Bandaríska hagkerfið dróst saman um 4,8% Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2020 16:27 Verslunareigandi í New Jersey hugar að búð sinni sem er lokuð vegna faraldursins. Líkt og annars staðar er efnahagslíf Bandaríkjanna í lamasessi. AP/Matt Rourke Samdráttur upp á 4,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi er sá mesti sem mælst hefur þar fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Engu að síður telja hagfræðingar það aðeins lognið á undan storminum þar sem samdrátturinn gæti náð allt að 30% á næsta fjórðungi. Útgjöld Bandaríkjamanna drógust saman um 7,6% og fjárfestingar fyrirtækja um 8,6% samkvæmt nýjum hagtölum við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem samdráttur verður í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hagtölurnar gefa fyrstu vísbendingarnar um áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins og aðgerða til að hefta útbreiðslu hans á hagkerfið en búist er við því að enn verra sé í vændum. Takmarkanir vegna faraldursins tóku enda ekki gildi víðast hvar fyrr en í mars. Greinendur telja þannig 30% samdrátt eða meiri líklegan á næsta ársfjórðungi, að sögn Washington Post. Slíkur samdráttur hefur ekki sést frá því í kreppunni miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. „Þetta eru verstu hörmungarnar í fleiri kynslóðir. Það gæti tekið okkur tíu ár að komast aftur þangað sem við byrjuðum. Það er ekki útilokað á þessari stundu,“ segir Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard-háskóla og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist við samdrættinum með meira en tveggja biljóna dollara neyðarpakka sem er ætlað að styrkja fyrirtæki og almenning og halda hagkerfinu gangandi. Engu að síður hafa um 26 milljónir landsmanna misst vinnuna og sótt um atvinnuleysisbætur. Fjöldi fyrirtækja rambar á barmi gjaldþrots. Sum ríki Bandaríkjanna eru þegar byrjuð að grípa til að gerða til að slaka á sóttvarnaaðgerðum og fleiri vinna að áætlunum um það. Varað hefur verið við því að faraldurinn gæti blossað upp aftur verði farið of geyst af stað. Ríkisstjórar hafa kvartað undan því að geta til að skima fyrir veirunni og rekja smit sé ekki nægileg til þess að slaka á aðgerðum ennþá. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Samdráttur upp á 4,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi er sá mesti sem mælst hefur þar fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Engu að síður telja hagfræðingar það aðeins lognið á undan storminum þar sem samdrátturinn gæti náð allt að 30% á næsta fjórðungi. Útgjöld Bandaríkjamanna drógust saman um 7,6% og fjárfestingar fyrirtækja um 8,6% samkvæmt nýjum hagtölum við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem samdráttur verður í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hagtölurnar gefa fyrstu vísbendingarnar um áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins og aðgerða til að hefta útbreiðslu hans á hagkerfið en búist er við því að enn verra sé í vændum. Takmarkanir vegna faraldursins tóku enda ekki gildi víðast hvar fyrr en í mars. Greinendur telja þannig 30% samdrátt eða meiri líklegan á næsta ársfjórðungi, að sögn Washington Post. Slíkur samdráttur hefur ekki sést frá því í kreppunni miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. „Þetta eru verstu hörmungarnar í fleiri kynslóðir. Það gæti tekið okkur tíu ár að komast aftur þangað sem við byrjuðum. Það er ekki útilokað á þessari stundu,“ segir Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard-háskóla og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist við samdrættinum með meira en tveggja biljóna dollara neyðarpakka sem er ætlað að styrkja fyrirtæki og almenning og halda hagkerfinu gangandi. Engu að síður hafa um 26 milljónir landsmanna misst vinnuna og sótt um atvinnuleysisbætur. Fjöldi fyrirtækja rambar á barmi gjaldþrots. Sum ríki Bandaríkjanna eru þegar byrjuð að grípa til að gerða til að slaka á sóttvarnaaðgerðum og fleiri vinna að áætlunum um það. Varað hefur verið við því að faraldurinn gæti blossað upp aftur verði farið of geyst af stað. Ríkisstjórar hafa kvartað undan því að geta til að skima fyrir veirunni og rekja smit sé ekki nægileg til þess að slaka á aðgerðum ennþá.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12