Guðjón: Rúnar sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt Anton Ingi Leifsson skrifar 1. apríl 2020 10:30 Guðjón Þórðarson hrósaði Rúnari Kristinssyni mikið í þætti gærkvöldsins. vísir/anton/samsett Guðjón Þórðarson fékk það verðuga verkefni í Sportinu í kvöld að velja tvö úrvalslið; eitt draumalið sem hann þjálfaði hjá landsliðinu og eitt með þeim leikmönnum sem hann þjálfaði hjá íslenskum félagsliðum. Það kom fáum á óvart að í báðum liðum Guðjóns var Rúnar Kristinsson. KR-ingurinn spilaði 139 landsleiki en Rúnar lék einnig undir stjórn Guðjóns hjá KR. „Rúnar var hjá mér eitt ár í KR. Ég var í leikmannavandræðum í úrslitaleiknum og ég þurfti að spila honum sem framherja í úrslitaleiknum. Það var alveg sama hvað þú baðst hann um, hann reyndi að leysa það eins vel og kostur var,“ sagði Guðjón. „Rúnar er sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt. Hann spilaði feikna vel bæði í Noregi og svo í Belgíu. Fyrst og fremst spilaði hann geysilega flottan feril með landsliðinu. Jafnlyndur, góðlyndur og geðgóður að eðlislagi. Feikilega útsjónarsamur fótboltamaður.“ Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um Rúnar „Það var sem var með Rúnar var að það var aldrei hávaði eða læti í kringum hann. Hann reyndi að gera það sem hann var beðinn um að gera og gerði það vel. Það var aldrei neitt húff og púff í Rúnari. Hann æfði vel og hann lagði sig fram. Einlægur og góður karakter.“ „Rúnar er einn af þessum karakterum sem er jafnlyndur og mjög yfirvegaður. Hann lætur ekki slá sig svo glatt útaf laginu. Hann var slíkur á vellinum og hann var vel viljaður og hjálplegur. Hann gerði menninga í kringum sig að betri mönnum. Það er ein stórkostlegasti hæfileiki leikmanns að geta gert aðra betri. Rúnar hafði þann eiginleika og nýtir það sem þjálfari,“ sagði Guðjón. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
Guðjón Þórðarson fékk það verðuga verkefni í Sportinu í kvöld að velja tvö úrvalslið; eitt draumalið sem hann þjálfaði hjá landsliðinu og eitt með þeim leikmönnum sem hann þjálfaði hjá íslenskum félagsliðum. Það kom fáum á óvart að í báðum liðum Guðjóns var Rúnar Kristinsson. KR-ingurinn spilaði 139 landsleiki en Rúnar lék einnig undir stjórn Guðjóns hjá KR. „Rúnar var hjá mér eitt ár í KR. Ég var í leikmannavandræðum í úrslitaleiknum og ég þurfti að spila honum sem framherja í úrslitaleiknum. Það var alveg sama hvað þú baðst hann um, hann reyndi að leysa það eins vel og kostur var,“ sagði Guðjón. „Rúnar er sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt. Hann spilaði feikna vel bæði í Noregi og svo í Belgíu. Fyrst og fremst spilaði hann geysilega flottan feril með landsliðinu. Jafnlyndur, góðlyndur og geðgóður að eðlislagi. Feikilega útsjónarsamur fótboltamaður.“ Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um Rúnar „Það var sem var með Rúnar var að það var aldrei hávaði eða læti í kringum hann. Hann reyndi að gera það sem hann var beðinn um að gera og gerði það vel. Það var aldrei neitt húff og púff í Rúnari. Hann æfði vel og hann lagði sig fram. Einlægur og góður karakter.“ „Rúnar er einn af þessum karakterum sem er jafnlyndur og mjög yfirvegaður. Hann lætur ekki slá sig svo glatt útaf laginu. Hann var slíkur á vellinum og hann var vel viljaður og hjálplegur. Hann gerði menninga í kringum sig að betri mönnum. Það er ein stórkostlegasti hæfileiki leikmanns að geta gert aðra betri. Rúnar hafði þann eiginleika og nýtir það sem þjálfari,“ sagði Guðjón. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira