Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 13:41 Vilhjálmur Birgisson kveður varaforsetaembættið hjá ASÍ. visir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sendi Drífu Snædal forseta ASÍ bréf í morgun þar sem hann sagði sig frá starfi fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins. Hann tók við stöðunni í október árið 2018. Vilhjálmur segist ósammála nálgun Drífu á þá stöðu sem upp er komin í vinnumarkaðsmálum vegna kórónuveirunnar, auk þess sem „djúpstæður ágreiningur“ sé innan hluta samninganefndar ASÍ. Vilhjálmur greinir sjálfur frá uppsögn sinni í færslu á Facebook þar sem hann lýsir undrun á ummælum Drífu þess efnis að ASÍ geti ekki hugsað sér að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna. Tillagan hafi verið borin upp vegna síversnandi rekstrarskilyrða fyrirtækja í faraldrinum. Aukinheldur sögðu Samtök atvinnurekenda í morgun að ASÍ hafi ekki hugnast að skjóta launahækkunum á frest í þessu árferði, eins og gert var eftir hrun. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór [Ingólfsson] hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“ skrifar Vilhjálmur. Vísar hann þar til fyrrnefndra hugmynda um lækkun mótframlags atvinnurekenda, úr 11,5% í 8%, meðan faraldurinn gengur yfir. Með því hefði mátt verja atvinnuöryggi fólks, nú þegar mikil ásókn er í hlutabótaleið stjórnvalda og atvinnuleysi hefur stóraukist. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Þessi hugmynd hafi þó ekki hlotið hljómgrunn hjá ASÍ. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ sagði Drífa Snædal t.a.m. í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilhjálmur segist ósáttur við þetta, svo virðist vera sem að „sumir í verkalýðshreyfingunni líti á lífeyrissjóðina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagnrýna né snerta,“ skrifar Vilhjálmur áður en hann segir frá fyrrnefndri uppsögn sinni. Færslu hans má sjá hér að ofan. Drífa Snædal sendi frá sér eigin færslu vegna vendinga dagsins þar sem hún segist m.a. harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ. Vistaskipti Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sendi Drífu Snædal forseta ASÍ bréf í morgun þar sem hann sagði sig frá starfi fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins. Hann tók við stöðunni í október árið 2018. Vilhjálmur segist ósammála nálgun Drífu á þá stöðu sem upp er komin í vinnumarkaðsmálum vegna kórónuveirunnar, auk þess sem „djúpstæður ágreiningur“ sé innan hluta samninganefndar ASÍ. Vilhjálmur greinir sjálfur frá uppsögn sinni í færslu á Facebook þar sem hann lýsir undrun á ummælum Drífu þess efnis að ASÍ geti ekki hugsað sér að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna. Tillagan hafi verið borin upp vegna síversnandi rekstrarskilyrða fyrirtækja í faraldrinum. Aukinheldur sögðu Samtök atvinnurekenda í morgun að ASÍ hafi ekki hugnast að skjóta launahækkunum á frest í þessu árferði, eins og gert var eftir hrun. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór [Ingólfsson] hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“ skrifar Vilhjálmur. Vísar hann þar til fyrrnefndra hugmynda um lækkun mótframlags atvinnurekenda, úr 11,5% í 8%, meðan faraldurinn gengur yfir. Með því hefði mátt verja atvinnuöryggi fólks, nú þegar mikil ásókn er í hlutabótaleið stjórnvalda og atvinnuleysi hefur stóraukist. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Þessi hugmynd hafi þó ekki hlotið hljómgrunn hjá ASÍ. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ sagði Drífa Snædal t.a.m. í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilhjálmur segist ósáttur við þetta, svo virðist vera sem að „sumir í verkalýðshreyfingunni líti á lífeyrissjóðina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagnrýna né snerta,“ skrifar Vilhjálmur áður en hann segir frá fyrrnefndri uppsögn sinni. Færslu hans má sjá hér að ofan. Drífa Snædal sendi frá sér eigin færslu vegna vendinga dagsins þar sem hún segist m.a. harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ.
Vistaskipti Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39
Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48