Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Sylvía Hall og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2020 17:48 Hörður Oddfríðarson er dagskrárstjóri SÁÁ. Vísir Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. Í kjölfarið lét Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri og yfirlæknir á Vogi, skyndilega af störfum en hún kvaðst ekki geta sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Mikið hefur gengið á í kjölfarið og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Hörður Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær en hann segir ástandið innan samtakanna vera erfitt. Hann ræddi stöðuna í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í dag. Sjá einnig: Sakar framkvæmdastjórn SÁÁ um „ofbeldi og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum“ „Það sem kannski skiptir máli er annars vegar það að það er verið að fara inn á faglegt svæði og inn í faglega stjórnun fram hjá lækningaforstjóranum sem er Valgerður Rúnarsdóttir og hins vegar hefur verið bara ofbeldi og einelti í gangi, sérstaklega gagnvart þeim tveimur Valgerði og Ingunni Hansdóttur yfirsálfræðingi. Það hefur bara birst í því að það er verið að grafa undan þeim, verið að gera lítið úr þeirra menntun, verið að gera lítið því sem þær eru að gera og hafa verið að gera.“ Þetta er í samræmi við þá gagnrýni sem starfsmenn hafa sett fram en í vantrauststillögu þeirra var kallað eftir því að fagleg stjórn yrði skipuð. Þá væru Valgerður og Ingunn þær hæfustu til þess að leiða þá starfsemi sem fram færi inn á Vogi en Hörður segir þær hafa verið beittar ofbeldi af framkvæmdastjórn samtakanna. „Ofbeldið kemur fyrst of fremst fram í því að framkvæmdastjórn samtakanna hefur ekki staðið með þeim í vetur og þegar að þetta er orðið svona alveg síendurtekið og það er síendurtekið verið að taka fólk á teppið, það er síendurtekið verið að gera lítið úr því sem fólk gerir og grafa undan því og þeir sem eiga að verja þeir eru þá þeir sem eru að framkvæma það og þá er það auðvitað orðið ofbeldi og það heitir orðið einelti því að þetta er endurtekið.“ Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur Hörður segir miklar breytingar hafa átt sér stað innan samtakanna eftir að Ingunn Halldóttir kom til starfa sem yfirsálfræðingur og svo þegar Valgerður hafi tekið við sem yfirlæknir á Vogi. Þær hafi til að byrja með starfað með góðum stuðningi og framkvæmdastjórnarinnar. „Svo hefur bara í vetur einhvern veginn allt snúist á hvolf og við höfum bara fundið fyrir þessu óöryggi þegar að innan úr framkvæmdastjórn fara í rauninni að koma efasemdir og fara að koma eins og maður segir, það er verið að grafa undan þeim megin frá.“ Telur stjórnina vilja koma öðrum að Hörður sakar stjórnina jafnframt um að hafa nýtt sér endurskoðun á samningum félagsins við ríkið til þess að reyna losa sig við Ingunn og Valgerði. „Þegar þú tekur eingöngu bara krónumælistikuna og ferð svo og tekur úrelta samninga við ríkið og notar það sem afsökun til að losa þig við manneskju við sem þú vilt losa þig við, það er það sem ég er að ætla þeim. Af því að það er það sem hefur einhvern veginn legið í loftinu, það er í rauninni að losa sig við þær tvær til að koma þá einhverjum öðrum að hlýtur að vera, sem er þá betur þóknanlegur.“ Vantrauststillaga var borin upp á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ á stjórnarfundi síðasta sunnudag. Fundurinn var boðaður í skyndi í kjölfar uppsagnar Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis og forstjóra á sjúkrahúsinu Vogi. Sú tillaga var felld en Hörður segir það ljóst hver fer með völdin í stjórninni. „Það er alveg í augsýn hver það er sem raunverulega fer með og stýrir þessari framkvæmdarstjórn fram hjá öllu. Það auðvitað kom bara í ljós á stjórnarfundinum sem var á sunnudaginn. Þar var það Þórarinn Tyrfingsson [fyrrverandi formaður SÁÁ], sem stóð þar upp og hrútskýrði fyrir okkur hinum vitleysingunum, af því að það lá alveg í hans attitúdi, að við værum bara einhverjir vitleysingar og þyrftum að skilja hans skilning á því sem fór fram.“ Mikið hefur gengið á innan SÁÁ. Hefur óhjákvæmilega áhrif á skjólstæðinga Hörður segir starfsfólk á meðferðarsviði SÁÁ standa beint í baki og reyna að veita þjónustu undir miklu álagi nú þegar starfshlutfall margra hefur verið skert vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Það er alveg sama hvernig við snúum því. Ef þú ert búinn að vera nógu lengi að og búinn að grafa nógu mikið undan þá er þetta ekki bara ofbeldi gagnvart starfsmanninum eða starfsmannahópnum, það hefur áhrif á skjólstæðinga okkar óhjákvæmilega.“ Hann segir það vera kröfu skjólstæðinga SÁÁ og aðstandenda þeirra að félagið haldi áfram að veita góða og víðtæka þjónustu á þessu sviði og hún sé þróuð í takt við tímann. Sálfræðingar séu nú hluti af öflugu og þverfaglegu teymi sem heldur utan um starfsemina. Forsvarsmenn SÁÁ hafa sagt að ríkið borgi ekkert fyrir sálfræðiþjónustuna sem félagið veiti og að hún sé kostnaðarsöm fyrir samtökin. „Það er alveg út í hött að vera að taka meðferðina núna niður og færa hana aftur til 2001 eða 1995 eða hvað það er af því að það er minnst á eina starfsstétt í einhverjum samningi við ríkið. Hvers vega í ósköpunum sinnir ekki framkvæmdarstjórn skyldu sinni og fer þá bara í samtal við ríkisvaldið, heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra, Sjúkratryggingar Íslands og ræðir þetta,“ bætir Hörður við. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Fleiri lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn SÁÁ Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. 29. mars 2020 09:16 Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. Í kjölfarið lét Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri og yfirlæknir á Vogi, skyndilega af störfum en hún kvaðst ekki geta sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Mikið hefur gengið á í kjölfarið og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Hörður Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær en hann segir ástandið innan samtakanna vera erfitt. Hann ræddi stöðuna í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í dag. Sjá einnig: Sakar framkvæmdastjórn SÁÁ um „ofbeldi og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum“ „Það sem kannski skiptir máli er annars vegar það að það er verið að fara inn á faglegt svæði og inn í faglega stjórnun fram hjá lækningaforstjóranum sem er Valgerður Rúnarsdóttir og hins vegar hefur verið bara ofbeldi og einelti í gangi, sérstaklega gagnvart þeim tveimur Valgerði og Ingunni Hansdóttur yfirsálfræðingi. Það hefur bara birst í því að það er verið að grafa undan þeim, verið að gera lítið úr þeirra menntun, verið að gera lítið því sem þær eru að gera og hafa verið að gera.“ Þetta er í samræmi við þá gagnrýni sem starfsmenn hafa sett fram en í vantrauststillögu þeirra var kallað eftir því að fagleg stjórn yrði skipuð. Þá væru Valgerður og Ingunn þær hæfustu til þess að leiða þá starfsemi sem fram færi inn á Vogi en Hörður segir þær hafa verið beittar ofbeldi af framkvæmdastjórn samtakanna. „Ofbeldið kemur fyrst of fremst fram í því að framkvæmdastjórn samtakanna hefur ekki staðið með þeim í vetur og þegar að þetta er orðið svona alveg síendurtekið og það er síendurtekið verið að taka fólk á teppið, það er síendurtekið verið að gera lítið úr því sem fólk gerir og grafa undan því og þeir sem eiga að verja þeir eru þá þeir sem eru að framkvæma það og þá er það auðvitað orðið ofbeldi og það heitir orðið einelti því að þetta er endurtekið.“ Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur Hörður segir miklar breytingar hafa átt sér stað innan samtakanna eftir að Ingunn Halldóttir kom til starfa sem yfirsálfræðingur og svo þegar Valgerður hafi tekið við sem yfirlæknir á Vogi. Þær hafi til að byrja með starfað með góðum stuðningi og framkvæmdastjórnarinnar. „Svo hefur bara í vetur einhvern veginn allt snúist á hvolf og við höfum bara fundið fyrir þessu óöryggi þegar að innan úr framkvæmdastjórn fara í rauninni að koma efasemdir og fara að koma eins og maður segir, það er verið að grafa undan þeim megin frá.“ Telur stjórnina vilja koma öðrum að Hörður sakar stjórnina jafnframt um að hafa nýtt sér endurskoðun á samningum félagsins við ríkið til þess að reyna losa sig við Ingunn og Valgerði. „Þegar þú tekur eingöngu bara krónumælistikuna og ferð svo og tekur úrelta samninga við ríkið og notar það sem afsökun til að losa þig við manneskju við sem þú vilt losa þig við, það er það sem ég er að ætla þeim. Af því að það er það sem hefur einhvern veginn legið í loftinu, það er í rauninni að losa sig við þær tvær til að koma þá einhverjum öðrum að hlýtur að vera, sem er þá betur þóknanlegur.“ Vantrauststillaga var borin upp á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ á stjórnarfundi síðasta sunnudag. Fundurinn var boðaður í skyndi í kjölfar uppsagnar Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis og forstjóra á sjúkrahúsinu Vogi. Sú tillaga var felld en Hörður segir það ljóst hver fer með völdin í stjórninni. „Það er alveg í augsýn hver það er sem raunverulega fer með og stýrir þessari framkvæmdarstjórn fram hjá öllu. Það auðvitað kom bara í ljós á stjórnarfundinum sem var á sunnudaginn. Þar var það Þórarinn Tyrfingsson [fyrrverandi formaður SÁÁ], sem stóð þar upp og hrútskýrði fyrir okkur hinum vitleysingunum, af því að það lá alveg í hans attitúdi, að við værum bara einhverjir vitleysingar og þyrftum að skilja hans skilning á því sem fór fram.“ Mikið hefur gengið á innan SÁÁ. Hefur óhjákvæmilega áhrif á skjólstæðinga Hörður segir starfsfólk á meðferðarsviði SÁÁ standa beint í baki og reyna að veita þjónustu undir miklu álagi nú þegar starfshlutfall margra hefur verið skert vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Það er alveg sama hvernig við snúum því. Ef þú ert búinn að vera nógu lengi að og búinn að grafa nógu mikið undan þá er þetta ekki bara ofbeldi gagnvart starfsmanninum eða starfsmannahópnum, það hefur áhrif á skjólstæðinga okkar óhjákvæmilega.“ Hann segir það vera kröfu skjólstæðinga SÁÁ og aðstandenda þeirra að félagið haldi áfram að veita góða og víðtæka þjónustu á þessu sviði og hún sé þróuð í takt við tímann. Sálfræðingar séu nú hluti af öflugu og þverfaglegu teymi sem heldur utan um starfsemina. Forsvarsmenn SÁÁ hafa sagt að ríkið borgi ekkert fyrir sálfræðiþjónustuna sem félagið veiti og að hún sé kostnaðarsöm fyrir samtökin. „Það er alveg út í hött að vera að taka meðferðina núna niður og færa hana aftur til 2001 eða 1995 eða hvað það er af því að það er minnst á eina starfsstétt í einhverjum samningi við ríkið. Hvers vega í ósköpunum sinnir ekki framkvæmdarstjórn skyldu sinni og fer þá bara í samtal við ríkisvaldið, heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra, Sjúkratryggingar Íslands og ræðir þetta,“ bætir Hörður við. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Fleiri lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn SÁÁ Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. 29. mars 2020 09:16 Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00
Fleiri lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn SÁÁ Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. 29. mars 2020 09:16
Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20