Gylfi, Jóhann Berg og allir hinir prófaðir tvisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Leicester City á Goodison Park. Getty/Chris Brunskill Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verða sendir í fjölda kórónuveiruprófa fari svo að enska úrvalsdeildin fái leyfi til að klára 2019-20 tímabilið í júní og júlí. Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið að vinna með ensku úrvalsdeildinni síðustu daga með það að markmiði að finna leiðir til að spila síðustu níu umferðir tímabilsins án þess að auka álagið á breska heilbrigðiskerfið og um leið tryggja að það verði engin smit meðal úrvalsdeildarliðanna. Leikirnir sem eftir er munu þá fara fyrir luktum dyrum og verða væntanlega spilaðir á sérvöldum hlutlausum leikvöllum. Leikmenn gætu mögulega þurft að fara í sjö vikna útlegð frá fjölskyldu og vinum svo að hægt sé að tryggja það að enginn þeirra smitist á þessum tíma. Premier League clubs will be presented with proposals to test players and officials at least twice a week, if the government approves plans for a return to full training— Sky Sports (@SkySports) April 30, 2020 Sky Sports segir frá því að ef að þessu verður þá verði fylgst mjög vel með heilsu allra leikmanna í deildinni. Aðeins eitt kórónuveirusmit gæti sett marga í sóttkví og ógnað því að deildin yrði kláruð. Samkvæmt tillögum ensku úrvalsdeildarinnar þá gætu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þurft að fara í kórónuveirupróf tvisvar í viku allt frá því að liðin fá fullt leyfi til venjulegra æfinga. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og hinir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gæti því mögulega vera búnir að fara í allt að tuttugu próf áður en deildin klárast. Þessar tillögur voru unnar í samráði við lækninn Mark Gillett, ráðgjafa ensku úrvalsdeildarinnar, og eftir að hafa borið bækur saman við það sem menn eru að gera hjá La Liga á Spáni og í Bundesligunni í Þýskalandi. Öll þessi próf mega aftur á móti ekki fara fram séu þau að koma í veg fyrir að hægt sé að prófa almenning í Bretlandi. Enska úrvalsdeildin mun því borga fyrir þessi próf sjálf og prófin munu ekki koma úr birgðum breska heilbrigðiskerfisins. Gillett læknir ræddi við marga liðslækna samkvæmt heimildum Sky Sports en þessar hugmyndir voru rædda á fjarfundi 25. apríl síðastliðinn. Eins og staðan er núna þá er stefnan að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 8. júní og klára tímabilið fyrir lok júlí. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verða sendir í fjölda kórónuveiruprófa fari svo að enska úrvalsdeildin fái leyfi til að klára 2019-20 tímabilið í júní og júlí. Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið að vinna með ensku úrvalsdeildinni síðustu daga með það að markmiði að finna leiðir til að spila síðustu níu umferðir tímabilsins án þess að auka álagið á breska heilbrigðiskerfið og um leið tryggja að það verði engin smit meðal úrvalsdeildarliðanna. Leikirnir sem eftir er munu þá fara fyrir luktum dyrum og verða væntanlega spilaðir á sérvöldum hlutlausum leikvöllum. Leikmenn gætu mögulega þurft að fara í sjö vikna útlegð frá fjölskyldu og vinum svo að hægt sé að tryggja það að enginn þeirra smitist á þessum tíma. Premier League clubs will be presented with proposals to test players and officials at least twice a week, if the government approves plans for a return to full training— Sky Sports (@SkySports) April 30, 2020 Sky Sports segir frá því að ef að þessu verður þá verði fylgst mjög vel með heilsu allra leikmanna í deildinni. Aðeins eitt kórónuveirusmit gæti sett marga í sóttkví og ógnað því að deildin yrði kláruð. Samkvæmt tillögum ensku úrvalsdeildarinnar þá gætu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þurft að fara í kórónuveirupróf tvisvar í viku allt frá því að liðin fá fullt leyfi til venjulegra æfinga. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og hinir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gæti því mögulega vera búnir að fara í allt að tuttugu próf áður en deildin klárast. Þessar tillögur voru unnar í samráði við lækninn Mark Gillett, ráðgjafa ensku úrvalsdeildarinnar, og eftir að hafa borið bækur saman við það sem menn eru að gera hjá La Liga á Spáni og í Bundesligunni í Þýskalandi. Öll þessi próf mega aftur á móti ekki fara fram séu þau að koma í veg fyrir að hægt sé að prófa almenning í Bretlandi. Enska úrvalsdeildin mun því borga fyrir þessi próf sjálf og prófin munu ekki koma úr birgðum breska heilbrigðiskerfisins. Gillett læknir ræddi við marga liðslækna samkvæmt heimildum Sky Sports en þessar hugmyndir voru rædda á fjarfundi 25. apríl síðastliðinn. Eins og staðan er núna þá er stefnan að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 8. júní og klára tímabilið fyrir lok júlí.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira