Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 20:21 Sigmundur var gestur Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast fyrr við því ástandi sem nú er uppi í efnahagslífi Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segist vona að Íslendingar hafi lært af reynslunni og segir það alls ekki mega gerast að bankar hér á landi taki yfir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa höllum fæti, og selji þau síðan þegar rofar til í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Þegar stjórnvöld svo kynna aðgerðir, þá þurfa þær við þessar aðstæður að vera stórtækar og þær þurfa að vera almennar,“ segir Sigmundur. Hann telur þá niðursveiflu sem nú blasir við geta orðið þá stærstu sem sést hefur á þessari öld, sem og þeirri síðustu. „Þetta eru aðstæður sem krefjast gríðarlega mikils inngrips stjórnvalda og aðgerða sem við myndum aldrei telja eðlilegar eða ásættanlegar við aðrar aðstæður. Þær þurfa að vera umfangsmiklar og almennar. Ekki flóknar.“ Ferðaþjónustan „í sjokki“ Sigmundur telur einn megingalla þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa boðað, vera hversu flóknar þær eru í útfærslu. Hann bendir á að svokölluð brúarlán, sem boðuð voru í fyrri aðgerðapakka stjórnvalda af þeim tveimur sem hulunni hefur verið svipt af, séu ekki komin til framkvæmda. „Menn hafa ekki fundið út úr því hvernig, og þá hvort er yfir höfuð hægt að framkvæma þetta.“ Hann segir skattalækkana og niðurfellinga gjalda vera þörf. Eins segir hann beina innspýtingu í efnahagslífið nauðsynlega til að halda ákveðnum fyrirtækjum gangandi. „Það sem er kannski mest áberandi núna þegar við nálgumst mánaðamót er að það skuli ekki hafa verið brugðist við gagnvart ferðaþjónustunni. Maður skynjar það að þar er fólk nánast í sjokki eftir að hafa heyrt aðgerðapakka tvö nefndan og farið yfir hann. Menn gerðu ráð fyrir því að það yrði komið til móts við þessa grein sérstaklega og önnur fyrirtæki sem sjá fram á algjört hrun í tekjum,“ segir Sigmundur. Bankarnir megi ekki taka fyrirtækin yfir Hann segir vandséð að hægt sé að bregðast við stöðu greinarinnar, sem nú sjái fram á að hafa litlar sem engar tekjur á næstu mánuðum, öðruvísi en að gera fyrirtækjum hennar kleift að leggjast í dvala. Hann segist vona að umræða um slíkt skili sér hjá ríkisstjórninni og fljótt komi í ljós hvernig hægt verði að gera þetta mögulegt. „Það sem má alls ekki gerast við þessar aðstæður, og vonandi höfum við lært af reynslunni fyrir rúmlega tíu árum síðan, er að bankarnir setji fyrirtæki í þrot, yfirtaki þau, reki þau jafnvel í samkeppni við þau fyrirtæki sem enn eru að reyna að þrauka og selji þau svo þegar bjartari tímar byrja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunið Íslenskir bankar Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast fyrr við því ástandi sem nú er uppi í efnahagslífi Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segist vona að Íslendingar hafi lært af reynslunni og segir það alls ekki mega gerast að bankar hér á landi taki yfir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa höllum fæti, og selji þau síðan þegar rofar til í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Þegar stjórnvöld svo kynna aðgerðir, þá þurfa þær við þessar aðstæður að vera stórtækar og þær þurfa að vera almennar,“ segir Sigmundur. Hann telur þá niðursveiflu sem nú blasir við geta orðið þá stærstu sem sést hefur á þessari öld, sem og þeirri síðustu. „Þetta eru aðstæður sem krefjast gríðarlega mikils inngrips stjórnvalda og aðgerða sem við myndum aldrei telja eðlilegar eða ásættanlegar við aðrar aðstæður. Þær þurfa að vera umfangsmiklar og almennar. Ekki flóknar.“ Ferðaþjónustan „í sjokki“ Sigmundur telur einn megingalla þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa boðað, vera hversu flóknar þær eru í útfærslu. Hann bendir á að svokölluð brúarlán, sem boðuð voru í fyrri aðgerðapakka stjórnvalda af þeim tveimur sem hulunni hefur verið svipt af, séu ekki komin til framkvæmda. „Menn hafa ekki fundið út úr því hvernig, og þá hvort er yfir höfuð hægt að framkvæma þetta.“ Hann segir skattalækkana og niðurfellinga gjalda vera þörf. Eins segir hann beina innspýtingu í efnahagslífið nauðsynlega til að halda ákveðnum fyrirtækjum gangandi. „Það sem er kannski mest áberandi núna þegar við nálgumst mánaðamót er að það skuli ekki hafa verið brugðist við gagnvart ferðaþjónustunni. Maður skynjar það að þar er fólk nánast í sjokki eftir að hafa heyrt aðgerðapakka tvö nefndan og farið yfir hann. Menn gerðu ráð fyrir því að það yrði komið til móts við þessa grein sérstaklega og önnur fyrirtæki sem sjá fram á algjört hrun í tekjum,“ segir Sigmundur. Bankarnir megi ekki taka fyrirtækin yfir Hann segir vandséð að hægt sé að bregðast við stöðu greinarinnar, sem nú sjái fram á að hafa litlar sem engar tekjur á næstu mánuðum, öðruvísi en að gera fyrirtækjum hennar kleift að leggjast í dvala. Hann segist vona að umræða um slíkt skili sér hjá ríkisstjórninni og fljótt komi í ljós hvernig hægt verði að gera þetta mögulegt. „Það sem má alls ekki gerast við þessar aðstæður, og vonandi höfum við lært af reynslunni fyrir rúmlega tíu árum síðan, er að bankarnir setji fyrirtæki í þrot, yfirtaki þau, reki þau jafnvel í samkeppni við þau fyrirtæki sem enn eru að reyna að þrauka og selji þau svo þegar bjartari tímar byrja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunið Íslenskir bankar Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira