Fótbolti

Wardle snýr aftur til Grenivíkur

Sindri Sverrisson skrifar
Magnamenn héldu sæti sínu í 1. deild.
Magnamenn héldu sæti sínu í 1. deild. MYND/MAGNI GRENIVÍK

Enski miðjumaðurinn Louis Wardle kemur aftur til Magna á Grenivík í sumar og mun spila með liðinu í 1. deildinni í fótbolta.

Wardle kom til Magna á miðju sumri í fyrra, eftir að hafa leikið með U23-liði Barnsley, og skoraði meðal annars þrjú mörk í þeim níu leikjum sem hann spilaði í 1. deildinni. Magnamenn héldu sér uppi en þeir enduðu stigi fyrir ofan fallsæti.

Í samtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net sagði Heimir Ásgeirsson, einn bakhjarla Magnaliðsins, að til hefði staðið að Wardle kæmi í apríl. „Ég held að menn fari að huga að þessu upp úr miðjan maí. Ef hann kemur sér til London þá er flug með Icelandair,“ sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×