Erlingi lífið leitt,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Um haustið ákvað ég að sækja þetta tröll og menn á Skaganum héldu að ég væri loksins búinn að tapa glórunni að gera fótboltamann úr honum en Óli varð feykilega öflugur hafsent. Hann var landsliðsmaður, sterkur varnarmaður og mikill leiðtogi.“ „Hann er ekki bara búinn að vera í fótboltanum heldur einnig í bæjarpólítíkinni og láta til sín taka. Hann er orðinn gegnheill Skagamaður og þetta er eitt af því besta sem ég gerði í fótboltanum var að ná í hann til Skagans.“ Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um Ólaf Adolfsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira