Erfiðleikar á unglingsárum bjuggu Jóhann undir erfitt tímabil: „Ekki verið eins langt niðri í langan tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 09:45 Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt afskaplega krefjandi tímabil með Burnley. VÍSIR/GETTY Jóhann Berg Guðmundsson segir ákveðna erfiðleika á unglingsárum hafa gert sig andlega sterkan og það hafi hjálpað sér í vetur. Hann hafi ekki verið eins langt niðri í langan tíma, eins og á þessari leiktíð. Landsliðsmaðurinn segir frá þessu í viðtali við The Athletic. Þar er fyrst fjallað um það að Jóhann hafi 14 ára gamall flust til Englands vegna vinnu móður sinnar, og þá farið í unglingaakademíu Chelsea fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea. Eftir nokkra mánuði þar fór Jóhann í annað Lundúnafélag, Fulham, þar sem hann sleit krossband í hné og var frá keppni í ár. „Það var gríðarlega erfitt. Félagið kom frábærlega fram við mig og sjúkraþjálfararnir gerðu allt sem þeir gátu svo ég gæti byrjað að spila aftur. Þetta gerði mig andlega sterkan á unga aldri. Þegar maður er svona ungur þá er það eina sem maður vill að spila fótbolta. Sumir krakkar ná sér kannski ekki en það eina sem ég þráði var að verða fótboltamaður,“ segir Jóhann. Jóhann fékk ekki tilboð um skólastyrk, eins og tíðkaðist að unglingaakademíur gæfu út á þeim tíma í Englandi, svo að hann hélt heim til Íslands og bjó hjá eldri systur sinni. „Þessir kaflar í lífinu gerðu mig sterkari andlega, sem hefur hjálpað mér á þessari leiktíð.“ Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en sjaldan meira en í vetur. Hann meiddist í kálfa snemma á leiktíðinni, náði einum byrjunarliðsleik fyrir landsleikjahléið í október en meiddist svo snemma leiks gegn Frökkum á Laugardalsvelli. „Ég ætlaði framhjá leikmanni [Clement Lenglet] og hann ýtti við mér svo að öll þyngdin mín fór á vinstra lærið og það slitnaði. Ég vissi að eitthvað slæmt hefði gerst. Þetta var þriðju gráðu rifa svo að ég hefði þurft aðgerð ef þetta hefði verið eitthvað verra,“ sagði Jóhann. Ekki sniðugt að snúa aftur í jólatörninni Jóhann sneri aftur um jólin, í því mikla leikjaálagi sem er á þeim tíma, og meiddist á ný í lærinu í bikarleik gegn Peterborough. „Það var ekki það sniðugasta fyrir lærið mitt að snúa til baka úr meiðslum á svona miklum álagstíma, þegar maður æfir og spilar án þess að hafa marga daga til að jafna sig. Ég meiddist aftur í lærinu gegn Peterborough sem var gríðarlega erfitt að taka. Ég hafði lagt svo hart að mér til að jafna mig af fyrri meiðslunum, svo það að fá önnur… Ég hef líklega ekki verið eins langt niðri andlega í langan tíma. Sérstaklega fyrstu dagana á eftir var ég mjög langt niðri. Maður verður niðurdreginn og hugsar með sér; Hvað er í gangi? Maður reynir að hugsa um hvað maður geti gert betur til að snúa aftur og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Jóhann, sem náði ekki að spila meiri fótbolta eftir bikarleikinn 4. janúar, þar til að tímabilið í Englandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins. Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00 Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson segir ákveðna erfiðleika á unglingsárum hafa gert sig andlega sterkan og það hafi hjálpað sér í vetur. Hann hafi ekki verið eins langt niðri í langan tíma, eins og á þessari leiktíð. Landsliðsmaðurinn segir frá þessu í viðtali við The Athletic. Þar er fyrst fjallað um það að Jóhann hafi 14 ára gamall flust til Englands vegna vinnu móður sinnar, og þá farið í unglingaakademíu Chelsea fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea. Eftir nokkra mánuði þar fór Jóhann í annað Lundúnafélag, Fulham, þar sem hann sleit krossband í hné og var frá keppni í ár. „Það var gríðarlega erfitt. Félagið kom frábærlega fram við mig og sjúkraþjálfararnir gerðu allt sem þeir gátu svo ég gæti byrjað að spila aftur. Þetta gerði mig andlega sterkan á unga aldri. Þegar maður er svona ungur þá er það eina sem maður vill að spila fótbolta. Sumir krakkar ná sér kannski ekki en það eina sem ég þráði var að verða fótboltamaður,“ segir Jóhann. Jóhann fékk ekki tilboð um skólastyrk, eins og tíðkaðist að unglingaakademíur gæfu út á þeim tíma í Englandi, svo að hann hélt heim til Íslands og bjó hjá eldri systur sinni. „Þessir kaflar í lífinu gerðu mig sterkari andlega, sem hefur hjálpað mér á þessari leiktíð.“ Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en sjaldan meira en í vetur. Hann meiddist í kálfa snemma á leiktíðinni, náði einum byrjunarliðsleik fyrir landsleikjahléið í október en meiddist svo snemma leiks gegn Frökkum á Laugardalsvelli. „Ég ætlaði framhjá leikmanni [Clement Lenglet] og hann ýtti við mér svo að öll þyngdin mín fór á vinstra lærið og það slitnaði. Ég vissi að eitthvað slæmt hefði gerst. Þetta var þriðju gráðu rifa svo að ég hefði þurft aðgerð ef þetta hefði verið eitthvað verra,“ sagði Jóhann. Ekki sniðugt að snúa aftur í jólatörninni Jóhann sneri aftur um jólin, í því mikla leikjaálagi sem er á þeim tíma, og meiddist á ný í lærinu í bikarleik gegn Peterborough. „Það var ekki það sniðugasta fyrir lærið mitt að snúa til baka úr meiðslum á svona miklum álagstíma, þegar maður æfir og spilar án þess að hafa marga daga til að jafna sig. Ég meiddist aftur í lærinu gegn Peterborough sem var gríðarlega erfitt að taka. Ég hafði lagt svo hart að mér til að jafna mig af fyrri meiðslunum, svo það að fá önnur… Ég hef líklega ekki verið eins langt niðri andlega í langan tíma. Sérstaklega fyrstu dagana á eftir var ég mjög langt niðri. Maður verður niðurdreginn og hugsar með sér; Hvað er í gangi? Maður reynir að hugsa um hvað maður geti gert betur til að snúa aftur og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Jóhann, sem náði ekki að spila meiri fótbolta eftir bikarleikinn 4. janúar, þar til að tímabilið í Englandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00 Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00
Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00