Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Andri Eysteinsson skrifar 29. apríl 2020 18:14 Mál EK1923 ehf. gegn Sjöstjörnunni ehf. fer nú fyrir Hæstarétt. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér. Málið sem snýr að kröfu EK1923 ehf. vegna ráðstöfunar fasteignar sem var í eigu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar samkvæmt kaupsamningi. Sveinn Andri sóttist eftir því að samningi yrði rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti Til vara var sótt eftir því að rift yrði þeirri ráðstöfun sem gerð var með skiptingaráætlun í mars 2014 sem samþykkt var á hluthafafundum félaganna í september sama árs. Til þrautavara sóttist EK1923 ehf. eftir því að kaupsamningur yrði efndur og Sjöstjörnunni gert að greiða yfir 200 milljónir króna. Þá lýtur málið einnig að kröfu EK1923 um riftun skuldar upp á 21 milljón króna og staðfestingu kyrrsetningar eigna í eigu Sjöstjörnunnar. Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva Dómur féll í Landsrétti í byrjun marsmánaðar og var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms er laut að kröfu um riftun greiðslu 15. mars 2016 og endurgreiðslu hennar sem og kyrrsetningu tveggja fasteigna. Kröfum EK1923 var að öðru leyti hafnað með dómi Landsréttar. Nú hefur leyfi verið veitt til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar Ísland. Í rökstuðningi segir „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi að því er varðar þær kröfur leyfisbeiðanda sem lúta að ráðstöfun umræddrar fasteignar til gagnaðila og um skilyrði og framkvæmd kyrrsetningar,“ því sé beiðnin tekin til greina. "Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ánægjuleg. Hún hefur það í för með sér að ekki er öll nótt úti enn fyrir kröfuhafana að fá fullar heimtur á á kröfum sínum í búið. En það er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið, Hæstiréttur á auðvitað eftir að kveða upp sinn dóm, en reikna má með að málflutningur verði í haust," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi. Sveinn segir jafnframt að eftir tilkomu Landsréttar megi segja að mál geti farið í gegnum fjórar lotur. Héraðsdóm, Landsrétt, áfrýjunarleyfi Hæstaréttar og síðan dóm Hæstaréttar. "Þriðja lotan vannst og nú er bara síðasta lotan eftir," segir lögmaðurinn hinn ánægðasti en átök hans og Skúla, sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum, eiga sér nú orðið alllanga sögu. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ranglega Landréttur hefði staðfest niðurstöðu Héraðsdóms. Rétt er að Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms að mestu leyti. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér. Málið sem snýr að kröfu EK1923 ehf. vegna ráðstöfunar fasteignar sem var í eigu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar samkvæmt kaupsamningi. Sveinn Andri sóttist eftir því að samningi yrði rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti Til vara var sótt eftir því að rift yrði þeirri ráðstöfun sem gerð var með skiptingaráætlun í mars 2014 sem samþykkt var á hluthafafundum félaganna í september sama árs. Til þrautavara sóttist EK1923 ehf. eftir því að kaupsamningur yrði efndur og Sjöstjörnunni gert að greiða yfir 200 milljónir króna. Þá lýtur málið einnig að kröfu EK1923 um riftun skuldar upp á 21 milljón króna og staðfestingu kyrrsetningar eigna í eigu Sjöstjörnunnar. Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva Dómur féll í Landsrétti í byrjun marsmánaðar og var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms er laut að kröfu um riftun greiðslu 15. mars 2016 og endurgreiðslu hennar sem og kyrrsetningu tveggja fasteigna. Kröfum EK1923 var að öðru leyti hafnað með dómi Landsréttar. Nú hefur leyfi verið veitt til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar Ísland. Í rökstuðningi segir „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi að því er varðar þær kröfur leyfisbeiðanda sem lúta að ráðstöfun umræddrar fasteignar til gagnaðila og um skilyrði og framkvæmd kyrrsetningar,“ því sé beiðnin tekin til greina. "Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ánægjuleg. Hún hefur það í för með sér að ekki er öll nótt úti enn fyrir kröfuhafana að fá fullar heimtur á á kröfum sínum í búið. En það er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið, Hæstiréttur á auðvitað eftir að kveða upp sinn dóm, en reikna má með að málflutningur verði í haust," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi. Sveinn segir jafnframt að eftir tilkomu Landsréttar megi segja að mál geti farið í gegnum fjórar lotur. Héraðsdóm, Landsrétt, áfrýjunarleyfi Hæstaréttar og síðan dóm Hæstaréttar. "Þriðja lotan vannst og nú er bara síðasta lotan eftir," segir lögmaðurinn hinn ánægðasti en átök hans og Skúla, sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum, eiga sér nú orðið alllanga sögu. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ranglega Landréttur hefði staðfest niðurstöðu Héraðsdóms. Rétt er að Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms að mestu leyti.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira