Samkomubannið minnkaði eldsneytissölu um tugi prósenta Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 10:18 Eldsneyti þykir ekki jafn eftirsóknarvert og áður, nú þegar ferðum hefur fækkar í faraldri. Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. Fram að samkomubanni hafði salan verið um 8 prósent meiri en í mars í fyrra en í lok mánaðar var hún orðin um 42 prósent minni en meðalsalan á venjulegum marsdegi árið 2019. Salan hefur minnkað enn meira síðan þá. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er meðalsalan það sem af er apríl um 68 prósent lægri en sömu daga í fyrra. Hluta þessa samdráttar má rekja til minni aksturs erlendra ferðamanna. Þannig segir Hagstofan að dagana fyrir samkomubann hafi um 9 prósent eldsneytissölu verið greidd með erlendum greiðslukortum. Hlutfallið var hins vegar komið undir 1 prósent um miðjan mars. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en þó mældst nokkur aukning í sölu í byrjun apríl að sögn Hagstofunnar. Hagstofan Minni eldsneytiskaup á Íslandi tónar við þróunina úti í heimi. Meðfram því sem sífellt stærri hluta heimsbyggðarinnar var gert að búa við hvers kyns samkomu- og útgöngubönn minnkað eftirspurnin eftir eldsneyti, enda minni þörf á bensíni og olíu þegar sjaldnar er ferðast. Fyrir vikið hefur bensínverð lækkað nokkuð skarpt á síðustu mánum. Verð á tunnu af Brent-hráolíu úr Norðursjó hefur þannig lækkað um næstum 70 prósent frá upphafi árs. Svipaða sögu er að segja af verði annarra tunna sem hafa ekki aðeins mátt þola minni eftirspurn heldur jafnframt verðstríð Sádí-Araba og Rússa. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu á dögunum að draga úr framleiðslu um allt að 20 prósent til að sporna við frekari verðlækkunum. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað samhliða þessum vendingum. Bensínlítrinn kostaði t.a.m. rúmlega 242 krónur hjá N1 í upphafi árs en kostar núna um 212 krónur, lækkun upp á þrjátíu krónur á lítra. Eftir sem áður er bensínlítrinn ódýrastur hjá Costco. Þar var rukkað 198 krónur fyrir lítrann um áramót en 180 krónur í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Costco Samkomubann á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. Fram að samkomubanni hafði salan verið um 8 prósent meiri en í mars í fyrra en í lok mánaðar var hún orðin um 42 prósent minni en meðalsalan á venjulegum marsdegi árið 2019. Salan hefur minnkað enn meira síðan þá. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er meðalsalan það sem af er apríl um 68 prósent lægri en sömu daga í fyrra. Hluta þessa samdráttar má rekja til minni aksturs erlendra ferðamanna. Þannig segir Hagstofan að dagana fyrir samkomubann hafi um 9 prósent eldsneytissölu verið greidd með erlendum greiðslukortum. Hlutfallið var hins vegar komið undir 1 prósent um miðjan mars. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en þó mældst nokkur aukning í sölu í byrjun apríl að sögn Hagstofunnar. Hagstofan Minni eldsneytiskaup á Íslandi tónar við þróunina úti í heimi. Meðfram því sem sífellt stærri hluta heimsbyggðarinnar var gert að búa við hvers kyns samkomu- og útgöngubönn minnkað eftirspurnin eftir eldsneyti, enda minni þörf á bensíni og olíu þegar sjaldnar er ferðast. Fyrir vikið hefur bensínverð lækkað nokkuð skarpt á síðustu mánum. Verð á tunnu af Brent-hráolíu úr Norðursjó hefur þannig lækkað um næstum 70 prósent frá upphafi árs. Svipaða sögu er að segja af verði annarra tunna sem hafa ekki aðeins mátt þola minni eftirspurn heldur jafnframt verðstríð Sádí-Araba og Rússa. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu á dögunum að draga úr framleiðslu um allt að 20 prósent til að sporna við frekari verðlækkunum. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað samhliða þessum vendingum. Bensínlítrinn kostaði t.a.m. rúmlega 242 krónur hjá N1 í upphafi árs en kostar núna um 212 krónur, lækkun upp á þrjátíu krónur á lítra. Eftir sem áður er bensínlítrinn ódýrastur hjá Costco. Þar var rukkað 198 krónur fyrir lítrann um áramót en 180 krónur í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Costco Samkomubann á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32
Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08