Hreinsa hálfs tonns nammibar og bjóða heimsendingu ef keypt er kíló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 08:42 Nammibarinn hjá Iceland nýtur mikilla vinsælda. Þess vegna urðu margir svekktir þegar honum var lokað á dögunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Verslunarkeðjan Iceland hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsent sælgæti úr nammibarnum. Sökum kórónuveirufaraldursins þurfti Iceland líkt og fleiri verslanir að loka öllum nammibörum í forvarnarskyni. Hafa þó nokkrir viðskiptavinir lýst yfir vonbrigðum með lokun nammibaranna. „Við eigum dygga viðskiptavini sem hafa um árabil getað gengið að nammibarnum vísum og okkur þykir mjög leitt að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa Iceland býður viðskiptavinum upp á heimsendingu á vörum í versluninni. Hingað til hefur þó ekki verið boðið upp á heimsendingu úr nammibarnum. Það hefur ekki staðið til að sögn Ingibjargar en í ljósi þess að um hálft tonn af sælgæti úr nammibarnum situr á lager var ákveðið að bjóða viðskiptavinum upp á einstakt tilboð. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðsstjóri Samkaupa. „Við ætlum að bjóða viðskiptavinum sælgætið í heimsendingu. Við bjóðum kíló af nammi úr nammibarnum á þúsund krónur í heimsendingu,“ segir Ingibjörg. Hún viðurkennir að það sé auðvitað hagur verslunarinnar að selja sælgætið áður en síðasti neysludagur rennur upp. Engin leið sé að spá fyrir um hvenær nammibarinn verði opnaður aftur enda miklir óvissutímar. Hægt er að panta af nammibarnum á þessum frábæru kjörum, sem svarar til 80% afsláttar, með því að fara inn á heimsíðu Iceland, icelandbudir.is. Boðið er upp á brjóstsykur, karamellur, ávaxtahlaup, lakkrís og súkkulaði og þarf að taka fram hverjar þeirra nammitegunda eiga að rata í pokann. Þjónustan er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Við ætlum að klára lagerinn í dag og höfum þetta þess vegna ódýrt. Vonandi kemur þetta að einhverju leyti til móts við viðskiptavini okkar. Við vonumst til að létta lund einhverra á þessum viðsjárverðu tímum,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Verslunarkeðjan Iceland hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsent sælgæti úr nammibarnum. Sökum kórónuveirufaraldursins þurfti Iceland líkt og fleiri verslanir að loka öllum nammibörum í forvarnarskyni. Hafa þó nokkrir viðskiptavinir lýst yfir vonbrigðum með lokun nammibaranna. „Við eigum dygga viðskiptavini sem hafa um árabil getað gengið að nammibarnum vísum og okkur þykir mjög leitt að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa Iceland býður viðskiptavinum upp á heimsendingu á vörum í versluninni. Hingað til hefur þó ekki verið boðið upp á heimsendingu úr nammibarnum. Það hefur ekki staðið til að sögn Ingibjargar en í ljósi þess að um hálft tonn af sælgæti úr nammibarnum situr á lager var ákveðið að bjóða viðskiptavinum upp á einstakt tilboð. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðsstjóri Samkaupa. „Við ætlum að bjóða viðskiptavinum sælgætið í heimsendingu. Við bjóðum kíló af nammi úr nammibarnum á þúsund krónur í heimsendingu,“ segir Ingibjörg. Hún viðurkennir að það sé auðvitað hagur verslunarinnar að selja sælgætið áður en síðasti neysludagur rennur upp. Engin leið sé að spá fyrir um hvenær nammibarinn verði opnaður aftur enda miklir óvissutímar. Hægt er að panta af nammibarnum á þessum frábæru kjörum, sem svarar til 80% afsláttar, með því að fara inn á heimsíðu Iceland, icelandbudir.is. Boðið er upp á brjóstsykur, karamellur, ávaxtahlaup, lakkrís og súkkulaði og þarf að taka fram hverjar þeirra nammitegunda eiga að rata í pokann. Þjónustan er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Við ætlum að klára lagerinn í dag og höfum þetta þess vegna ódýrt. Vonandi kemur þetta að einhverju leyti til móts við viðskiptavini okkar. Við vonumst til að létta lund einhverra á þessum viðsjárverðu tímum,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira