Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. apríl 2020 23:15 Verkefnum lögreglu hefur fækkað en útköllin eru tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Vísir/Jóhann K. Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Sex prósent allra lögreglumanna hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun eftir útköll vegna veirunnar. Samkvæmt samantekt embættis Ríkislögreglustjóra fyrir fréttastofu um þróun verkefna lögreglu á landsvísu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom til landsins má sjá merkjanleg fækkun í útköllum. Fjöldi útkalla í ofbeldismálum hjá lögreglu á landsvísu frá 1. janúar 2020 til 20. apríl 2020. Fjöldi verkefna í sama flokki árin á undan.Stöð 2/Hafsteinn Í völdum flokkum sem teknir voru saman má sjá að heimilisofbeldismálum hefur fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2019 og 2020 en á móti hefur útköllum vegna ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila fækkað. Þá hefur útköllum vegna leitar eða eftirgrennslan eftir fólki fækkað um nærri fjórðung á síðustu fjórum árum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Útköllin tímafrekari og erfiðari úrlausnar „Heildar fjöldi mála hefur fækkað. Mikið af minni málum eru horfin en það eru komin mál sem eru erfiðari úrlausnar. Heimilisofbeldismál, mál sem tengjast börnum og grófari ofbeldismál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Fíkniefnamálum hefur fækkað mikið og hafa ekki verið færri síðustu fjögur ár ef sama tímabil er skoðað.Stöð 2/Hafsteinn Athygli vekur að útköllum vegna auðgunarbrota hefur fækkað mikið frá því í febrúar. Þá hafa fíkniefnamál, þar með talin stórfeld fíkniefnamál hafa ekki verið færri frá árinu 2017 en að sama skapi hefur ofbeldisbrotum fjölgað umtalsvert frá síðasta ári á sama tímabili. „Það er harka í undirheimunum og það hefur ekkert breyst,“ segir Víðir. Verklag hefur breyst eftir að veiran kom til landsins Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig breytt verklagi lögreglu í útköllum. Víðir segir að um 6% lögreglumanna hafi þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna mála sem þeir hafa komið að. „Miklu fleiri sem hafa þurft að fara í svokallaða biðsóttkví, þar sem þeir hafa komið að málum þar sem að grunur leikur á Covid-smiti og þar afleiðandi þurft að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir Víðir. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Sex prósent allra lögreglumanna hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun eftir útköll vegna veirunnar. Samkvæmt samantekt embættis Ríkislögreglustjóra fyrir fréttastofu um þróun verkefna lögreglu á landsvísu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom til landsins má sjá merkjanleg fækkun í útköllum. Fjöldi útkalla í ofbeldismálum hjá lögreglu á landsvísu frá 1. janúar 2020 til 20. apríl 2020. Fjöldi verkefna í sama flokki árin á undan.Stöð 2/Hafsteinn Í völdum flokkum sem teknir voru saman má sjá að heimilisofbeldismálum hefur fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2019 og 2020 en á móti hefur útköllum vegna ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila fækkað. Þá hefur útköllum vegna leitar eða eftirgrennslan eftir fólki fækkað um nærri fjórðung á síðustu fjórum árum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Útköllin tímafrekari og erfiðari úrlausnar „Heildar fjöldi mála hefur fækkað. Mikið af minni málum eru horfin en það eru komin mál sem eru erfiðari úrlausnar. Heimilisofbeldismál, mál sem tengjast börnum og grófari ofbeldismál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Fíkniefnamálum hefur fækkað mikið og hafa ekki verið færri síðustu fjögur ár ef sama tímabil er skoðað.Stöð 2/Hafsteinn Athygli vekur að útköllum vegna auðgunarbrota hefur fækkað mikið frá því í febrúar. Þá hafa fíkniefnamál, þar með talin stórfeld fíkniefnamál hafa ekki verið færri frá árinu 2017 en að sama skapi hefur ofbeldisbrotum fjölgað umtalsvert frá síðasta ári á sama tímabili. „Það er harka í undirheimunum og það hefur ekkert breyst,“ segir Víðir. Verklag hefur breyst eftir að veiran kom til landsins Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig breytt verklagi lögreglu í útköllum. Víðir segir að um 6% lögreglumanna hafi þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna mála sem þeir hafa komið að. „Miklu fleiri sem hafa þurft að fara í svokallaða biðsóttkví, þar sem þeir hafa komið að málum þar sem að grunur leikur á Covid-smiti og þar afleiðandi þurft að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir Víðir.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira