N1 mótið enn á dagskrá en með gjörbreyttu sniði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2020 16:03 N1 mótið hét áður Esso-mótið og hefur verið fastur liður hjá ungum drengjum í fótbolta. Instagram Stefnt er að því að N1 mótið á Akureyri fari fram í sumar að sögn framkvæmdastjóra KA. Það verður þó með talsvert breyttu sniði og því mögulega seinkað. Vanalega fer mótið fram dagana 1.-4. júlí. Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin. „Við stefnum á að N1 mótið fari fram en við bíðum þó eftir niðustöðum frá almannavörnum varðandi það hvers konar formerkjum það þarf að vera. Það voru nokkur félög meðal annars K.A. Breiðablik, Þróttur, Í.A. og ÍBV, sem eru svona með stærstu krakkamótin, sem hafa verið í samvinnu með KSÍ og almannavörnum um hvað þurfi til að mótin geti farið fram. Við stefnum á að mótin fari fram en það gæti verið að það verði seinkun á þeim og að mótin fari fram með takmörkunum, bæði varðandi fjöldann og fjölda foreldra sem koma með krökkunum“. Þetta segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að íþróttamót í leik-og grunnskólum verði heimil en mælst er til þess að þau fari fram án áhorfenda. Ein sviðsmyndin er því sú að sá háttur yrði hafður á núna í sumar að með hverju liði komi aðeins einn þjálfari og liðstjóri, líkt og í gamla daga. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Allavega við, Breiðablik og Þróttur, teljum okkur geta skipt upp svæðinu þannig að það myndi aldrei fara yfir þúsund eða tvö þúsund manns á hverju svæði fyrir sig. Við gætum verið á einhverjum þremur, fjórum svæðum í bænum og verið í sjö átta skólum með krakkana.“ Hugmyndin er að mótið fari fram á Akureyrarvelli, KA-svæðinu, í Boganum og jafnvel úti á Hrafnagili. Aðalmálið sé að mótið fari fram. Þrátt fyrir að börnin séu vissulega í fyrsta sæti og mest um vert að þau fái að fjölmenna á mótin þá hafa stórmót eins og N1 haft mikla þýðingu fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er stór punktur. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélagið okkar hérna fyrir norðan, það hafa verið hér dagar sem veitingastaðir og gistiheimili hafa haft nóg að gera. Við erum í samtali við Þór, en það þau alltaf verið haldin saman N1 mótið og Pollamótið hjá þeim, hvort við ættum í fyrsta skiptið í sumar að slíta þessi mót í sundur til að takmarka fjöldann inn í bæinn og þá kannski um leið að dreifa þessu niður á fleiri helgar fyrir fyrirtækin hérna í bænum.“ Sævar segir að hvernig sem fari í sumar verði farið eftir tilmælum og ráðleggingum almannavarna. Börn og uppeldi Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri KA Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Stefnt er að því að N1 mótið á Akureyri fari fram í sumar að sögn framkvæmdastjóra KA. Það verður þó með talsvert breyttu sniði og því mögulega seinkað. Vanalega fer mótið fram dagana 1.-4. júlí. Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin. „Við stefnum á að N1 mótið fari fram en við bíðum þó eftir niðustöðum frá almannavörnum varðandi það hvers konar formerkjum það þarf að vera. Það voru nokkur félög meðal annars K.A. Breiðablik, Þróttur, Í.A. og ÍBV, sem eru svona með stærstu krakkamótin, sem hafa verið í samvinnu með KSÍ og almannavörnum um hvað þurfi til að mótin geti farið fram. Við stefnum á að mótin fari fram en það gæti verið að það verði seinkun á þeim og að mótin fari fram með takmörkunum, bæði varðandi fjöldann og fjölda foreldra sem koma með krökkunum“. Þetta segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að íþróttamót í leik-og grunnskólum verði heimil en mælst er til þess að þau fari fram án áhorfenda. Ein sviðsmyndin er því sú að sá háttur yrði hafður á núna í sumar að með hverju liði komi aðeins einn þjálfari og liðstjóri, líkt og í gamla daga. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Allavega við, Breiðablik og Þróttur, teljum okkur geta skipt upp svæðinu þannig að það myndi aldrei fara yfir þúsund eða tvö þúsund manns á hverju svæði fyrir sig. Við gætum verið á einhverjum þremur, fjórum svæðum í bænum og verið í sjö átta skólum með krakkana.“ Hugmyndin er að mótið fari fram á Akureyrarvelli, KA-svæðinu, í Boganum og jafnvel úti á Hrafnagili. Aðalmálið sé að mótið fari fram. Þrátt fyrir að börnin séu vissulega í fyrsta sæti og mest um vert að þau fái að fjölmenna á mótin þá hafa stórmót eins og N1 haft mikla þýðingu fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er stór punktur. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélagið okkar hérna fyrir norðan, það hafa verið hér dagar sem veitingastaðir og gistiheimili hafa haft nóg að gera. Við erum í samtali við Þór, en það þau alltaf verið haldin saman N1 mótið og Pollamótið hjá þeim, hvort við ættum í fyrsta skiptið í sumar að slíta þessi mót í sundur til að takmarka fjöldann inn í bæinn og þá kannski um leið að dreifa þessu niður á fleiri helgar fyrir fyrirtækin hérna í bænum.“ Sævar segir að hvernig sem fari í sumar verði farið eftir tilmælum og ráðleggingum almannavarna.
Börn og uppeldi Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri KA Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira