Ekki ýkja mörg hótelherbergi til skiptanna á landsbyggðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:00 Hér sést hótelið Hótel Framtíð sem er á Djúpavogi á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Ef það verði einhver verulegur áhugi hjá þjóðinni að ferðast innanlands geti herbergin verið fljót að fyllast. Rætt var við Jón Bjarka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en hann hefur lagst yfir hótelmarkaðinn hér á landi og tölfræði tengda honum. „Það sem kemur í ljós í tölunum er að Íslendingar voru þó tíundi hver hótelgestur í fyrra og það er misskipt eftir landsvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall bara sjö prósent en úti á landi er þetta töluvert,“ sagði Jón Bjarki. Vegna kórónuveirufaraldursins má gera ráð fyrir því að fáir, ef einhverjir, erlendir ferðamenn komi hingað í sumar en að sama skapi munu Íslendingar lítið sem ekkert fara til útlanda í frí. Spurningin er hvort fólk ferðist meira innanlands en verið hefur og hvort að Íslendingar muni þá gista meira á hótelum. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur Hrafnkell „Nú ferðumst við auðvitað öðruvísi innanlands og það verður að taka tillit til þess en með góðum vilja og þessu átaki sem á að ráðast í í sumar þá er nú samt hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu í gistingunni. Þannig að ég var að gefa mér að þetta gæti orðið jafnvel eitthvað á annað hundrað þúsund gistinætur sem bættust við hérna innanlands og Íslendingar væru þá að gista á innlendum hótelum í sumar, þetta 200 upp í 280 þúsund gistinætur,“ sagði Jón Bjarki. Í fyrra voru gistinætur yfir sumartímann 1,4 milljónir og gistinætur Íslendinga, verði þær allt að 280 þúsund, fylla það skarð ekki nema að litlum hluta. „Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta dreifist svo mismunandi á milli landshluta. Hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum búa 70 prósent landsmanna og væntanlega eru þeir ekkert svakalega spenntir að fara nánast í eigin bakgarð þegar þeir fá loksins frí og vilja breyta til. Þá erum við einmitt komin að þessu að víða úti á landi, til dæmis á Austurlandi, þar eru bara fjögur prósent hótelherbergja landsins og íbúar fjögur prósent landsmanna þannig að allur þorri landsmanna getur örugglega alveg hugsað sér að breyta til og fara austur, eða að minnsta kosti hafa það á radarnum, og þar eru ekkert svakalega mörg herbergi til skiptanna. Þetta er líka staðan í minni mæli á Norðurlandi og í rauninni að hluta til á Suðurlandi og Vesturlandi líka,“ sagði Jón Bjarki. Verði ferðavilji landsmanna því mikill til að ferðast um landið gæti það hreinlega gert gæfumuninn fyrir landsbyggðina. Yfir helmingur hótelherbergja sé á suðvesturhorninu, um 20 prósent á Suðurlandi og töluvert af því sem eftir stendur á Akureyri og í nágrenni. Það séu því ekki ýkja mörg hótelpláss til að mynda á Norðvesturlandi og Austurlandi. Hlusta má á viðtalið við Jón Bjarka í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15 Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Ef það verði einhver verulegur áhugi hjá þjóðinni að ferðast innanlands geti herbergin verið fljót að fyllast. Rætt var við Jón Bjarka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en hann hefur lagst yfir hótelmarkaðinn hér á landi og tölfræði tengda honum. „Það sem kemur í ljós í tölunum er að Íslendingar voru þó tíundi hver hótelgestur í fyrra og það er misskipt eftir landsvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall bara sjö prósent en úti á landi er þetta töluvert,“ sagði Jón Bjarki. Vegna kórónuveirufaraldursins má gera ráð fyrir því að fáir, ef einhverjir, erlendir ferðamenn komi hingað í sumar en að sama skapi munu Íslendingar lítið sem ekkert fara til útlanda í frí. Spurningin er hvort fólk ferðist meira innanlands en verið hefur og hvort að Íslendingar muni þá gista meira á hótelum. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur Hrafnkell „Nú ferðumst við auðvitað öðruvísi innanlands og það verður að taka tillit til þess en með góðum vilja og þessu átaki sem á að ráðast í í sumar þá er nú samt hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu í gistingunni. Þannig að ég var að gefa mér að þetta gæti orðið jafnvel eitthvað á annað hundrað þúsund gistinætur sem bættust við hérna innanlands og Íslendingar væru þá að gista á innlendum hótelum í sumar, þetta 200 upp í 280 þúsund gistinætur,“ sagði Jón Bjarki. Í fyrra voru gistinætur yfir sumartímann 1,4 milljónir og gistinætur Íslendinga, verði þær allt að 280 þúsund, fylla það skarð ekki nema að litlum hluta. „Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta dreifist svo mismunandi á milli landshluta. Hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum búa 70 prósent landsmanna og væntanlega eru þeir ekkert svakalega spenntir að fara nánast í eigin bakgarð þegar þeir fá loksins frí og vilja breyta til. Þá erum við einmitt komin að þessu að víða úti á landi, til dæmis á Austurlandi, þar eru bara fjögur prósent hótelherbergja landsins og íbúar fjögur prósent landsmanna þannig að allur þorri landsmanna getur örugglega alveg hugsað sér að breyta til og fara austur, eða að minnsta kosti hafa það á radarnum, og þar eru ekkert svakalega mörg herbergi til skiptanna. Þetta er líka staðan í minni mæli á Norðurlandi og í rauninni að hluta til á Suðurlandi og Vesturlandi líka,“ sagði Jón Bjarki. Verði ferðavilji landsmanna því mikill til að ferðast um landið gæti það hreinlega gert gæfumuninn fyrir landsbyggðina. Yfir helmingur hótelherbergja sé á suðvesturhorninu, um 20 prósent á Suðurlandi og töluvert af því sem eftir stendur á Akureyri og í nágrenni. Það séu því ekki ýkja mörg hótelpláss til að mynda á Norðvesturlandi og Austurlandi. Hlusta má á viðtalið við Jón Bjarka í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15 Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15
Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12