Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2020 15:45 María Mjöll. Þau hjá utanríkisráðuneytinu standa í ströngu, hafa haft samband við Íslendinga sem staddir eru á erlendri grundu og kannað hug þeirra, hvort þeir kjósi að koma heim. Þeim upplýsingum er svo miðlað til Icelandair sem skipuleggur ferðir sem byggja á þeim upplýsingum. visir/vilhelm Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. Brottför frá Leifsstöð er klukkan níu um morguninn en frá Arlanda-flugvelli í Svíþjóð klukkan þrjú. Eins og Vísir hefur fjallað um er nú reynt að mæta margvíslegum vanda Íslendinga sem vilja komast heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Flugsamgöngur hafa verið stopular, fólk er fast á Spáni og einnig í Skandinavíu. Vísir ræddi í við Rúnar Vilhjálmsson prófessor sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega, telur þau skorta frumkvæði og hafi í raun afsalað sér öllum ráðum til Icelandair. Hann hefur lýst ýmsum vandkvæðum þeirra sem eru strandaglópar í Skandinavíu, en utanríkisráðuneytið hefur bent á áætlunarflug Icelandair til London í því samhengi, sem reynist mörgum erfitt að nýta sér. Rúnar Vilhjálmsson prófessor segir að til skemmri tíma verði að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu. Icelandair hefur nú tilkynnt um áætlun flugs til Stokkhólms, eftir viku. Kona Rúnars hefur ekki komist til landsins en hún vildi láta reyna á flug frá Stokkhólmi. Rúnar ritaði harðort bréf til utanríkisráðuneytisins, sem hann stílaði á Maríu Mjöll Jónsdóttur deildarstjóra upplýsingamála þar sem hann segir meðal annars að Icelandair hafi í hendi sér „í hvaða mæli, og hvernig, landið er opið gagnvart umheiminum þegar kemur að flutningum fólks og varnings á tímum almannavár.“ Rúnar telur að þessa óbeinu aðkomu stjórnvalda þurfi að endurskoða. „Til skemmri tíma verður að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu.“ María Mjöll segir að þau hjá utanríkisráðuneytinu hafi haft samband við flesta Íslendinga sem staddir eru erlendis og skráðir sem slíkir hjá ráðuneytinu og miðlað þeim upplýsingum til Icelandair. Sem þá skipuleggur flugferðir í samræmi við metna eftirspurn og þörf. Utanríkismál Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. Brottför frá Leifsstöð er klukkan níu um morguninn en frá Arlanda-flugvelli í Svíþjóð klukkan þrjú. Eins og Vísir hefur fjallað um er nú reynt að mæta margvíslegum vanda Íslendinga sem vilja komast heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Flugsamgöngur hafa verið stopular, fólk er fast á Spáni og einnig í Skandinavíu. Vísir ræddi í við Rúnar Vilhjálmsson prófessor sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega, telur þau skorta frumkvæði og hafi í raun afsalað sér öllum ráðum til Icelandair. Hann hefur lýst ýmsum vandkvæðum þeirra sem eru strandaglópar í Skandinavíu, en utanríkisráðuneytið hefur bent á áætlunarflug Icelandair til London í því samhengi, sem reynist mörgum erfitt að nýta sér. Rúnar Vilhjálmsson prófessor segir að til skemmri tíma verði að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu. Icelandair hefur nú tilkynnt um áætlun flugs til Stokkhólms, eftir viku. Kona Rúnars hefur ekki komist til landsins en hún vildi láta reyna á flug frá Stokkhólmi. Rúnar ritaði harðort bréf til utanríkisráðuneytisins, sem hann stílaði á Maríu Mjöll Jónsdóttur deildarstjóra upplýsingamála þar sem hann segir meðal annars að Icelandair hafi í hendi sér „í hvaða mæli, og hvernig, landið er opið gagnvart umheiminum þegar kemur að flutningum fólks og varnings á tímum almannavár.“ Rúnar telur að þessa óbeinu aðkomu stjórnvalda þurfi að endurskoða. „Til skemmri tíma verður að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu.“ María Mjöll segir að þau hjá utanríkisráðuneytinu hafi haft samband við flesta Íslendinga sem staddir eru erlendis og skráðir sem slíkir hjá ráðuneytinu og miðlað þeim upplýsingum til Icelandair. Sem þá skipuleggur flugferðir í samræmi við metna eftirspurn og þörf.
Utanríkismál Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24
Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57