„Ekki króna inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 19:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í höfuðstöðvunum í dag. MYND/STÖÐ 2 „Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. UEFA hefur ákveðið að flýta útdeilingu styrkja til aðildarsambanda sinna en þeir nema að hámarki jafnvirði 680 milljóna króna fyrir hvert samband. Klara segir KSÍ reyndar ekki uppfylla öll skilyrði til að fá hámarksupphæðina, til að mynda haldi KSÍ ekki úti futsal-landsliði. Þá fær KSÍ að minnsta kosti 73 milljóna króna fyrirframgreiðslu frá FIFA. Í hvorugu tilvikinu er því um „nýja“ styrki að ræða, aðeins fyrirframgreiðslur. „Þetta er bara peningur sem við gerðum ráð fyrir í rekstrinum. Þetta er peningur sem fer í það að reka mótahaldið hjá okkur, borga laun dómara, borga laun starfsmanna, halda úti yngri landsliðum og annað slíkt. Þetta er allt niðurnjörvað í okkar áætlunum og við erum með fimm ára áætlun varðandi okkar rekstur. Það er gert ráð fyrir hverri krónu þar,“ sagði Klara við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Aðspurð hvort að félögin í landinu gerðu ekki ákall til þessara peninga, í ljósi erfiðrar stöðu nú, benti Klara á að KSÍ hefði einmitt aðstoðað aðildarfélög sín með fyrirframgreiðslum á síðustu vikum. „Félögin í landinu gera ákall til og biðja um stuðning við sinn rekstur sem er mjög erfiður núna. Félögin eru að tapa miklum peningum á hverjum degi og það er þröngt í búi þar. Félögin eru því að leita aðstoðar hjá Knattspyrnusambandinu og sambandið hefur verið að fara yfir það. Við höfum verið að greiða fyrir fram síðustu vikur og erum að skoða stöðuna varðandi hvað við getum gert frekar,“ sagði Klara. Klippa: Sportpakkinn - KSÍ fær styrki frá FIFA og UEFA fyrr Sportpakkinn KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18 KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30 KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
„Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. UEFA hefur ákveðið að flýta útdeilingu styrkja til aðildarsambanda sinna en þeir nema að hámarki jafnvirði 680 milljóna króna fyrir hvert samband. Klara segir KSÍ reyndar ekki uppfylla öll skilyrði til að fá hámarksupphæðina, til að mynda haldi KSÍ ekki úti futsal-landsliði. Þá fær KSÍ að minnsta kosti 73 milljóna króna fyrirframgreiðslu frá FIFA. Í hvorugu tilvikinu er því um „nýja“ styrki að ræða, aðeins fyrirframgreiðslur. „Þetta er bara peningur sem við gerðum ráð fyrir í rekstrinum. Þetta er peningur sem fer í það að reka mótahaldið hjá okkur, borga laun dómara, borga laun starfsmanna, halda úti yngri landsliðum og annað slíkt. Þetta er allt niðurnjörvað í okkar áætlunum og við erum með fimm ára áætlun varðandi okkar rekstur. Það er gert ráð fyrir hverri krónu þar,“ sagði Klara við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Aðspurð hvort að félögin í landinu gerðu ekki ákall til þessara peninga, í ljósi erfiðrar stöðu nú, benti Klara á að KSÍ hefði einmitt aðstoðað aðildarfélög sín með fyrirframgreiðslum á síðustu vikum. „Félögin í landinu gera ákall til og biðja um stuðning við sinn rekstur sem er mjög erfiður núna. Félögin eru að tapa miklum peningum á hverjum degi og það er þröngt í búi þar. Félögin eru því að leita aðstoðar hjá Knattspyrnusambandinu og sambandið hefur verið að fara yfir það. Við höfum verið að greiða fyrir fram síðustu vikur og erum að skoða stöðuna varðandi hvað við getum gert frekar,“ sagði Klara. Klippa: Sportpakkinn - KSÍ fær styrki frá FIFA og UEFA fyrr
Sportpakkinn KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18 KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30 KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18
KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30
KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52