Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 19:50 Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á starfsemi Icelandair líkt og annarra flugfélaga. Vísir/Vilhelm Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í bráðabirgðauppgjöri Icelandair Group kemur fram að afkoma félagsins fyrir vaxtagreiðslur og skatta hafi verið neikvæð um 26,8 milljarða króna á ársfjórðungnum. Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins er sögð hafa verið í takti við væntingar og batnað verulega á milli ára í bráðabirgðauppgjöri sem Icelandair Group birti í Kauphöllinni í kvöld. Afkoma félagsins í mars var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar. Uppgjörið í heild sinni verður verður birt mánudaginn 4. maí. Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala), að því er segir í tilkynningu Icelandair Group. Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala). Lausafjárstaða félagsins er sögð enn yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum. Stjórnendur félagsins eru nú sagðir vinna að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins sem og tryggja arðbæran rekstur til lengri tíma. Til að þau markmið náist sé félagið að undirbúa hlutafjárútboð, eins og tilkynnt hefur verið um. Fyrirhugað útboð sé háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standi einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Þá var tilkynnt í gær að íslensk stjórnvöld væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Er aðkoma stjórnvalda háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, ásamt öðrum skilyrðum sem kunna að vera sett. Eins og fram hefur komið, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Til viðbótar, hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum eins og tilkynnt var um þann 28. apríl sl. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna (12 milljónir dala) á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í bráðabirgðauppgjöri Icelandair Group kemur fram að afkoma félagsins fyrir vaxtagreiðslur og skatta hafi verið neikvæð um 26,8 milljarða króna á ársfjórðungnum. Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins er sögð hafa verið í takti við væntingar og batnað verulega á milli ára í bráðabirgðauppgjöri sem Icelandair Group birti í Kauphöllinni í kvöld. Afkoma félagsins í mars var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar. Uppgjörið í heild sinni verður verður birt mánudaginn 4. maí. Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala), að því er segir í tilkynningu Icelandair Group. Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala). Lausafjárstaða félagsins er sögð enn yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum. Stjórnendur félagsins eru nú sagðir vinna að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins sem og tryggja arðbæran rekstur til lengri tíma. Til að þau markmið náist sé félagið að undirbúa hlutafjárútboð, eins og tilkynnt hefur verið um. Fyrirhugað útboð sé háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standi einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Þá var tilkynnt í gær að íslensk stjórnvöld væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Er aðkoma stjórnvalda háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, ásamt öðrum skilyrðum sem kunna að vera sett. Eins og fram hefur komið, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Til viðbótar, hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum eins og tilkynnt var um þann 28. apríl sl. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna (12 milljónir dala) á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira