Ekið á 12 ára dreng Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 05:52 Drengurinn var fluttur á spítala eftir slysið en hann er talinn fótbrotinn. Hvers kyns umferðalagabrot- og óhöpp settu svip á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Má þar nefna fjölmörg tilfelli hraða- og ölvunaraksturs, hjólaslys þar sem köttur kom við sögu auk þess sem ekið var á 12 ára dreng. Svæsnasti hraðaaksturinn er sagður hafa átt sér stað á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg á tíunda tímanum í gærkvöld. Þar segist lögreglan hafa mælt bifhjól á 164 km/klst, en þar er hámarkshraðinn 80 km/klst. Lögreglumenn höfðu hendur í hári ökumannsins, fluttu hann á lögreglustöð og sviptu hann ökuréttindum til bráðabirgða. Flytja þurfti 12 ára dreng á sjúkrahús eftir að ekið var á hann í Garðabæ, síðdegis í gær. Drengurinn er talinn fótbrotinn en af lestri dagbókar lögreglu að dæma virðist ökumaðurinn sem keyrði á drenginn ekki vera grunaður um neitt saknæmt í akstri sínum. Hjólreiðamaður komst einnig í hann krappan í Fossvogi um klukkan 23 í gærkvöld þegar köttur hljóp í veg fyrir hann. Hjólreiðamaðurinn féll við það af hjóli sínu og var illa áttaður eftir fallið að sögn lögreglu. Þar sem hann kvartaði undan verk í öxl og brjóstkassa var talin þörf á að flytja manninn á bráðadeild til aðhlynningar. Þá segist lögreglan hafa stöðvað hið minnsta fimm ökumenn sem taldir eru hafa ekið undir áhrifum vímu- og fíkniefna. Þrír þeirra eru jafnframt sagðir hafa ítrekað verið staðnir að því að aka án ökuréttinda. Skráningarnúmer á bíl eins þeirra voru aukinheldur klippt af því bifreiðin var sögð ótryggð. Lögreglumál Samgönguslys Garðabær Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Hvers kyns umferðalagabrot- og óhöpp settu svip á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Má þar nefna fjölmörg tilfelli hraða- og ölvunaraksturs, hjólaslys þar sem köttur kom við sögu auk þess sem ekið var á 12 ára dreng. Svæsnasti hraðaaksturinn er sagður hafa átt sér stað á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg á tíunda tímanum í gærkvöld. Þar segist lögreglan hafa mælt bifhjól á 164 km/klst, en þar er hámarkshraðinn 80 km/klst. Lögreglumenn höfðu hendur í hári ökumannsins, fluttu hann á lögreglustöð og sviptu hann ökuréttindum til bráðabirgða. Flytja þurfti 12 ára dreng á sjúkrahús eftir að ekið var á hann í Garðabæ, síðdegis í gær. Drengurinn er talinn fótbrotinn en af lestri dagbókar lögreglu að dæma virðist ökumaðurinn sem keyrði á drenginn ekki vera grunaður um neitt saknæmt í akstri sínum. Hjólreiðamaður komst einnig í hann krappan í Fossvogi um klukkan 23 í gærkvöld þegar köttur hljóp í veg fyrir hann. Hjólreiðamaðurinn féll við það af hjóli sínu og var illa áttaður eftir fallið að sögn lögreglu. Þar sem hann kvartaði undan verk í öxl og brjóstkassa var talin þörf á að flytja manninn á bráðadeild til aðhlynningar. Þá segist lögreglan hafa stöðvað hið minnsta fimm ökumenn sem taldir eru hafa ekið undir áhrifum vímu- og fíkniefna. Þrír þeirra eru jafnframt sagðir hafa ítrekað verið staðnir að því að aka án ökuréttinda. Skráningarnúmer á bíl eins þeirra voru aukinheldur klippt af því bifreiðin var sögð ótryggð.
Lögreglumál Samgönguslys Garðabær Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira