„Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2020 11:52 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. „Við erum aðkoma út úr vetri þar sem við erum orðin vön því að skipuleggja öll innirými til að virða tveggja metra regluna, þessi fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Það sem við erum að sjá eftir að vorið kom og sumarið að fólk er úti að hreyfa sig og njóta lífsins. Það eru fleiri og fleiri veitingastaðir og verslanir að opna í miðborginni sem auðvitað draga til sín sem er frábært. Þess vegna höfum við fengið ábendingar um að við þurfum að huga að þessum hlutum til að allt gangi upp í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og almannavarnir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort borgin muni ganga lengra í lokunum en áður. „Það sem við viljum gera er að koma til móts við rekstraraðila sem vilja stækka veitingastaðina með því að færa borð og stóla á gangstéttir og jafnvel götur því þau geta tekið svo fáa inn á staðina hjá sér. Það sama getur líka átt við verslanir að einhverju leyti. Við sjáum fyrir okkur að losa um regluverkið og auðvelda rekstraraðilum svona breytingar, því við vitum að þetta hefur verið mjög erfiður vetur og vor. Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar, auðvitað fyrir borgarbúa og líka fyrir gesti borgarinnar,“ segir Dagur. Veturinn hafi einkennst af ferðalögum innandyra en nú sé komið að því að ferðast innanlands í sumar. „Reykjavík ætlar að skarta sínu fegursta í sumar og auðvelda rekstraraðilum eins og nokkur er kostur að vera í samræmi í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnalæknis en um leið að fá til sín fólk og gera skemmtilega hluti.“ Fjöldi borga hafa gripið til þess að fjölga göngugötum og hjólastígum til að koma til móts við fólk sem vill hreyfa sig og njóta útiveru. Var það til dæmis gert eftir að ásókn í útivistarsvæði borganna var orðin mjög mikil sökum kórónuveirunnar. „Vorið og sólin kom fyrr mjög víða. Ég hef tekið eftir því að það er allskonar nýmæli í þessu og mjög víða hefur þurft að fjölga og gera tímabundna hjólastíga því þeir hafa verið of mikið notaðir og göngugötum hefur stórfjölgað í sumum borgum. Sú borg hefur lent kannski hvað verst í Covid, Mílanó á Ítalíu, þar eru mjög stór plön varðandi göngugötur til að koma til móts við mannlífið og fólk sem er komið með nóg af inniverunni.“ Hann ætlar að bera þessar hugmyndir undir almannavarnir. „Mér finnst eðlilegt að bera undir almannavarnir þetta skipulag, alveg eins og við höfum borið undir almannavarnir skipulag í skólum fundarsölum og sundlaugun,. Við erum í þessu saman og gerum þetta saman. Það hefur verið gríðarlegur styrkur í öllum viðbrögðum Íslands hvað fólk hefur verið samstíga. Við höfum einsett okkur að vera það áfram. “ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. „Við erum aðkoma út úr vetri þar sem við erum orðin vön því að skipuleggja öll innirými til að virða tveggja metra regluna, þessi fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Það sem við erum að sjá eftir að vorið kom og sumarið að fólk er úti að hreyfa sig og njóta lífsins. Það eru fleiri og fleiri veitingastaðir og verslanir að opna í miðborginni sem auðvitað draga til sín sem er frábært. Þess vegna höfum við fengið ábendingar um að við þurfum að huga að þessum hlutum til að allt gangi upp í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og almannavarnir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort borgin muni ganga lengra í lokunum en áður. „Það sem við viljum gera er að koma til móts við rekstraraðila sem vilja stækka veitingastaðina með því að færa borð og stóla á gangstéttir og jafnvel götur því þau geta tekið svo fáa inn á staðina hjá sér. Það sama getur líka átt við verslanir að einhverju leyti. Við sjáum fyrir okkur að losa um regluverkið og auðvelda rekstraraðilum svona breytingar, því við vitum að þetta hefur verið mjög erfiður vetur og vor. Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar, auðvitað fyrir borgarbúa og líka fyrir gesti borgarinnar,“ segir Dagur. Veturinn hafi einkennst af ferðalögum innandyra en nú sé komið að því að ferðast innanlands í sumar. „Reykjavík ætlar að skarta sínu fegursta í sumar og auðvelda rekstraraðilum eins og nokkur er kostur að vera í samræmi í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnalæknis en um leið að fá til sín fólk og gera skemmtilega hluti.“ Fjöldi borga hafa gripið til þess að fjölga göngugötum og hjólastígum til að koma til móts við fólk sem vill hreyfa sig og njóta útiveru. Var það til dæmis gert eftir að ásókn í útivistarsvæði borganna var orðin mjög mikil sökum kórónuveirunnar. „Vorið og sólin kom fyrr mjög víða. Ég hef tekið eftir því að það er allskonar nýmæli í þessu og mjög víða hefur þurft að fjölga og gera tímabundna hjólastíga því þeir hafa verið of mikið notaðir og göngugötum hefur stórfjölgað í sumum borgum. Sú borg hefur lent kannski hvað verst í Covid, Mílanó á Ítalíu, þar eru mjög stór plön varðandi göngugötur til að koma til móts við mannlífið og fólk sem er komið með nóg af inniverunni.“ Hann ætlar að bera þessar hugmyndir undir almannavarnir. „Mér finnst eðlilegt að bera undir almannavarnir þetta skipulag, alveg eins og við höfum borið undir almannavarnir skipulag í skólum fundarsölum og sundlaugun,. Við erum í þessu saman og gerum þetta saman. Það hefur verið gríðarlegur styrkur í öllum viðbrögðum Íslands hvað fólk hefur verið samstíga. Við höfum einsett okkur að vera það áfram. “
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira