Lukka með klifurvegg í garðinum og herberginu Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 23:00 Lukka Mörk hefur verið að klifra í mörg ár þrátt fyrir að hún sé aðeins 16 ára gömul. Vísir/Vilhelm Lukka Mörk, 16 ára klifurkona, var ferðbúin og mjög spennt fyrir Norðurlandamótinu þegar hætt var við mótið vegna kórónuveirufaraldursins. Í samkomubanninu hefur hún æft sig í garðinum heima og er komin með prýðisgóða aðstöðu til þess. Henry Birgir Gunnarsson heimsótti Lukku í Sportinu í dag, á heimili hennar í Kópavogi. Þar er nú kominn upp myndarlegur klifurveggur sem Lukka æfir sig á en hún stefnir á þátttöku í stórum mótum erlendis í þessari vaxandi íþrótt. „Ég var búin að prófa margar íþróttir og svo komu foreldrar mínir mér í klifur og ég festist alveg í því. Það hefur gengið vel hjá mér eiginlega síðan ég byrjaði. Þetta hefur alltaf verið mitt sport,“ segir Lukka sem byrjaði að klifra átta ára gömul. Sigurður Ólafur Sigurðsson, faðir Lukku, segist hafa orðið að gera eitthvað í málunum þegar Lukka komst ekki lengur á klifuræfingar vegna samkomubanns. Hún er þó búin að vera með klifuraðstöðu í herberginu sínu í mörg ár. „Hún hefur í nokkur ár verið með aðstöðu inni en þegar hún var búin að vera „innilokuð“ í svona langan tíma lét maður verða af því að setja eitthvað upp hérna úti, svo hún geti eitthvað aðeins haldið sér við,“ sagði Sigurður. Lukka hefur eins og fyrr segir þegar misst af Norðurlandamóti en einnig æfingaferð til Frakklands vegna kórónuveirunnar, en ætlar sér stóra hluti þegar hægt verður að keppa að nýju. „Maður var orðinn frekar spenntur, sérstaklega fyrir Norðurlandamótinu. Við áttum að fara út um nóttina en ferðinni var aflýst klukkan sex um kvöldið. Við vorum því búin að pakka og allt, og því mjög spælandi að missa af þessu,“ sagði Lukka. Klippa: Sportið í dag - Lukka klifrar í garðinum heima Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Klifur Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Lukka Mörk, 16 ára klifurkona, var ferðbúin og mjög spennt fyrir Norðurlandamótinu þegar hætt var við mótið vegna kórónuveirufaraldursins. Í samkomubanninu hefur hún æft sig í garðinum heima og er komin með prýðisgóða aðstöðu til þess. Henry Birgir Gunnarsson heimsótti Lukku í Sportinu í dag, á heimili hennar í Kópavogi. Þar er nú kominn upp myndarlegur klifurveggur sem Lukka æfir sig á en hún stefnir á þátttöku í stórum mótum erlendis í þessari vaxandi íþrótt. „Ég var búin að prófa margar íþróttir og svo komu foreldrar mínir mér í klifur og ég festist alveg í því. Það hefur gengið vel hjá mér eiginlega síðan ég byrjaði. Þetta hefur alltaf verið mitt sport,“ segir Lukka sem byrjaði að klifra átta ára gömul. Sigurður Ólafur Sigurðsson, faðir Lukku, segist hafa orðið að gera eitthvað í málunum þegar Lukka komst ekki lengur á klifuræfingar vegna samkomubanns. Hún er þó búin að vera með klifuraðstöðu í herberginu sínu í mörg ár. „Hún hefur í nokkur ár verið með aðstöðu inni en þegar hún var búin að vera „innilokuð“ í svona langan tíma lét maður verða af því að setja eitthvað upp hérna úti, svo hún geti eitthvað aðeins haldið sér við,“ sagði Sigurður. Lukka hefur eins og fyrr segir þegar misst af Norðurlandamóti en einnig æfingaferð til Frakklands vegna kórónuveirunnar, en ætlar sér stóra hluti þegar hægt verður að keppa að nýju. „Maður var orðinn frekar spenntur, sérstaklega fyrir Norðurlandamótinu. Við áttum að fara út um nóttina en ferðinni var aflýst klukkan sex um kvöldið. Við vorum því búin að pakka og allt, og því mjög spælandi að missa af þessu,“ sagði Lukka. Klippa: Sportið í dag - Lukka klifrar í garðinum heima Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Klifur Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira