„Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2020 11:52 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. „Við erum aðkoma út úr vetri þar sem við erum orðin vön því að skipuleggja öll innirými til að virða tveggja metra regluna, þessi fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Það sem við erum að sjá eftir að vorið kom og sumarið að fólk er úti að hreyfa sig og njóta lífsins. Það eru fleiri og fleiri veitingastaðir og verslanir að opna í miðborginni sem auðvitað draga til sín sem er frábært. Þess vegna höfum við fengið ábendingar um að við þurfum að huga að þessum hlutum til að allt gangi upp í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og almannavarnir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort borgin muni ganga lengra í lokunum en áður. „Það sem við viljum gera er að koma til móts við rekstraraðila sem vilja stækka veitingastaðina með því að færa borð og stóla á gangstéttir og jafnvel götur því þau geta tekið svo fáa inn á staðina hjá sér. Það sama getur líka átt við verslanir að einhverju leyti. Við sjáum fyrir okkur að losa um regluverkið og auðvelda rekstraraðilum svona breytingar, því við vitum að þetta hefur verið mjög erfiður vetur og vor. Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar, auðvitað fyrir borgarbúa og líka fyrir gesti borgarinnar,“ segir Dagur. Veturinn hafi einkennst af ferðalögum innandyra en nú sé komið að því að ferðast innanlands í sumar. „Reykjavík ætlar að skarta sínu fegursta í sumar og auðvelda rekstraraðilum eins og nokkur er kostur að vera í samræmi í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnalæknis en um leið að fá til sín fólk og gera skemmtilega hluti.“ Fjöldi borga hafa gripið til þess að fjölga göngugötum og hjólastígum til að koma til móts við fólk sem vill hreyfa sig og njóta útiveru. Var það til dæmis gert eftir að ásókn í útivistarsvæði borganna var orðin mjög mikil sökum kórónuveirunnar. „Vorið og sólin kom fyrr mjög víða. Ég hef tekið eftir því að það er allskonar nýmæli í þessu og mjög víða hefur þurft að fjölga og gera tímabundna hjólastíga því þeir hafa verið of mikið notaðir og göngugötum hefur stórfjölgað í sumum borgum. Sú borg hefur lent kannski hvað verst í Covid, Mílanó á Ítalíu, þar eru mjög stór plön varðandi göngugötur til að koma til móts við mannlífið og fólk sem er komið með nóg af inniverunni.“ Hann ætlar að bera þessar hugmyndir undir almannavarnir. „Mér finnst eðlilegt að bera undir almannavarnir þetta skipulag, alveg eins og við höfum borið undir almannavarnir skipulag í skólum fundarsölum og sundlaugun,. Við erum í þessu saman og gerum þetta saman. Það hefur verið gríðarlegur styrkur í öllum viðbrögðum Íslands hvað fólk hefur verið samstíga. Við höfum einsett okkur að vera það áfram. “ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. „Við erum aðkoma út úr vetri þar sem við erum orðin vön því að skipuleggja öll innirými til að virða tveggja metra regluna, þessi fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Það sem við erum að sjá eftir að vorið kom og sumarið að fólk er úti að hreyfa sig og njóta lífsins. Það eru fleiri og fleiri veitingastaðir og verslanir að opna í miðborginni sem auðvitað draga til sín sem er frábært. Þess vegna höfum við fengið ábendingar um að við þurfum að huga að þessum hlutum til að allt gangi upp í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og almannavarnir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort borgin muni ganga lengra í lokunum en áður. „Það sem við viljum gera er að koma til móts við rekstraraðila sem vilja stækka veitingastaðina með því að færa borð og stóla á gangstéttir og jafnvel götur því þau geta tekið svo fáa inn á staðina hjá sér. Það sama getur líka átt við verslanir að einhverju leyti. Við sjáum fyrir okkur að losa um regluverkið og auðvelda rekstraraðilum svona breytingar, því við vitum að þetta hefur verið mjög erfiður vetur og vor. Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar, auðvitað fyrir borgarbúa og líka fyrir gesti borgarinnar,“ segir Dagur. Veturinn hafi einkennst af ferðalögum innandyra en nú sé komið að því að ferðast innanlands í sumar. „Reykjavík ætlar að skarta sínu fegursta í sumar og auðvelda rekstraraðilum eins og nokkur er kostur að vera í samræmi í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnalæknis en um leið að fá til sín fólk og gera skemmtilega hluti.“ Fjöldi borga hafa gripið til þess að fjölga göngugötum og hjólastígum til að koma til móts við fólk sem vill hreyfa sig og njóta útiveru. Var það til dæmis gert eftir að ásókn í útivistarsvæði borganna var orðin mjög mikil sökum kórónuveirunnar. „Vorið og sólin kom fyrr mjög víða. Ég hef tekið eftir því að það er allskonar nýmæli í þessu og mjög víða hefur þurft að fjölga og gera tímabundna hjólastíga því þeir hafa verið of mikið notaðir og göngugötum hefur stórfjölgað í sumum borgum. Sú borg hefur lent kannski hvað verst í Covid, Mílanó á Ítalíu, þar eru mjög stór plön varðandi göngugötur til að koma til móts við mannlífið og fólk sem er komið með nóg af inniverunni.“ Hann ætlar að bera þessar hugmyndir undir almannavarnir. „Mér finnst eðlilegt að bera undir almannavarnir þetta skipulag, alveg eins og við höfum borið undir almannavarnir skipulag í skólum fundarsölum og sundlaugun,. Við erum í þessu saman og gerum þetta saman. Það hefur verið gríðarlegur styrkur í öllum viðbrögðum Íslands hvað fólk hefur verið samstíga. Við höfum einsett okkur að vera það áfram. “
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira