KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 19:30 Aleksander Ceferin er forseti UEFA. VÍSIR/GETTY UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. Þetta er tilkynnt á heimasíðu UEFA í dag. Þar segir að samtals veiti UEFA 55 aðildarsamböndum sínum samtals 236,5 milljónir evra. Fær hvert þeirra jafnmikið í sinn hlut. Tekið er fram að samböndin ráði því alfarið sjálf hvernig fénu verði ráðstafað og að greiðslurnar komi í ár og á næsta ári. Peningarnir koma úr UEFA HatTrick sjóðnum og átti að vera útdeilt á árunum 2020-2023 til að styðja við þróun íþróttarinnar með ýmsum hætti. Um fyrirframgreiðslu er því að ræða á fé sem KSÍ hefur til að mynda þegar eyrnamerkt ákveðnum rekstrarkostnaði og verkefnum. „Íþróttin okkar glímir við fordæmalausa áskorun vegna Covid-19 krísunnar. UEFA vill hjálpa aðildarsamböndum sínum til að bregðast við með þeim hætti sem hentar hverju þeirra fyrir sig. Þess vegna höfum við ákveðið að veita hverju sambandi allt að 4,3 milljónir evra, sem greiddar verða út á þessu ári og því næsta, og sem hluti af framkvæmdastyrk, og að samböndin geti nýtt þessa fjármuni með þeim hætti sem þau telja bestan til að byggja fótboltasamfélagið upp,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA. Íslenski boltinn KSÍ UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. 23. apríl 2020 17:00 Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 07:00 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. Þetta er tilkynnt á heimasíðu UEFA í dag. Þar segir að samtals veiti UEFA 55 aðildarsamböndum sínum samtals 236,5 milljónir evra. Fær hvert þeirra jafnmikið í sinn hlut. Tekið er fram að samböndin ráði því alfarið sjálf hvernig fénu verði ráðstafað og að greiðslurnar komi í ár og á næsta ári. Peningarnir koma úr UEFA HatTrick sjóðnum og átti að vera útdeilt á árunum 2020-2023 til að styðja við þróun íþróttarinnar með ýmsum hætti. Um fyrirframgreiðslu er því að ræða á fé sem KSÍ hefur til að mynda þegar eyrnamerkt ákveðnum rekstrarkostnaði og verkefnum. „Íþróttin okkar glímir við fordæmalausa áskorun vegna Covid-19 krísunnar. UEFA vill hjálpa aðildarsamböndum sínum til að bregðast við með þeim hætti sem hentar hverju þeirra fyrir sig. Þess vegna höfum við ákveðið að veita hverju sambandi allt að 4,3 milljónir evra, sem greiddar verða út á þessu ári og því næsta, og sem hluti af framkvæmdastyrk, og að samböndin geti nýtt þessa fjármuni með þeim hætti sem þau telja bestan til að byggja fótboltasamfélagið upp,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Íslenski boltinn KSÍ UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. 23. apríl 2020 17:00 Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 07:00 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira
Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. 23. apríl 2020 17:00
Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 07:00
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30