Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2020 19:40 Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna kórónuveirunnar á Landspítalanum og rými skapast þá fyrir aðra sjúklinga. Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. Landspítalinn sinnir að jafnaði um 120 til 130 aðgerðum á viku. Frá því að ákveðið var að dresta skipulögðum, eða valkvæðum, aðgerðum í lok mars er talið að ekki hafi orðið af um sjötíu aðgerðum í hverri viku. Þar á meðal eru til dæmis liðskipti- og mjaðmaaðgerðir auk hjartaaðgerða sem taldar voru geta beðið. Þessar aðgerðir verða hafnar að nýju 4. maí. Á sex vikna tímabili má reikna með að ekki hafi orðið af 420 aðgerðum sem nú bíða. „Það hafa vissulega verið valkvæðar aðgerðir, eins og hjá krabbameinsveikum og hjá fólki með alvarlega hjartasjúkdóma, þar sem ekki hefur verið hægt að bíða. En annað hefur beðið,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna veirunnar. Gjörgæslurýmum undir covid-sjúklinga hefur verið fækkað og umsvif covid-göngudeildar minnkuð. „Við erum nú fyrst og fremst með tvær deildir sem eru að sinna covid-sjúklingum en þegar mest var vorum við með fjórar deildir í því,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Samhliða þessu fjölgar rýmum fyrir aðra sjúklinga sem þurfa í aðgerðir sem hefur verið frestað. Covid-göngudeildin verður þó áfram starfrækt í einhverju formi. „Líklega fram á haustið vegna þess að við þurfum að vera tilbúin að bregðast við aftur,“ segir hann. Landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ljóst væri orðið að heilbrigðiskerfið hafi ráðið vel við faraldurinn. „Við vorum með mönnun, tæki, lyf og hlífðarbúnað sem hæfði,“ sagði Alma Möller. Beinn kostnaður við viðbúnaðinn hleypur á hundruðum milljóna. „Síðan höfum við auðvitað í innkaupum verið að kaupa inn birgðir fyrir allt landið og það eru hærri upphæðir þar,“ segir Páll. Nærri tvö hundruð bakverðir réðu sig tímabundið til starfa í heilbrigðiskerfinu. Þeim mun fækka töluvert í maí. „En það er auðvitað fólk þarna með mjög dýrmæta sérþekkingu sem við myndum helst vilja fá til okkar varanlega,“ segir Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. Landspítalinn sinnir að jafnaði um 120 til 130 aðgerðum á viku. Frá því að ákveðið var að dresta skipulögðum, eða valkvæðum, aðgerðum í lok mars er talið að ekki hafi orðið af um sjötíu aðgerðum í hverri viku. Þar á meðal eru til dæmis liðskipti- og mjaðmaaðgerðir auk hjartaaðgerða sem taldar voru geta beðið. Þessar aðgerðir verða hafnar að nýju 4. maí. Á sex vikna tímabili má reikna með að ekki hafi orðið af 420 aðgerðum sem nú bíða. „Það hafa vissulega verið valkvæðar aðgerðir, eins og hjá krabbameinsveikum og hjá fólki með alvarlega hjartasjúkdóma, þar sem ekki hefur verið hægt að bíða. En annað hefur beðið,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna veirunnar. Gjörgæslurýmum undir covid-sjúklinga hefur verið fækkað og umsvif covid-göngudeildar minnkuð. „Við erum nú fyrst og fremst með tvær deildir sem eru að sinna covid-sjúklingum en þegar mest var vorum við með fjórar deildir í því,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Samhliða þessu fjölgar rýmum fyrir aðra sjúklinga sem þurfa í aðgerðir sem hefur verið frestað. Covid-göngudeildin verður þó áfram starfrækt í einhverju formi. „Líklega fram á haustið vegna þess að við þurfum að vera tilbúin að bregðast við aftur,“ segir hann. Landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ljóst væri orðið að heilbrigðiskerfið hafi ráðið vel við faraldurinn. „Við vorum með mönnun, tæki, lyf og hlífðarbúnað sem hæfði,“ sagði Alma Möller. Beinn kostnaður við viðbúnaðinn hleypur á hundruðum milljóna. „Síðan höfum við auðvitað í innkaupum verið að kaupa inn birgðir fyrir allt landið og það eru hærri upphæðir þar,“ segir Páll. Nærri tvö hundruð bakverðir réðu sig tímabundið til starfa í heilbrigðiskerfinu. Þeim mun fækka töluvert í maí. „En það er auðvitað fólk þarna með mjög dýrmæta sérþekkingu sem við myndum helst vilja fá til okkar varanlega,“ segir Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira