Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2020 11:35 Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. Ráðherrar félags- og menntamála hafa unnið að því að verja 4,2 milljörðum króna til að skapa þrjú þúsund störf fyrir námsmenn í sumar. Annars vegar eitt þúsund störf hjá sveitarfélögum og tvö þúsund störf sem falla undir ráðuneyti og stofnanir. „Sú hugmynd að auka við sumarstörf er góð og hluti af því sem við vorum að kalla eftir að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða. Eitt af stóru málunum sem við vorum að tala um fjárhagsöryggi fyrir stúdenta með atvinnuleysisbótum. En það er ekki hægt að taka það af þeim að 3000 sumarstörf hljómar vel en samkvæmt okkar könnun eru þúsundir námsmanna ennþá umfram það sem munu vera án sumarstarfs í sumar.,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir stúdenta fjölbreyttan hóp, sumir hafa náð að halda námi sínu til streitu í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. Aðrir eru ekki svo lánsamir. „Aðrir frekar illa staddir og hafa í rauninni flosnað upp úr námi nú þegar. Svo eru enn aðrir sem sjá ekki fyrir sér að eiga fyrir skrásetningargjöldum næsta haust, námsbókum eða leigu. Fólk er að missa húsnæði sitt er á þeim stað að það á ekki fyrir útgjöldum sínum. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu fjárhagsöryggi svo fólk flosni ekki frekar upp úr námi.“ Jóna segir stúdenta gera sér grein fyrir að aðgerðapakkinn sem kynntur var í vikunni sé ekki sá síðasti. „Við höfum komið þessum kröfum beint á framfæri við forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarnefnd Alþingis, og beint við Menntamálaráðherra. Við vitum að það hefur heyrst í okkar því það var vísað í könnun okkar í aðgerðapakkanum um atvinnuleysi stúdenta. En það er kannski ekki kominn tímapunkturinn fyrir ríkisstjórnina að sýna pólitískan vilja til að tryggja fjárhagslegt öryggi stúdenta með atvinnuleysisbótum.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. Ráðherrar félags- og menntamála hafa unnið að því að verja 4,2 milljörðum króna til að skapa þrjú þúsund störf fyrir námsmenn í sumar. Annars vegar eitt þúsund störf hjá sveitarfélögum og tvö þúsund störf sem falla undir ráðuneyti og stofnanir. „Sú hugmynd að auka við sumarstörf er góð og hluti af því sem við vorum að kalla eftir að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða. Eitt af stóru málunum sem við vorum að tala um fjárhagsöryggi fyrir stúdenta með atvinnuleysisbótum. En það er ekki hægt að taka það af þeim að 3000 sumarstörf hljómar vel en samkvæmt okkar könnun eru þúsundir námsmanna ennþá umfram það sem munu vera án sumarstarfs í sumar.,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir stúdenta fjölbreyttan hóp, sumir hafa náð að halda námi sínu til streitu í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. Aðrir eru ekki svo lánsamir. „Aðrir frekar illa staddir og hafa í rauninni flosnað upp úr námi nú þegar. Svo eru enn aðrir sem sjá ekki fyrir sér að eiga fyrir skrásetningargjöldum næsta haust, námsbókum eða leigu. Fólk er að missa húsnæði sitt er á þeim stað að það á ekki fyrir útgjöldum sínum. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu fjárhagsöryggi svo fólk flosni ekki frekar upp úr námi.“ Jóna segir stúdenta gera sér grein fyrir að aðgerðapakkinn sem kynntur var í vikunni sé ekki sá síðasti. „Við höfum komið þessum kröfum beint á framfæri við forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarnefnd Alþingis, og beint við Menntamálaráðherra. Við vitum að það hefur heyrst í okkar því það var vísað í könnun okkar í aðgerðapakkanum um atvinnuleysi stúdenta. En það er kannski ekki kominn tímapunkturinn fyrir ríkisstjórnina að sýna pólitískan vilja til að tryggja fjárhagslegt öryggi stúdenta með atvinnuleysisbótum.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira