Logi um upphafið hjá KR: „Hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hef komið að“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 12:30 Logi Ólafsson Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Logi var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni þar sem þessi frábæri þjálfari gerði upp ferilinn sinn. Hann segir að tími sinn í KR hafi verið góður en ekki hafi verið mikið sjálfstraust í leikmannahópnum er hann kom. „Það má kannski orða það þannig að það var ekki hátt risið á mönnum. Það var ekkert sjálfstraust. Ég hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hafði komið að. Okkur tókst að halda sætinu og síðan förum við í smá breytingar á hópnum og liðinu. Sem betur fer tókst okkur að búa til mjög gott lið,“ sagði Logi sem fór nánar út í breytingarnar: „Þetta var svolítið þannig að það voru töluvert af mönnum sem unnu í bankakerfinu. Þeir komu hlaupandi í jakkafötum á æfingar og hringdu að það væri fundur í lánanefnd og að þeir kæmust ekki á æfingu. Við vildum snúa þessu við.“ „Rúnar Kristinsson var yfirmaður knattspyrnumála og Sigursteinn heitinn Gíslason var aðstoðarþjálfari. Það urðu töluvert breytingar á mannskapnum. Við fengum marga góða leikmenn og urðum bikarmeistarar 2008 og áttum feyki gott tímabil 2009 og fórum langt í Evrópukeppni.“ Logi var síðan leystur undan störfum árið 2010 og Rúnar Kristinsson, sem stýrir einnig KR-liðinu í dag, tók við liðinu. „Síðan þurfti ég frá að hverfa vegna lélegra úrslita 2010 en ég er afskaplega stoltur af því að hafa komið nálægt því að búa og byggja upp það lið. Þeir hafa unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru og Rúnar er að gera frábæra hluti. Það sér ekki fyrir endann á því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Logi um KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn KR Sportið í kvöld Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Logi var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni þar sem þessi frábæri þjálfari gerði upp ferilinn sinn. Hann segir að tími sinn í KR hafi verið góður en ekki hafi verið mikið sjálfstraust í leikmannahópnum er hann kom. „Það má kannski orða það þannig að það var ekki hátt risið á mönnum. Það var ekkert sjálfstraust. Ég hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hafði komið að. Okkur tókst að halda sætinu og síðan förum við í smá breytingar á hópnum og liðinu. Sem betur fer tókst okkur að búa til mjög gott lið,“ sagði Logi sem fór nánar út í breytingarnar: „Þetta var svolítið þannig að það voru töluvert af mönnum sem unnu í bankakerfinu. Þeir komu hlaupandi í jakkafötum á æfingar og hringdu að það væri fundur í lánanefnd og að þeir kæmust ekki á æfingu. Við vildum snúa þessu við.“ „Rúnar Kristinsson var yfirmaður knattspyrnumála og Sigursteinn heitinn Gíslason var aðstoðarþjálfari. Það urðu töluvert breytingar á mannskapnum. Við fengum marga góða leikmenn og urðum bikarmeistarar 2008 og áttum feyki gott tímabil 2009 og fórum langt í Evrópukeppni.“ Logi var síðan leystur undan störfum árið 2010 og Rúnar Kristinsson, sem stýrir einnig KR-liðinu í dag, tók við liðinu. „Síðan þurfti ég frá að hverfa vegna lélegra úrslita 2010 en ég er afskaplega stoltur af því að hafa komið nálægt því að búa og byggja upp það lið. Þeir hafa unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru og Rúnar er að gera frábæra hluti. Það sér ekki fyrir endann á því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Logi um KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn KR Sportið í kvöld Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira