Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 21:16 Dr. Tedros, forstjóri WHO, varði stofnunina fyrir gagnrýni Bandaríkjastjórnar á blaðamannafundi í dag. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. WHO lýsti yfir alþjóðlegu heilbrigðisneyðarástandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem hafði komið upp í Kína 30. janúar. Þá höfðu aðeins 82 smit greinst utan Kína og enginn látist. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, kom stofnuninni og viðbrögðum hennar til varnar á blaðamannafundi í dag og sagði hana ekki hafa sóað neinum tíma. Ríki heims hafi fengið nægan tíma til að bregðast við yfirvofandi faraldri. .@WHO Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus gave a robust defence of his and the WHO s timely actions in declaring the new coronavirus an international emergency at the end of January https://t.co/wC8qTwQh9z https://t.co/bxwLCdDiia— Reuters (@Reuters) May 1, 2020 Trump Bandaríkjaforseti lét stöðva fjárframlög Bandaríkjastjórnar til WHO í tvo mánuði. Hann hefur sakaða stofnunina um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing og að hafa ekki varað önnur ríki við nógu hratt. Gagnrýnendur Trump segja að hann reyni að dreifa athyglinni frá seinum og lélegum viðbrögðum eigin ríkisstjórnar með því að ráðast á WHO. Auk þess að stöðva fjárveitingar til WHO eru Trump og ráðgjafar hans sagði grafa undan stofnunni á bak við tjöldin. Trump hefur ennfremur kynt undir samsæriskenningar um að veiran hafi verið framleitt á tilraunastofu í Kína, þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar. Michael Ryan, yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir stofnunina hafa heyrt ítrekað frá fjölda vísindamanna sem hafa rannsakað genamengi veirunnar sem fullvissi hana um að veiran eigi sér náttúrulegan uppruna. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. WHO lýsti yfir alþjóðlegu heilbrigðisneyðarástandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem hafði komið upp í Kína 30. janúar. Þá höfðu aðeins 82 smit greinst utan Kína og enginn látist. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, kom stofnuninni og viðbrögðum hennar til varnar á blaðamannafundi í dag og sagði hana ekki hafa sóað neinum tíma. Ríki heims hafi fengið nægan tíma til að bregðast við yfirvofandi faraldri. .@WHO Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus gave a robust defence of his and the WHO s timely actions in declaring the new coronavirus an international emergency at the end of January https://t.co/wC8qTwQh9z https://t.co/bxwLCdDiia— Reuters (@Reuters) May 1, 2020 Trump Bandaríkjaforseti lét stöðva fjárframlög Bandaríkjastjórnar til WHO í tvo mánuði. Hann hefur sakaða stofnunina um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing og að hafa ekki varað önnur ríki við nógu hratt. Gagnrýnendur Trump segja að hann reyni að dreifa athyglinni frá seinum og lélegum viðbrögðum eigin ríkisstjórnar með því að ráðast á WHO. Auk þess að stöðva fjárveitingar til WHO eru Trump og ráðgjafar hans sagði grafa undan stofnunni á bak við tjöldin. Trump hefur ennfremur kynt undir samsæriskenningar um að veiran hafi verið framleitt á tilraunastofu í Kína, þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar. Michael Ryan, yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir stofnunina hafa heyrt ítrekað frá fjölda vísindamanna sem hafa rannsakað genamengi veirunnar sem fullvissi hana um að veiran eigi sér náttúrulegan uppruna.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39
Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17