Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 21:23 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að á endanum muni engin tilfelli kórónuveiru greinast í Bandaríkjunum en nú greinist mörg tiflelli því svo margir fari í próf til að athuga hvort þeir séu smitaðir. Doug Mills/Getty Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. Hvergi annars staðar í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna og hvergi annars staðar hafa fleiri látið lífið af völdum hennar, eða alls um 57.000 manns. Samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins hafa um þrjár milljónir manna um heim allan greinst með veiruna og er því einn þriðji hluti greindra tilfella í Bandaríkjunum. Þá eru tilfellin í Bandaríkjunum umtalsvert fleiri en í öðrum ríkjum heims. Næstflest tilfelli hafa greinst á Spáni eða rúm 230.000 og á Ítalíu hafa rúmlega 200.000 manns greinst með veiruna. Í engu öðru landi hafa fleiri en 200.000 greinst. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var í dag inntur eftir viðbrögðum við því að meira en milljón manns hefðu nú smitast í landinu en hann sagði í febrúar, þegar aðeins fimmtán tilfelli voru staðfest í Bandaríkjunum, að fljótlega yrðu þau næstum engin. „Á endanum verða engin tilfelli. Þið verðið að skilja að það er enginn að prófa jafnmikið og við,“ svaraði Trump í dag og ítrekaði að ekkert land í heiminum væri að prófa eins mikið fyrir veirunni og gert væri í Bandaríkjunum. „Þannig að hér munu greinast fleiri tilfelli því við erum að prófa miklu, miklu meira en aðrir, tvöfalt á við aðra. Og eins og við segjum, þá mun þetta fara niður í núll á réttum tíma,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. Hvergi annars staðar í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna og hvergi annars staðar hafa fleiri látið lífið af völdum hennar, eða alls um 57.000 manns. Samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins hafa um þrjár milljónir manna um heim allan greinst með veiruna og er því einn þriðji hluti greindra tilfella í Bandaríkjunum. Þá eru tilfellin í Bandaríkjunum umtalsvert fleiri en í öðrum ríkjum heims. Næstflest tilfelli hafa greinst á Spáni eða rúm 230.000 og á Ítalíu hafa rúmlega 200.000 manns greinst með veiruna. Í engu öðru landi hafa fleiri en 200.000 greinst. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var í dag inntur eftir viðbrögðum við því að meira en milljón manns hefðu nú smitast í landinu en hann sagði í febrúar, þegar aðeins fimmtán tilfelli voru staðfest í Bandaríkjunum, að fljótlega yrðu þau næstum engin. „Á endanum verða engin tilfelli. Þið verðið að skilja að það er enginn að prófa jafnmikið og við,“ svaraði Trump í dag og ítrekaði að ekkert land í heiminum væri að prófa eins mikið fyrir veirunni og gert væri í Bandaríkjunum. „Þannig að hér munu greinast fleiri tilfelli því við erum að prófa miklu, miklu meira en aðrir, tvöfalt á við aðra. Og eins og við segjum, þá mun þetta fara niður í núll á réttum tíma,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira